Bókatíðindi - 01.12.2005, Page 188
BÓKATÍÐINDI 2005
Ævisögur og endurminningar
BÓKIN UM MARILYN
Mike Evans
Þýð.: Kolbrún
Bergþórsdóttir
Bókin um Marilyn bregður
upp ferskri sýn á ævi banda-
rísku goðsagnarinnar Mar-
ilyn Monroe. Hér er rakið
hvernig dökkhærða stúlkan
með barnslega andlitið
umbreyttist í hina íðilfögru
þokkagyðju með hvítgullna
hárið sem nær hvert manns-
barn þekkir.
432 bls.
EDDA útgáfa
Almenna bókafélagið
ISBN 9979-2-1869-X
Leiðb.verð: 2.990 kr.
EKKERT MÁL
Njörður P. Njarðvík
Freyr Njarðarson
í heimi heróínfíkilsins getur
allt gerst. Morgundagurinn
er í órafjarlægð og framtíðin
er næsta fix. Næstum hver
mínúta er þjakandi ótti við
hryllileg fráhvarfseinkenni.
Ekkert mál kom fyrst út fyrir
nær tveimur áratugum og
vakti gríðarlega athygli sem
alvarleg aðvörun til þjóðar-
innar, skrifuð af hugrekki og
hæfileikum til að snúa per-
úlííuSt'cll
Hagamel 67- 107 Reykjavlk
Sími 552 4960
ulfarsfell@simnet.is
Njöröuf P. Njarðvík og Freyr Njarðarson
j sónulegum harmleik í list-
ræna frásögn. Haustið 2004
sendu sömu höfundar frá sér
j bókina Eftirmál þar sem seg-
j ir frá afdrifum heróínfíkilsins
j og fjölskyldu hans. Saman
j draga þessar bækur upp
j ógleymanlega mynd af misk-
| unnarlausum örlögum ungs
manns sem tekur afdrifaríkt
j hliðarspor í lífinu.
j 200 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-781-66-1
j Leiðb.verð: 1.790 kr. Kilja
Ö/ efdÁít
>n <4t
ÉC ELSKA ÞIC STORMUR
Ævisaga Hannesar Hafstein
Guðjón Friðriksson
Hannes Hafstein var bráð-
gert glæsimenni, orti kvæði
sem lifa enn á vörum þjóð-
arinnar, fyrsti ráðherra
íslands og sá stjórnmála-
maður sem þjóðin hefur haft
hvað mest dálæti á, lífs og
liðinn. Þessi óskasonur
íslands átti þó um margt
stormasama ævi og á milli
stóru sigurstundanna voru
sárir ósigrar. í þessari vönd-
uðu og skemmtilegu ævi-
sögu er sjónum beint að
manninum Hannesi, meðal
annars í Ijósi fjölmargra
einkabréfa og nýrra heimilda
sem aldrei áður hafa komið
fyrir sjónir almennings.
Guðjón Friðriksson er einn
vinsælasti ævisagnahöfund-
ur landsins og hefur þrívegis
hlotið Islensku bókmennta-
verðlaunin fyrir verk sín.
550 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2699-9
Leiðb.verð: 5.990 kr.
❖ # é
Jón M. ívarsson
Gísli Halldórsson
CÍSLI HALLDÓRSSON
Minningar, menn og málefni
Jón M. ívarsson
Arkitektinn og íþróttaleið-
toginn Gísli Halldórsson lít-
ur yfir farinn veg og rekur
minningar sínar um menn og
málefni. Gísli hefur teiknað
og hannað ótal íbúðarhús,
merkar byggingar og fjölda
íþróttamannvirkja,- leik-
vanga, hallir og hús. Hann
hefur verið í forystusveit
íþróttamála í hálfa öld sem
formaður ÍBR, forseti ÍSÍ og
formaður Ólympíunefndar
Islands. Með glaðlyndi,
bjartsýni og dugnað að
vopni hefur hann átt mikinn
hlut í að byggja upp sterka
íþróttahreyfingu á íslandi.
Saga Gísla speglar jafnframt
sögu íslenskra íþrótta á tutt-
ugustu öld.
384 bls.
Gísli Halldórsson
Dreifing: Leifur Gíslason
ISBN 9979-70-076-9
Leiðb.verð: 4.680 kr.
GUDNIBERGS-
FÓTBOLTASÖGUR
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
íþróttaferill Guðna Bergsson-
ar er glæsilegur, þó sannar-
lega hafi þar skipst á skin og
skúrir. Glæsilegur ferill með
Val og síðar atvinnumennska
hjá Tottenham og Boiton,
landsliðsferillinn og lands-
leikirnir sem hann aldrei lék,
laganámið samhliða atvinnu-
mennskunni - allt er þetta
hér rifjað upp í fjörlegri frá-
sögn Þorsteins J. Guðni seg-
ir jafnframt frá ógleymanleg-
um samferðarmönnum og
andstæðingum sem margir
eru meðal fremstu knatt-
spyrnumanna veraldar. Bók
fyrir alla þá sem kunna að
meta góðar sögur - fótbolta-
sögur.
240 bls.
EDDA útgáfa
Mál og menning
ISBN 9979-3-2682-4
Leiðb.verð: 4.690 kr.
186