Bókatíðindi - 01.12.2005, Page 194
Ævisögur og endurminningar
KETTlRNIR
Á SPÁNI
FIRDAB«TTIR
KETTIRNIR Á SPÁNI
Þorsteinn Antonsson
Ferðaþættir þessa höfundar
sem kunnur er af því að fara
eigin leiðir. Frumleg sjónar-
horn á kunnar slóðir og aðr-
ar síður kunnar gefa þessari
ferðabók Þorsteins sérstæð-
an svip, hvort sem farið er á
puttanum um Borgafjörð og
Norðurland eða í lestaferð
um Júgóslavíu á árunum fyr-
ir ófriðin á Balkanskaga.
Creint er frá hamfaravetri á
Isafirði, kunnum af fréttum
og næturklúbbalífi ílstanbúl.
Auk þessa koma kettirnir á
Spáni við sögu.
Höfundurinn hefur næmt
auga fyrir smáatriðum sem
venjulegur ferðamaður gefur
síður gaum að, en að athug-
uðu máli veita innsýn í líf
manns og þjóðar.
160 bls.
Pjaxi ehf.
ISBN 9979-783-13-3
Leiðb.verð: 3.990 kr.
LAXNESS
(1948-1998)
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
í þriðja bindi ævisögu Hall-
dórs Kiljans Laxness er sagt
frá árunum 1948-1998 í
ævi skáldsins. Nýjar upplýs-
ingar koma fram um stjórn-
málaafskipti Laxness í kring-
um 1950, m. a. í Rússlandi.
Einnig er rætt um aðdrag-
anda þess, að hann fékk
Nóbelsverðlaun, en það mál
er mjög sögulegt. Stuðst er
þar við gögn úr bréfasöfnum
Sigurðar Nordals, Þórbergs
Þórðarsonar og fleiri á
Landsbókasafni. Gunnar
Cunnarsson kemur þar og
við sögu. Þá eru lesendur
fræddir á ótrúlegum atvikum
í utanferðum Laxness, ekki
síst í ísrael 1963,
en líka víðar. Enn fremur
er bent á fjölda fyrirmynda,
sem koma á óvart, í leikrit-
um Laxness og smásögum.
Fjöldi sagna frá efri árum
Laxness eru líka í bókinni.
600 bls.
Bókafélagið
ISBN 9979-9371-5-7
Leiðb.verð: 5.990 kr.
BLIKANDI
FJARLÆGÐ
— Stefanía SigurÖardóttir
Vilhjálmur Hjálmarsson tók saman
I þessu bókarkorni má lesa
minningarbrot Stefaníu Sigurðardóttir,
húsfreyju á Brekku í Mjóafirði.
Áefri árum skrifaði hún nokkra
minningaþætd frá uppvaxtarárunum
og ýmislegt fleira. Sumar frásagnir
hennar birtust á prenti og sérkennilegur
samtalsþáttur - við brúður - var fluttur
í barnatfma útvarpsins fyrir
nærfellt hálfri öld.
Vilhjálmur Hjálmarsson hœtti
þingmennsku í árslok 1979
og sneri sér að ritstörfum.
Fyrsta bók hans kom út 1981,
nú sendir hann frá sér þá sautjándu.
Það er bjart yfir þessum
minningum Stefaníu og líklegt að
margur hafi gaman af að fylgjast
með henni stundarkorn um þau
svið „blikandi fjarlægðar“
sem hún bregður birtu yfir í
frásögnum sínum.
Fjöldi mynda pfyðir bókina.