Bókatíðindi - 01.12.2005, Page 212
Handbækur
fengið til samvinnu við sig
fjölmarga sérfræðinga í
fremstu röð. Orðanefndina
skipa Baldur Jónsson, Sigrún
Helgadóttir Þorsteinn Sæ-
mundsson og Örn S. Kaldal-
óns. Stefán Briem annast rit-
stjórn.
Tölvuorðasafn er höfuðrit
á sínu sviði og gagnlegt öll-
um sem nota tölvur og fást
við upplýsingatækni, allt frá
byrjendum til sérfræðinga.
Þetta orðasafn er ómissandi
þeim sem vilja tala og skrifa
á íslensku um upplýsinga-
og tölvutækni á vönduðu
máli.
Tölvuorðasafn á sér verð-
ugan sess við hlið annarra
orðabóka í bókahillunni.
555 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-164-X
Leiðb.verð: 5.990 kr.
HLPflRflLEIÐfl
M iptniModi ppaltiílr l nípftool RtvKJpvlkur tt* o« fforri
monfuiPigqduin • ItitofWU»«or • CPS-punMor • Molur III
torortakjo • utqoienqdir •« okilonllml ■ «istlmO«ulelkor
tkOlotkrl • oi •« vM Iou«otkf0 • OttrmaOur o« l|ortkipll
joiio. simtnno
UTAN ALFARALEIÐA
Jón G. Snæland
Ómissandi bók fyrir alla
jeppaeigendur, jafnt marg-
reynda jeppaferðalanga og
þá sem eru að fara sínar
fyrstu ferðir. Fjallað er á
aðgengilegan hátt í máli,
myndum og kortum um 60
spennandi jeppaleiðir sem
hægt er að aka sumar og vet-
ur. Þá er í bókinni að finna
ítarlegar myndskreyttar skrár
um vöð, skála og laugar auk
inngangskafla með ýmsum
nauðsynlegum upplýsingum
fyrir jeppaferðalanga.
264 bls.
EDDA útgáfa
Almenna bókafélagið
ISBN 99792-1-876-2
Leiðb.verð: 3.990 kr. Kilja
%m*-.
4
Li ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
útivistarbókin
UM LANDSINS GÆÐI
ÚTBÚNAÐ OG GÖNGULEIÐIR
í NÁGRENNI REYKJAVÍKUR
ÚTIVISTARBÓKIN
Um landsins gœöi, útbúnaö
og gönguleiöir í nágrenni
Reykjavíkur
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Útivistarbókin geymir
ómældan fróðleik og gagn-
leg ráð til allra sem hyggjast
njóta útivistar, ekki síst þeirra
sem ætla í gönguferðir um
Island í fyrsta sinn. Hér má
m.a. finna upplýsingar um
fjallgöngur, fjöruferðir, fugla-
skoðun, berjaferðir og bað-
staði náttúrunnar sem og
nauðsynlegan búnað og
nesti. Jafnframt eru hér stutt-
ar og vandaðar lýsingar á um
tuttugu spennandi göngu-
leiðum í nágrenni Reykjavík-
ur, þar sem lögð er áhersla á
að öll fjölskyldan geti notið
íslenskrar náttúru í dýrlegum
dagsferðum. Bókina prýðir
fjöldi fallegra litmynda úr
íslenskri náttúru.
168 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-781-76-9
Leiðb.verð: 1.990 kr.
AÐVINNA
VERK AÐ VINNA
Þýð.: Geir Svansson
Verk að vinna er bráð-
skemmtileg og aðgengileg
handbók sem ætluð er öllum
íbúðar- og húseigendum
sem láta sér annt um híbýli
sín. Hér er gefið gott yfirlit
um allt það helsta sem gera
þarf í viðgerðum og viðhaldi
á heimilinu.
í þessari gagnlegu bók er
að finna hugmyndir, lausnir,
fróðleik og heilræði sem
ómetanleg geta reynst þegar
taka þarf til hendinni hvort
heldur utanhúss eða innan-
dyra. Fjallað er um viðhald
og endurnýjun, smíðar og
viðgerðir af margvíslegu tagi.
Aðferðum er lýst skref fyrir
skref og með hjálp yfir 1000
skýringarmynda og teikninga
nýtist bókin öllum íbúðareig-
endum óháð kunnáttu þeirra
og reynslu.
359 bis.
EDDA útgáfa
Almenna bókafélagið
ISBN 9979-2-1836-3
Leiðb.verð: 6.990 kr.
ÞÚ ERT ÞAÐ SEM
ÞÚ BORÐAR
Gillian McKeith
Þýð.: Helgi Már Barðason
Bókin sem ýtti sjálfum Harry
Potter úr efsta sæti metsölu-
listans á Bretlandseyjum.
Bókin sem breytir lífi þínu og
kennir þér að þekkja líkama
þinn og leggja af. Lestu
heillaráðin tuttugu. Það er
ekki að ástæðulausu að
Gillian McKeith er ein þekkt-
asta kona Bretlands. Lestu og
sannfærðust. Metsölubók!
224 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-776-61-7
Leiðb.verð: 3.380 kr.
210