Bókatíðindi - 01.12.2008, Blaðsíða 146
Ljóð
TÍMABUNDIÐ ÁSTAND
Jónas Þorbjarnarson
Ljóð Jónasar Þorbjarnarsonar
sameina af miklu listfengi
margar hliðar. Þótt þau séu
gjarnan verulega á dýptina
eru þau auðlesin og mel-
ódísk. Ljóðin bera með sér
að vera ort af knýjandi ástæð-
um og ganga oft, í sinni hár-
fínu glettni, grimmilega nærri
höfundi sínum og lesendum.
Tímabundið ástand er átt-
unda Ijóðabók Jónasar.
64 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9979-656-73-9
to bleed straight
TO BLEED STRAICHT
Sigurbjörg Þrastardóttir
Þýð.: Bernard Scudder
Tvímála Ijóðabók ætluð tví-
tyngdum, útlendingum eða
áhugafólki um þýðingar. Per-
sónuleg sýn og glögg rödd
Ijóðmælanda birtist jafnframt
í fjölbreyttum myndskreyt-
ingum listakonunnar Mörtu
Maríu Jónsdóttur. Þýðingar-
meistarinn Bernard Scudder,
sem lést fyrir aldur fram fyrir
rúmu ári, þýddi Ijóðin og er
bókin tileinkuð minningu
hans. Haraldur Jónsson skrif-
ar inngangsorð.
80 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9979-656-94-4
Tvítólaveizlan
TVÍTÓLAVEIZLAN
Ófeigur Sigurðsson
í Tvítólaveizlunni stefnir
Ófeigur Sigurðsson saman
forneskjulegri dulúð og losta-
fullum viðfangsefnum svo úr
verður blanda sem skilur les-
andann eftir tilfinningalega
steinrotaðan, spólgraðan en
þó annarlega háleitan í hugs-
un. Tvítólaveizlan sýnir sterk
tök höfundar á óvenjulegu
Ijóðformi og sleipu viðfangs-
efni, en um er að ræða
fimmtu Ijóðabók Ófeigs, sem
einnig hefur gefið út skáld-
söguna Aferð.
70 bls.
Nýhil
ISBN 9789979983576
Leiðb.verð: 1.690 kr. Kilja
UPPSVEIFLA/
NIÐURSVEIFLA
Þorgerður Mattía
Kristiansen
Ljóðabók sem lesa má í báð-
ar áttir eða aðra hvora, allt
eftir hughrifum lesandans
hverju sinni.
Ertu í Uppsveiflu eða Nið-
ursveiflu? Vantar þig ein-
hvern sem skilur þig, eða
Ijóð til að lyfta þér upp?
Ljóðin eru laus við óþarfa
orðskrúð, einföld og mynd-
ræn.
Þetta er fyrsta Ijóðabók
höfundar, en Þorgerður
Mattía hefur áður birt Ijóð á
Ljóð.is undir skáldanafninu
Hugskot.
109 bls.
Nykur
Dreifing: DM
ISBN 978-9979-9850-2-0
Leiðb.verð: 2.690 kr. Kilja
Ú Á FASISMANN
Eiríkur Örn Norðdahl
Hér gefur að líta safn mynd-
Ijóða þar sem stjórnmál eru
beruð fyrir börnum, framtíð
bókmennta kortlögð á ein-
faldan en átakanlegan hátt,
hér eru myndrænar fram-
burðaræfingar, Ijóðræn mót-
mæli, hvatningarorð til al-
þýðu, perlur úr Ijóðaperlum
Jónasar og það sem hetjur
íslendingasagna gætu hafa
sagt. Hljóðaljóð á diski fylgja
sem tekin voru upp í stúdíói
Mugisons. Sannaðu til: Þetta
er magnaðri seiður en nokk-
ur partýmúsík.
45 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3016-5
Ha*n> Amsis Hiuuuo*
VERMSL
Hrafn Andrés Harðarson
f Ijóðabókinni Vermsl er
smjattað á áferð orða og nátt-
úra þeirra rannsökuð í hlið-
stæðu við náttúru heimsins.
Ljóðlistin ertekin alvarlegum
og þungum tökum, en það er
stutt í kímnigáfuna og hún
liggur kannski alltaf undir
niðri.
Vermsl er sjöunda Ijóða-
bók Hrafns Andrésar. Hrafn
hefur einnig komið að rit-
stjórn og gefið út tvær bækur
með þýðingum sínum á Ijóð-
um lettneskra skálda.
94 bls.
Nykur
ISBN 978-9979-9850-3-7
Leiðb.verð: 1.990 kr. Kilja
144