Bókatíðindi - 01.12.2008, Side 167
BÓKATÍÐIND
2 0 0 8
upp heilbrigt sjálfstraust og
áttað okkur á hvert við vilj-
um stefna.
Endurútgefin sökum mik-
illar eftirspurnar.
351 bls.
Salka
ISBN 978-9979-650-44-7
Leiðb.verð: 1.975 kr. Kilja
HEIMSMETABOK
CUINNESS 2009
Ritstj.: Craig Glenday
Þýð.: Sveinn H.
Guðmarsson og Bergsteinn
Sigurðsson
Glæný útgáfa af þessari
geysivinsælu metabók,
stoppfull af nýjum og ótrú-
legum heimsmetum, prýdd
Ijósmyndum af methöfunum
í raunstærð og sérstökum
risaopnum. Hver er fljótastur
að borða 12" pítsu, hvaða
lagi hefur oftast verið hlaðið
niður af Netinu og hversu
stórt er stærsta hjólabretti
heims? Heimsmetabókin er
óbrigðul skemmtun fyrir
unga sem aldna. Meðal nýj-
unga í þessari útgáfu eru
þrívíddarmyndir og sérstök
umfjöllun um fsland og
Norðurlöndin.
288 bls.
FORLAGIÐ
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2080-0
Fræði og bækur almenns efnis
HEIMSPEKI FYRIR ÞIC
Ármann Halldórsson og
Róbert Jack
Heimspeki fyrir þig er
kennslubók í heimspeki fyrir
framhaldsskólastig. Við sögu
koma merkir heimspekingar
allt frá árdögum greinarinnar
til 20. aldar, til að mynda
Sókrates, Nietzsche og Sin-
ger. Vitnað er í fjölmarga
texta eftir höfunda allt frá
Platon til núlifandi höfunda.
Helsta markmið bókarinnar
er að stuðla að líflegri rök-
ræðu um viðfangsefni tilver-
unnar.
204 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-2978-7
H G
E U N
I N
M R
S S
P K
E R hlLSGILJE B
K E K
' I K
' S
A' G
A
HEIMSPEKISACA
Gunnar Skirbekk og
Nils Gilje
Heimspekisaga er umfangs-
mikið yfirlitsrit vestrænnar
heimspeki frá dögum Forn-
grikkja til samtímans, þar
sem fram koma æviágip
helstu heimspekinga sögunn-
ar, yfirlit yfir verk þeirra og
framlagtil heimspekisögunn-
ar. Birtir eru umfangsmiklir
kaflar úrfrumtextum þessarra
heimspekinga og birtast sum-
ir þeirra hér á íslensku í fyrsta
sinn.
Höfundar Heimspekisögu
eru trúir þeirri meginreglu
heimspekinnar að spyrja
spurninga frekar en veita
endanleg svör. Lesandinn er
leiddur í gegnum sögu heim-
spekinnar með áleitnum
spurningum og gerð grein
fyrir þeim mismunandi úr-
lausnarefnum sem heimspek-
ingar Vesturlanda hafa lagt
fram við ólíkum, áleitnum
vandamálum tilverunnar.
Heimspekisagan kemur
hér út í 2. útgáfu uppfærð og
endurbætt.
758 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-786-0
Leiðb.verð: 3.990 kr. Kilja
HESTAR
i 1
HESTAR
Dos Islandspferd
Hestar
lcelandic Horses
Sigurgeir Sigurjónsson
Þýð.: Pétur Behrens,
Marietta Maissen og
Lowana Veal
Glæsileg Ijósmyndabók eftir
Sigurgeir Sigurjónsson sem
kemur út á íslensku, ensku
og þýsku. Bókina prýða fall-
egar litmyndir af íslenska
hestinum, bæði á keppnis-
velli og í íslenskri náttúru,
vetur, sumar, vor og haust.
Inngang skrifar Kristján B.
Jónasson og hann gerir jafn-
framt myndatextana.
160 bls.
FORLAGIÐ
ISBN 978-9979-53-501-0/-53-
499-0/-53-500-3
HICH DAYS AND
HOLIDAYS IN ICELAND
Árni Björnsson
Þýð.: Anna H. Yates
Þetta er stytt ensk útgáfa af
Sögu daganna sem er grund-
vallarrit fyrir þá sem vilja
kynna sér hátíðis- og tylli-
daga á íslandi. Farið er yfir
helstu hátíðir og merkisdaga
ársins, saga þeirra rakin og
þeir settir í samhengi við að-
stæður á íslandi. Þetta er líf-
leg og fróðleg bók, prýdd
fjölda mynda, sem tilvalin er
fyrir ferðamenn og erlenda
vini.
120 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-2958-9
165