Bókatíðindi - 01.12.2008, Qupperneq 175
BÓKATÍÐINDI 2008
FræÖi og bækur almenns efnis
hungursneyð og stríð, og
borgarastéttin kann engin ráð
til að afstýra hinni síend-
urteknu vá verzlunarkrepp-
unnar. Hugsjón kommúnism-
ans er stéttlaust þjóðfélag
sem byggist á jöfnuði allra
manna. Þegar öreigar allra
landa hafa sameinazt og
steypt allri þjóðfélagsskipan
af stóli með valdi er hægt að
byggja upp réttlátt og mann-
úðlegt samfélag. Til þessa
dags er kenningin umdeild
og mun sennilega aldrei
hverfa af sjónarsviði póli-
tískrar umræðu. Kommúnista-
ávarpið er ekki einungis
pólitískt greiningarrit, heldur
Ifka innblásið áróðursrit,
augnabliksþrungið spádóms-
rit og ómissandi heimildarrit.
Þetta er augljóslega verk sem
allir ættu að kynna sér.
240 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-237-2
Leiðb.verð: 2.990 kr.
KRISTÍN RÓS
Meistari í nœrmynd
Kristín Rós Hákonardóttir
Kristín Rós hóf kornung að
æfa sund með íþróttafélagi
fatlaðra í Reykjavík árið 1982
og lauk keppnisferlinum tutt-
ugu og tveimur árum síðar.
Þá hafði hún sett samtals
sextíu heimsmet og níu Ól-
ympíumet!
Kristín Rós á að baki feril
sem á sér enga hliðstæðu á
íslandi. Henni hafa hlotnast
margvíslegar viðurkenningar
fyrir afrek sín, bæði á íslandi
og á heimsvísu. Bókin veitir
innsýn í líf og hugsanagang
þessarar einstöku afrekskonu
sem af einurð og æðruleysi
hefur náð svo glæsilegum ár-
angri. Kristín Rós er einn
merkasti iþróttamaður sem
ísland hefur alið.
96 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-05-1
Leiðb.verð: 2.280 kr. Kilja
LANDFRÆÐISSACA
ÍSLANDS V
Lykilbók
Þorvaldur Thoroddsen
I þessu síðasta bindi Land-
fræðissögunnar eru ritgerðir
fræðimanna um verkið og
höfund þess, Þorvald Thor-
oddsen, auk ítarlegra heim-
ilda- og atriðisorðaskráa fyrir
allt verkið. Höfundar eru Ey-
þór Einarsson, Freysteinn
Sigurðsson, Guðrún M.
Ólafsdóttir, Gunnar Jónsson,
Karl Skírnisson, Leifur A.
Símonarson og Páll Imsland.
256 bls.
Ormstunga
ISBN 978-9979-63-054-8
Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins
LAÓKÓON
Gotthold Ephraim Lessing
Þýð.: Gauti Kristmannsson
og Gottskálk jensson
Talið vera eitt af grundvall-
arritum nútíma fagurfræði.
Hafði mikil áhrif á umræðu
og hugsun manna um mun-
inn á milli myndlistar og
skáldskapar. Ýtir til hliðar á
áhrifamikinn hátt gamalli
goðsögn um samræmi milli
þessara listgreina. Goethe og
Herder brugðust sterklega
við Laókóon. Opnuð er ný
sýn á möguleika og takmark-
anir listgreinanna.
350 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-217-4
Leiðb.verð: 2.990 kr.
LEGEND5 AND
LANDSCAPE
I lenanj hpen frocn thc sth
:-Nord«c-BJú. t JtJorc 5yro(Xi»o’ii,
LEGENDS AND
LANDSCAPE
Plenary Papers from the Stb
Celtic-Nordic-Baltic Folklore
Symposium, Reykjavík 200S
Ritstj.: Terry Gunnell
í seinni tíð hafa sjónir beinst
í síauknum mæli að sviði
þjóðsagna í fortíð og nú-
tíð og þeim upplýsingum
sem þær veita um sagna-
fólkið, það samfélag sem
það bjó í, viðhorf þeirra
og umhverfi þess. Bók þessi
er samantekt erinda sem
flutt voru á fimmtu ráð-
stefnununni um þjóðfræði
kelta, norrænna manna og
eystrasaltslanda, sem hald-
in var í Reykjavík árið 2005
og veitir mikilvæga sýn á
hvernig fræðimenn nálgast
viðfangsefnið í nútímanum.
Hér er að finna framlag
margra fremstu fræðimanna
á sviðinu frá frlandi, Bret-
landi, Norðurlöndum, Eist-
landi og Bandaríkjunum.
Hér er drepið á margvísleg
viðfangsefni þjóðsagna, allt
frá kenningum og virkni til
sögulegrar og félagslegr-
ar greiningar, hefðbundnar
rannsóknir einstakra tilfella
og greiningar á þeim að-
ferðum sem beitt var til að
safna fyrstu þjóðsögunum,
skrá þær og gefa út til varð-
veislu þjóðararfs.
256 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-806-5
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja