Bókatíðindi - 01.12.2008, Blaðsíða 222
BÓKATfÐINDI 2008
Ævisögur og endurminningar
SÆMI ROKK
Lífsdans Sœmundar
Pálssonar
Ingólfur Margeirsson
Hinn snjalli höfundur kemur
fram með ævisögu á ný: um
makalausa ævi Sæma Rokks
sem hefur verið þekktasti
rokkdansari Íslandsjífvörður
heimsmeistarans í skák, Bob-
bys Fischer, og aðalhvata-
maður að frelsun hans úr
fangelsi f Japan og björgun
til Islands. Sæmi hefur einn-
ig unnið sem iðnaðarmaður
og lögreglumaður, og verið
íþróttagarpur og ævintýra-
maður á ýmsa lund. Hann
er þekktur fyrir góðvild sína,
umburðarlyndi og lífsgleði.
Bók sem fyllir lesandann
gleði og hlýju. Fram koma
ýmsar upplýsingar sem áður
hafa verið leyndar.
Ingólfur Margeirsson er
þjóðþekktur rithöfundur sem
hefur hlotið mikið lof, ekki
síst fyrir ævisögur sínar.
288 bls.
Bókaútgáfan Æskan
ISBN 978-9979-767-58-9
Leiðb.verð: 4.880 kr.
TABÚ
Höröur Torfa-œvisaga
Ævar Örn Jósepsson
Fáir listamenn hafa markað
dýpri spor í íslenska sam-
tímasögu en Hörður Torfa.
Þeir eru til sem hafa hærra og
sperra sig meira, en rétt eins
og dropinn sem holar stein-
inn hefur Hörður náð að búa
um sig í íslenskri þjóðarvit-
und og breyta henni nánast
án þess að nokkur tæki eftir
því.
Að vísu tóku nánast allir
eftir því þegar hann lýsti því
yfir opinberlega, fyrstur ís-
lendinga, að hann væri
„hómósexúalisti" í viðtali f
tímaritinu Samúel árið 1975.
Þá fór allt á hvolf, enda glæp-
samlegur öfuguggaháttur að
vera hinsegin. Hörður, sem
hafði verið einn dáðasti og
vinsælasti tónlistarmaður
landsins, eftirsóttur leikari og
fyrirsæta, hraktist af landi
brott, ofsóttur og forsmáður
jafnt af almenningi og þeim
sem ferðinni réðu í listalíf-
inu. Það sem hann gerði f
framhaldinu (og gerir enn)
hefur ekki farið jafnhátt.
Með seigluna, réttlætið og
umfram allt þrákelknina að
vopni vann hann hörðum
höndum að stofnun baráttu-
samtaka fyrir réttindum sam-
kynhneigðra. Það tókst er
Samtökin '78 voru stofnuð á
heimili hans þann nfunda
maí 1978. En hann lét ekki
staðar numið heldur hélt
áfram að vinna að réttinda-
málum samkynhneigðra á
sinn hógværa en markvissa
hátt. Ekki með hnefann á lofti
eða slagorð á vörum, heldur
með gítarinn, söngvana sína
og sögurnar að vopni - og
umfram allt sjálfan sig.
Tabú er áhrifarík saga ein-
staklings sem breytti sögu
þjóðar með því að vera hann
sjálfur.
270 bls.
Tindur
ISBN 978-9979-653-12-7
Leiðb.verð: 4.990 kr.
TÖFRUM LÍKAST
Saga Baldurs Brjánssonar
töframanns
Gunnar Kr. Sigurjónsson
Leyndardómsfyllsti maður á
landinu opnar hjarta sitt og
lætur allt vaða.
Töffari á Akureyri * Skíta-
fýlubombur í Borgarbíói *
Rakvélablöðin borðuð með
bestu lyst * Lás opnaður
með augnaráði * Náði úrum,
veskjum og brjósthaldara *
Löggubíl ekið undir áhrifum
* Uppskurður með berum
höndum * Morðhótun.
Hér segir Baldur Brjánsson
töframaður frá á einlægan
hátt og dregur ekkert undan.
Fjölmörg leyndarmál koma
fram í dagsljósið - hvað varð
t.d. um hvítu dúfuna?
344 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9979-797-56-2
Leiðb.verð: 5.480 kr.
ÞRÆÐIR
Hrafnkell A. Jónsson,
foringi og frœöimaöur
Ritstj.: Ragnar Ingi
Aðalsteinsson og Smári
Geirsson
Hrafnkell A. Jónsson lést vor-
ið 2007 en hann hefði orðið
60 ára á árinu sem er að líða
og því er þetta rit í senn
minningar- og afmælis-
kveðja. f fyrri hluta þess rita
vinir og samstarfsmenn um
lífshlaup hans en í þeim
seinni eru fræðigreinar eftir
hann sjálfan.
326 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9979-797-53-1
Leiðb.verð: 5.980 kr.
220