Bókatíðindi - 01.12.2008, Blaðsíða 180
BÓKATÍOINDI 2008
Fræði og bækur almenns efnis
MEÐ KÖLDU BLÓÐI
David Attenborough
Þýð.: Þorkell Helgason
Bækur Davids Attenborough
eru fróðleiksnáma um ríki
náttúrunnar fyrir unga sem
aldna og efnið svo lifandi í
meðförum hans að frásagnir
af krókódílum, skjaldbökum,
froskum, eðlum og snákum
verður hreinn skemmtilestur.
Fjöldi óviðjafnanlegra litljós-
mynda sýna margbreytileika
dýranna í sínu náttúrlega
umhverfi.
288 bls.
Bókaútgáfan Opna
ISBN 978-9935-10-006-1
MEISTARINN OC
ÁHUGAMAÐURINN
Friðrik V. Karlsson, Júlíus
Júlíusson og Finnbogi
Marinósson
Norðlensku höfðingjarnir og
matgæðingarnir Friðrik V og
Júlli Júll bjóða í þessari bók
upp á 42 rétti úr 21 fiskteg-
und. Uppruni fisksins er úr
Eyjafirði rétt eins og höfund-
arnir, Ijósmyndarinn, hönn-
uðurinn, prentarinn, útgef-
andinn og dreifingaraðilinn.
Uppskriftirnar hafa þeir kokk-
að upp hvor í sínu horninu
og nálgast þeir hráefnið hvor
með sínum hætti, annar sem
meistarakokkur og veitinga-
húsaeigandi og hinn sem
Dalvíkingur, fiskidagsstjóri
og einlægur áhugamaður um
fisk.
Hér finnur hver uppskrift
við sitt hæfi, hvort heldur
sem er í mánudagssoðið eða
miðnæturgrillveislu. Bókina
prýðir fjöldi skemmtilegra lit-
mynda úr norðlenskum mat-
arveislum sem Finnbogi Mar-
inósson hefur gómað heima
í héraði.
Meistarinn og áhugamað-
urinn er fersk matreiðslubók
unnin úr úrvals hráefni.
112 bls.
Kimi Records
ISBN 978-9979-70-499-7
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Meltingarvegurinn og
geðheilsa
Náttúruleg mcðferd við
Dr. Natiiihii íampbcll-McRridc MD,
MMcdSci(laugaiJúkdAma(rcAI). M,MnlScKnirriagarf™4l)
MELTINCARVECURINN
OC GEÐHEILSA
Dr. Natasha Campbell-
McBride
Þýð.: Jóhanna Mjöll
Þórmarsdóttir
í þessari bók er fjallað um
hvernig hægt er að takast á
við einhverfu, þunglyndi, of-
virkni, geðklofa, lesblindu og
athyglisbrest með réttu mat-
aræði og bættu heilbrigði
meltingarvegarins. Bókin
hjálpar einnig börnum og
fullorðnum að forðast eyrna-
bólgur, astma, ofnæmi og
exem. Höfundur er læknis-
menntuð með sérmenntun í
næringarfræði og taugasjúk-
dómafræði, og gagnast bókin
jafnt almenningi sem sér-
fræðingum með góða og yfir-
gripsmikla þekkingu í þess-
um fræðum. Bókin er stútfull
af mikilvægum og athyglis-
verðum upplýsingum og
staðreyndum sem fólk getur
nýtt sér til að bæta heilsu
sína og barna sinna.
272 bls.
Matur og heilsa ehf.
ISBN 978-9979-70-474-4
wntibóh
handa yndislegri ömmu
MINNISBÓK ...
... handa yndislegri dóttur
■.. handa yndislegri mömmu
... handa yndislegri systur
■.. handa yndislegri ömmu
... handa yndislegum pabba
... handa yndislegum vini
... handa þér, ástin mín
... meö ósk um yndislegt líf
Helen Exley
Nú eru komnar út átta flottar
minnisbækur. Bækurnar eru
allar myndskreyttar og með
spakmæli á hverri opnu en
samt er nægt pláss til að
skrifa minnisatriði.
96 bls.
Steinegg ehf.
ISBN 978-9979-782-75-97-72-
8/-70-4/-77-3/-71 -1A73-5/-74-
2/-76-6
Leiðb.verð: 690 kr. hver bók
M
MUTES / MÁLLAUSIR
KJARNAR
Sigurður Guðmundsson
Bókin inniheldur glæsilegar
Ijósmyndir eftir Sigurð Guð-
mundsson sem sýndar voru á
Listasafni Reykjavfkur. Með
þessum myndum snýr Sig-
urður sér aftur að Ijósmynd-
inni sem miðli en það hefur
hann ekki gert frá 1980.
Falleg bók sem birtir einstaka
sýn Sigurðar á umheiminn.
Hafþór Yngvason skrifar inn-
gang. Bókin er gefin út í sam-
vinnu við Listasafn Reykja-
vi'kur.
73 bls.
FORLAGIÐ
ISBN 978-9979-53-492-1
MÚRBROT
Ritstj.: Ármann Jakobsson
og Finnur Dellsén
Róttæk bók þar sem ungt fólk
beinir gagnrýnum augum að
samtímanum. Á þeim und-
178