Bókatíðindi - 01.12.2008, Blaðsíða 236
Handbækur
SEX LITLAR
FERÐAMANNABÆKUR
Northern Lights
The Best of lceland
The Geology of lceland
The Golden Circle
The History of lceland
The Sagas
Ritstj.: Björn Jónasson
Sex litlar bækur um allt sem
ferðamaðurinn hefur áhuga
á, ríkulega myndskreyttar og
með upplýsandi texta á
þremur tungumálum: Ensku,
frönsku og þýsku.
31 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9979-656-64-7/-
798-58-3/-798-57-6/-798-59-
0/-798-55-2/-798-56-9
SILFURSKEIÐIN
Þýð.: Sigrún Davíðsdóttir
og fleiri
Þessi biblía ítalskrar matar-
gerðar kemur nú út í lang-
þráðri íslenskri útgáfu. Yfir
2.000 uppskriftir af klassísk-
um ítölskum mat, jafnt
heimilismat eins og hann
gerist bestur, og flóknari
matargerð.
Silfurskeiðin hefur verið
mest selda matreiðslubók á
Ítalíu í nær 60 ár og er til á
nánast hverju heimili þar í
landi. Þessa útgáfu prýða yfir
200 Ijósmyndir og fallegar
teikningar.
1280 bls.
Bjartur
ISBN 978-9979-657-23-1
Leiðb.verð: 9.980 kr.
SJORTARAR
Tracey Cox
Þýð.: Þóra Sigríður
Ingólfsdóttir
Er kynlífið dauflegt? Hafið
þið varla tíma til að kyssast,
hvað þá að hafa langar, heit-
ar og örvandi samfarir? í bók-
inni Sjortarar eru fjölmargar
stórskemmtilegar og safaríkar
kynlífshugmyndir og frábær-
ar aðferðir til að örva kyn-
hvötina svo um munar. Ný
bók eftir Tracy Cox, einn
þekktasta kynlífssérfræðing
heims.
127 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9979-798-70-5
STAFSETNINGAR-
ORÐABÓKIN
Ritstj.: Dóra Hafsteinsdóttir
Stafsetningarorðabókin er nú
komin út í handhægu og
þægilegu kiljubroti. í bókinni
eru ríflega 65.000 uppfletti-
orð og að auki um 8.000
undirflettiorð, allur almennur
orðaforði málsins, auk fjölda
mannanafna, örnefna, ríkja-
og þjóðaheita og orðaforða
úr helstu fræðigreinum. Not-
endur geta fundið beygingar
orða, séð notkunardæmi,
ýmis algeng orðatiltæki og
dæmi um rétta orðnotkun.
Ytarlegar ritreglur fylgja, sett-
ar fram á aðgengilegan hátt
með fjölda dæma. Bókin er
gefin út í samvinnu við Stofn-
un Árna Magnússonar í ís-
lenskum fræðum.
736 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9979-656-89-0
STRAUMFLUGUR
I íslenskri náttúru
Sigurður Pálsson
Myndir: Lárus Karl Ingason
Þekking Sigurðar Pálssonar á
fluguveiðum, ekki síst sjó-
birtingsveiðum, er mikil og
honum er það vel lagið að
koma henni frá sér á lifandi
hátt. Sigurður er kennari af
guðs náð og kann að miðla
þekkingu með einkar per-
sónulegum og skemmtileg-
um hætti eins og sést á texta
bókarinnar.
Áður útkomin bók í þess-
um bókaflokki er Laxaflugur
í íslenskri náttúru 2006.
80 bls.
Ljósmynd ehf.
ISBN 978-9979-9375-7-9
Leiðb.verð: 3.990 kr.
SÚKKULAÐIAST
Inga Elsa Bergþórsdóttir og
Gísli Egill Hrafnsson
Láttu leiða þig inn í heillandi
súkkulaðiveröld Nóa-Síríus-
ar, þar sem súkkulaðilmurinn
lokkar og Ijúft og unaðslegt
bragðið kitlar og kveikir yndi
og ánægju. Súkkulaðið frá
Nóa-Síríusi er sælkeravara og
úr því er líka hægt að gera
alls konar góðgæti: Smákök-
ur, kex, kökur og tertur með
silkimjúku súkkulaðikremi,
unaðslega búðinga og eft-
irrétti, ís, konfekt, heita og
kryddaða súkkulaðidrykki og
ósæta rétti sem koma sann-
arlega á óvart. Viltu öðlast
meiri þekkingu á súkkulaði,
sögu þess og eiginleikum og
betri kunnáttu í meðferð
þess? Það er sama hve langt
þú vilt feta þig eftir súkk-
ulaðislóðinni, þessi bók
geymir ótal fjársjóði fyrir þig.
Hér má einnig finna ítarlegar
leiðbeiningar um aðferðir við
234