Bókasafnið - 01.01.2001, Side 3

Bókasafnið - 01.01.2001, Side 3
BOKASAFNIÐ 25. árgangur Efni blaðsins 2 Að flytja fjall: flutningur aðalsafns Borgarbóka- safns frá Esjubergi í Grófarhús / Erla Kristín Jónasdóttir og Ingibjörg Rögnvaldsdóttir 7 Upplýsingalæsi - nauðsynleg kunnátta á nýrri öld : þróun hugtaks / Ingibjörg Sverrisdóttir 12 Rafrænar bækur / Hrafnhildur Hreinsdóttir 15 Landskerfi bókasafna : Um val á sameiginlegu tölvukerfi fyrir íslensk bókasöfn / Dögg Hrings- dóttir, Elísabet'Halldórsdóttir og Sigrún Hauks- dóttir 24 Rafrænt rannsóknarbókasafn / Sigrún Klara Hannesdóttir 31 Flutningur bókasafns Þjóðminjasafnsins / Gróa Finnsdóttir 35 Tvö ljóð / Sindri Freysson 36 Um aðgang bókasafna, stofnana og einstak- linga ^að erlendum og innlendum gagnasöfn- um: samantekt úr skýrslu nefndar á vegum menntamálaráðuneytisins 1999 / Sólveig Þor- steinsdóttir 49 Landsaðgangur að rafrænum tímaritum : könn- un á viðhorfi bókasafna / Erna G. Árnadóttir 53 Slóvenía sótt heim : af ráðstefnu í Landsbóka- safni Slóveníu - Háskólabókasafni, Ljubljana, í september 2000, um fjölþjóðlegt orðasafn í bókasafns- og upplýsingafræði : sitthvað um bókasöfn í Slóveníu / Guðrún Karlsdóttir 59 Bækur og líf 63 Lestur 66 Afgreiðslutími safna í mars 2001 71 Höfundar efnis 7 2 Fleyg orð um bækur Frá ritstjóra Um þessar mundir lifum við mikil tímamót í ís- lenskum bókasafnamálum. Ekki aðeins höf- um við stigið fyrstu skrefin inn í nýja öld held- ur sjáum við nú einhver stærstu samvinnu- verkefni í allri sögu starfsvettvangs okkar verða að veru- leika. Fyrst skal nefna samninga um landsaðgang að fjölda gagnagrunna á breiðu fræðasviði. Fyrir þau yngstu í stétt- inni sem alist hafa upp með Internetið á skrifborðinu virðist þetta kannski ekki vera neitt tiltökumál, svipað því að sækja sér margvísleg gögn með aðstoð leitarvéla. En við sem munum fyrirhöfnina og kostnaðinn við að fá aðgang að fyrstu tölvuvæddu gagnagrunnunum í kringum 1980 fmnst mörgum sem við séum að upplifa kraftaverk. Ekki er síður markvert að nú hillir undir að loksins takist að sameina íslensk bókasöfn í eitt bókasafnskerfl og eina samskrá. Sameining af svipuðu tagi var reynd áður fyrir rúmum áratug en tókst þá ekki af ýmsu ástæð- um, ekki síst vegna þess að tæknin til netsamskipta var enn tiltölulega veikburða og kostnaðurinn ofviða flest- um smærri bókasöfnum. En nú hefur orðið bylting í þessum efnum og akreinunum á upplýsingahraðbraut- inni fjölgar sífellt og „vegatollarnir" lækka. Bæði stýrast þessi miklu verkefni af sýn um aðgengi allra landsmanna að þeim upplýsingum sem þeim eru nauðsynlegar til að geta sinnt störfum sínum og rann- sóknum, þroskast og menntast. Efni blaðsins ber merki þessa því að megináherslan er á umfjöllun um rafræn gögn og aðgengi að rafrænum upplýsingum. Undirrituð stýrir nú útgáfu þessa blaðs í fyrsta skipti. Það er vissulega erfitt að feta í fótspor Áslaugar Agnars- dóttur sem stýrði fjórum síðustu blöðum af miklum myndarskap en ég hef reynt að gera mitt besta. Kann ég Áslaugu einlægar þakkir fyrir störf hennar og góðar ráð- leggingar. Ég vil loks þakka höfundum efnis, samstarfskonum mínum í ritnefnd og öðrum sem hafa lagt hönd á plóg fyrir þeirra framlag til blaðsins. Dögg Hringsdóttir Mynd á kápu: Ustaverkið Óður eftir Helga Gíslason myndhöggvara í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Ljósm. Kristín Bogadóttir. Útgefandi / Publisher: Upplýsing. Félag bókasafns- og upplýsingafræða / Information. The Association of Library and Information Science ISSN: 0257-6775 Heimilisfang / Address: Bókasafnið, c/o Dögg Hringsdóttir Borgarbókasafn Reykjavíkur Tryggvagötu 15 101 Reykjavík Eldri blöð fást hjá: Þjónustumiðstöð bókasafna Ritnefnd / Editorial board: Dögg Hringsdóttir, ritstjóri/editor Eva Sóley Sigurðardóttir, ritari Hadda Þorsteinsdóttir, gjaldkeri Kristín Ósk Hlynsdóttir, umsjón með netútgáfu Gróa Finnsdóttir, meðstjórnandi Auglýsingar: Hænir sf., Ármúla 36,108 Reykjavík Sími: 533 1850, bréfsími: 533 1855 Prentun: Gutenberg Letur: Caecilia 9 pt á 13 pt fæti Bókasafnið hefur frá árinu 1989 verið lyklað í Library & Information Science Abstracts (LISA) http://www.bokasafnid.is ritnefnd@bokasafnid.is

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.