Bókasafnið - 01.01.2001, Qupperneq 10

Bókasafnið - 01.01.2001, Qupperneq 10
lengur. Spitzer, Eisenberg og Lowe kanna þær hug- myndir enn frekar og staðhæfa að til að verða upplýs- ingalæs þurfum við einnig að öðlast kunnáttu og leikni á sviði myndlæsis, fjölmiðlunar, tölvulæsis og netlæsis.5 Undir það tekur einnig Eric Plotnick og tel- ur að framangreindar tegundir ,,læsis“ eigi að rúmast innan upplýsingalæsis.6 Mynd-læsi (visual literacy) er skilgreint sem hæfi- leikinn til að skilja og nota myndir, þar með talinn geta til að hugsa, læra og tjá sig myndrænt. Þessir hæfileikar virðast meðfæddir hjá sumu fólki en aðrir geta þjálfað sig í notkun þeirra. Fjölmiðla-læsi (media literacy). Þeir sem fjalla um fjölmiðla-læsi gera greinarmun á áhrifum ólíkra miðla, sjónvarps, kvikmynda, út- varps, dagblaða, tímarita og tón- listar á daglegt líf fólks. Með ýms- um aðferðum er hægt að kenna fólki gagnrýna mót- töku á efni fjöl- miðla og skilning á óbeinum og jafnvel duldum skilaboðum í fjöl- miðlum. Tölvu-læsi (com- puter literacy) er venjulega hugsað sem almenn kunn- átta í notkun einka- tölva og færni í að vinna með ritvinnslu, töflureikna, gagnagrunna og annan hugbúnað. Þetta var gjarnan kennt án tengsla við aðrar námsgreinar í sérstökum tölvutímum en á seinni árum hefur í auknum mæli verið hugað að því að flétta tölvukennslu saman við aðrar námsgreinar. Net-læsi (network literacy) er hugtak sem enn er í þróun og hefur talsvert verið skrifað um það á allra síðustu árum. Til þess að finna, nálgast og nota upplýsingar í netumhverfi eins og á veraldarvefnum þarf einstaklingurinn að þjálfa upp netlæsi. í stuttu máli má segja að sá sé netlæs sem: • gerir sér grein fyrir umfangi og notkunarmögu- leikum upplýsinga og þjónustu á netinu, • skilur þau kerfi sem notuð eru til að útbúa, stjórna og setja fram netupplýsingar, • finnur upplýsingar á netinu með hjálp leitar- véla og hjálpartækja, • tengir netupplýsingar við önnur gögn og eykur þannig gildi þeirra, • notar netupplýsingar við ákvarðanatöku bæði í vinnu og einkalífi og nýtir sér þjónustu á netinu til aukinna lífsgæða, • skilur hlutverk og notkunarmöguleika netupp- lýsinga við lausn vandamála og til daglegra starfa.7 í þesssu samhengi má benda á að þróaðar hafa verið aðferðir við gæðamat á netefni og fjallaði Þórdís T. Þórarinsdóttir m.a. um það í næst síðasta tbl. Bóka- safnsins.8 Framsetning efnis Þá hafa menn einnig velt fýrir sér framsetningu efnis og gagna og hvaða breytingum það er að taka. Mann- leg samskipti og listir hafa alltaf verið hlaðin tákn- um en hið ritaða orð hefur verið mjög ráðandi við varðveislu upp- lýsinga fram á þessa öld. Nú er svo komið að framsetning efnis á öðru formi en prenti eykst stöð- ugt og myndrænt efni verður sífellt fyrirferðarmeira. Bækur eru ekki lengur lesnar frá upphafi til enda, þær eru samdar með það fyrir augum að hlutar þeirra verði notaðir sem heimild, upplýsingalind eða vegvísir. í þeim er ekki endilega heildstæð frásögn með upphafi og endi.9 Þá velta margir fyrir sér hvernig takmarkanir tölvuskjásins komi til með að breyta framsetningu upplýsinga í framtíðinni og hvaða áhrif tengingar eða krækjur milli forrita, brunna, netsíðna eða annarra rafrænna forma muni hafa. Eins og sjá má hefur hugtakið upplýsingalæsi tekið talsverðum breytingum og sérstaklega á allra síðustu árum. Það hefur víkkað út og orðið allt um lykjandi. Sett hafa verið fram kerfi eða staðlar um hvernig kenna eigi upplýsingalæsi og víða um lönd hafa þessar hugmyndir ratað inn í námskrár skóla og tengjast þar starfsemi skólasafna. Menn hafa gagn- rýnt þá ofuráherslu sem lögð hefur verið á tæknivæð- ingu og kennslu í tölvutækni (sem þó er forsenda sí- fellt aukinna gagnaflutninga og betra rafræns um- hverfis) en hefur fundist skorta gagnrýna notkun og framsetningu þeirra upplýsinga sem standa til boða. Tölvurnar einar og sér geta aldrei leyst úr læðingi þá Opna úr grísku handritifrá 11. öld. 8 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.