Bókasafnið - 01.01.2001, Qupperneq 15

Bókasafnið - 01.01.2001, Qupperneq 15
því að lesa. Rafbækur sem eingöngu er hægt að lesa á tölvuskjám eru miklu takmarkaðri en skjábækur þó svo að fartölvur leysi þann vanda að hluta til. Raf- bækur er hægt að kaupa og hlaða niður í tölvuna sína af netinu eða jafnvel um farsíma eins og RCA REB 1200 skjábókin býður upp á. Tilraunir með rafbækur í september árið 1999 keyptum við á Bókasafni Sím- ans fyrstu Rocket skjábókina, aðallega til að skoða hvernig hún virkaði. Ég veit ekki um nokkurt annað íslenskt bókasafn sem býður upp á rafbækur. í fyrstu var framboð á rafrænum bókum afar lítið og einhæft og lítið framboð á efni sem hentaði fyrirtækinu. Þá voru til hjá Barnes&Noble u.þ.b. 1600 titlar, einkum skáldsögur, en nú er öldin önnur. Fjöldi og fjölbreytni er orðin miklu meiri, þó er mest að hafa í tækni- og viðskiptatengdum bókum. Safnið á nú um 20 titla og lánar þær bækur út til notenda sinna. Þetta hefur verið í litlum mæli og ekkert auglýst enda aðeins ein skjábók til, en ætlunin er að bæta við 12 skjábókum á árinu 2001 og fjölga titlum á rafrænu formi að sama skapi. Reynslan sýnir að notendur eru forvitnir um bæk- urnar og vilja fá þær lánaðar. Við höfum lent í ýmsum vandamálum t.d. varðandi skráningu og útlán. Ýmis- legt er að valda okkur heilabrotum, svo sem hvort skrá eigi alla titla sem eru inni á skjábókinni í útlán, eða hvort eigi að hreinsa allt út af skjábókinni þegar henni er skilað. Einnig veltum við fyrir okkur hvort takmarka eigi fjölda titla sem hlaðið er inn þar sem útlánakerfi bókasafnsins er ekki hugsað fyrir fjölraf- ræn (rafrænt efni sem er hægt að senda til, eða lána mörgum í senn) útlán og hvort hægt sé að lána sama titilinn (eintakið) mörgum á sama tíma. Annað vanda- mál sem enn er óleyst er hvað á að gera við strika- merkin þegar ekkert er til að líma á!!! Nokkur dönsk almenningsbókasöfn í Árósum í Danmörku riðu á vaðið í byrjun nóvember árið 2000 og bjóða nú notendum sínum rafbækur til útláns á Rocket skjábókum. Engar takmarkanir eru á fjölda bóka sem lánaðar eru þannig út nema minni skjábók- arinnar. Að vísu reikna ég ekki með að notendur geti lesið nema fjórðung þess sem á bókina kemst á þess- um sjö dögum sem þeim er heimilt að hafa skjábók- ina að láni. Söfnin buðu upp á 42 titla í upphafi. Einnig eru boðnir til útláns örfáir titlar af rafbókum sem hægt er að sækja á sérstakt rafbókasafn á Inter- netinu. Þetta eru áhugaverðar tilraunir sem fróðlegt verður að fylgjast með og læra af. Fyrir jólin 2000 komu þrjár íslenskar bækur úr jólaútgáfunni á rafrænu formi frá Eddu - miðlun og er þetta í fyrsta skipti sem íslenskum lesendum gefst kostur á rafbókum. Bækurnar voru: Gula húsið eftir Gyrði Elíasson, Krossgötur eftir Kristínu Steinsdóttur og Fluguveiðisögur eftir Stefán Jón Hafstein. Þær voru boðnar til sölu á vef netverslunar Máls og menningar (http://www.malogmenning.is) og ætlaðar til lestrar af tölvuskjá með forritinu Acrobat Reader. Þar er líka upplýsinga- og kynningarefni um rafbækur almennt, og lesendur geta séð sýnishorn úr bókunum þremur á tölvuskjá sínum. Hvaða áhrif getur rafbókin haft á bókasöfn? Ýmsar spurningar vakna þegar þetta er skoðað. Fyrsta spurningin hlýtur að tengjast notendum bókasafna, en hvort þeir vilja fá bækur á rafrænu formi fer væntanlega mikið eftir því hvernig bókaút- gefendur og bókasöfn markaðssetja hugmyndina. Skjábókin á ennþá langt í land með að gefa lesandan- um þessa sérstöku tilfinningu fyrir efnisheildinni sem hann fær þegar hann les af bók. En á móti kemur að skjábókin er búin mörgum kostum sem venjuleg bók hefur ekki. Önnur spurning er hvernig á að skrá bækurnar og hvar og hvernig á að geyma þær. Á t.d. að geyma þær inni í skráningarkerfunum eða á vefbókaþjóni (server) þannig að notendur geti afgreitt sig sjálfir og fyllt á eins og þegar sett er bensín á bílinn eða áfylling á símakortið um netið. Þriðja spurningin fjallar um útlán, dreifingu og greiðslur fyrir slíkt efni. Munu bókasöfnin sjá um út- lán eða verða það útgefendur eða bókamiðlarar á net- inu. Kannske verða til bókaleigur, sbr. myndbanda- leigur, ef bókasöfnin bregðast ekki fljótt við. Á að lána út skjábækur, lófatölvur og önnur tæki sem til þarf eða eiga notendur að sjá sér sjálfir fyrir slíku? Ég minnist þess þegar myndbandavæðingin varð hér fyrir u.þ.b. 15 árum, þá voru tækin dýr og hægt að leigja myndbandstæki á myndbandaleigunum. Útgefendur og verð En fyrst og fremst liggur þróun rafbókarinnar hjá út- gefendum. Hún verður ekki almenningseign fyrr en þeir hafa komið sér saman um staðla og form. Þegar það er ljóst fara tækniframleiðendur í alvöru að þróa tæknina áfram. Þróunin hjá útgefendum tók kipp þegar Stephen King skrifaði smásögu og seldi ein- göngu sem rafbók. Sölutölur komu öllum á óvart en meira en hálfri milljón eintaka var hlaðið inn í PC tölvur víða um heim á örskömmum tíma. Þá gripu margir útgefendur tækifærið og hófu að undirbúa sig fyrir þennan nýja markað. En markaðurinn er afar smár eða innan við 1% af allri bóksölu enn sem kom- ið er. Verð á bókunum skiptir líka miklu máli. Þær eru allt frá því að vera ókeypis upp í að vera á sama verði og harðspjaldabækur sem er að mínu mati fáránlegt, BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.