Bókasafnið - 01.01.2001, Page 18

Bókasafnið - 01.01.2001, Page 18
1 Forsaga Alllangt er síðan íslensk bókasöfn hófu samvinnu um tölvuvæðingu. Snemma árs 1981 var stofnuð Tölvu- nefnd rannsóknarbókasafna. Hlutverk nefndarinnar var einkum að leggja á ráðin um tölvuvinnslu í rann- sóknarbókasöfnum. Fljótlega bættust almenningsbóka- söfnin í hópinn og var þá farið að kalla nefndina Tölvunefnd bókasafna. Nefndin starfaði til ársins 1988. Nefndin lagði fram fyrstu tillögur sínar í maí 1981. Meg- inefni þeirra var eftirfarandi: a) Samið skyldi MARC-snið fyrir íslensk bókasöfn. b) ís- lensk bókaskrá tæki þetta skráningarsnið í notkun. c) Hafinn yrði undirbúningur að samskrá rannsóknarbóka- safna. Þessar tillögur voru endur- nýjaðar og þeim gerð fyllri skil á árunum sem í hönd fóru. Meginatriði þeirra voru þau sömu. Sú breyting varð helst að samskráin átti ekki aðeins að taka til rannsókn- arbókasafna, heldur einnig almenningsbókasafna, og mið- að skyldi við að samskrá og sameiginlegt kerfi væri sam- starfsverkefni þriggja stærstu bókasafna landsins: Lands- bókasafns, Háskólabókasafns og Borgarbókasafns. Tölvunefnd lagði til í einni skýrslu sinni að stofnuð yrði stjórn Gagnabrunns bókasafna. Svo var gert, og starfaði hún frá 1986 til 1988. í stjórninni áttu sæti meðal annarra forstöðu- menn ofangreindra þriggja bókasafna. Fljótlega eftir að stjórnin hóf störf barst bókasöfn- unum tilboð frá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavík- urborgar (Skýrr) um að nota Dobis/Libis sem sam- eiginlegt kerfi fyrir bókasöfn landsins. Eitt af megin- verkefnum stjórnarinnar varð því að láta athuga hvort þetta kerfi hentaði til slíks. Lyktir þessa máls urðu í apríl 1988.Tölvunefnd var þeirrar skoðunar að sem kerfi fyrir samskrá allra bókasafna væri Dobis/Libis hentugt. Háskólabóka- safn og Landsbókasafn ákváðu hins vegar að hafna Dobis/Libis sem samskrárkerfi og bókasafnskerfi og vildu láta kanna nánar önnur kerfi í þessu sambandi. Borgarbókasafn valdi Dobis/Libis kerfið og tók það í notkun 1989 og Háskólabókasafn og Landsbókasafn tóku síðan Libertas kerfið í notkun 1991. Þetta varð til þess að brátt urðu til tvær samskrár bókasafna hér á landi. 1.1 Samskrár / bókasafnskerfi Á íslandi hafa síðastliðinn áratug verið rekin tvö stór bókasafnskerfi, Gegnir og Fengur. Auk þessara kerfa eru nokkur minni kerfi í notkun í landinu. Gegnir Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafn rekur bóka- safnskerfið Gegni sem keyrir á hugbúnaði Libertas kerfis- ins frá SLS í Bristol í Englandi. Auk Landsbókasafns nota 10 önnur háskóla-, rannsóknar- og stofnanasöfn kerfið. Öll söfnin nota skráningar- og leitarþætti kerfisins en færri nota útlána- og aðfangaþætti. Gegnir samanstendur í raun af þremur kerfum sem eru með sér aðgang og gagna- grunna: - Gegnir er bókasafnskerfi 11 bókasafna, þjóðbókaskrá og hýsir ýmsar samskrár eins og t.d. samskrá um erlend tímarit. -Greinir er kerfi þar sem skráðar eru tímaritsgreinar úr völdum íslenskum tíma- ritum og greinar um ísland og íslendinga í erlendum tímaritum. - Gelmir er handritaskrá Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns. Fengur Tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækið Skýrr h/f rekurbóka- safnskerfið Feng fyrir Borgarbókasafn Reykjavíkur og um 70 önnur almennings-, skóla- og rannsóknar- bókasöfn. Fengur keyrir á Dobis/Libis hugbúnaði frá Elias í Belgíu. Öll söfnin nota leitarþátt kerfisins og allflest nota skráningar- og útlánsþátt. Aðeins örfá nota aðfanga- og tímaritaþáttinn. Önnur bókasafnskerfi - Mikromarc er norskt bókasafnskerfi sem notað er í u.þ.b. 30 söfnum. - Bókver er notað í 3 stærri almenningsbókasöfnum landsins. Þetta kerfi er hannað og þróað hérlendis. Skrifarar í spœnsku klaustri. Smámyndfrá 12. öld. 16 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.