Bókasafnið - 01.01.2001, Qupperneq 18

Bókasafnið - 01.01.2001, Qupperneq 18
1 Forsaga Alllangt er síðan íslensk bókasöfn hófu samvinnu um tölvuvæðingu. Snemma árs 1981 var stofnuð Tölvu- nefnd rannsóknarbókasafna. Hlutverk nefndarinnar var einkum að leggja á ráðin um tölvuvinnslu í rann- sóknarbókasöfnum. Fljótlega bættust almenningsbóka- söfnin í hópinn og var þá farið að kalla nefndina Tölvunefnd bókasafna. Nefndin starfaði til ársins 1988. Nefndin lagði fram fyrstu tillögur sínar í maí 1981. Meg- inefni þeirra var eftirfarandi: a) Samið skyldi MARC-snið fyrir íslensk bókasöfn. b) ís- lensk bókaskrá tæki þetta skráningarsnið í notkun. c) Hafinn yrði undirbúningur að samskrá rannsóknarbóka- safna. Þessar tillögur voru endur- nýjaðar og þeim gerð fyllri skil á árunum sem í hönd fóru. Meginatriði þeirra voru þau sömu. Sú breyting varð helst að samskráin átti ekki aðeins að taka til rannsókn- arbókasafna, heldur einnig almenningsbókasafna, og mið- að skyldi við að samskrá og sameiginlegt kerfi væri sam- starfsverkefni þriggja stærstu bókasafna landsins: Lands- bókasafns, Háskólabókasafns og Borgarbókasafns. Tölvunefnd lagði til í einni skýrslu sinni að stofnuð yrði stjórn Gagnabrunns bókasafna. Svo var gert, og starfaði hún frá 1986 til 1988. í stjórninni áttu sæti meðal annarra forstöðu- menn ofangreindra þriggja bókasafna. Fljótlega eftir að stjórnin hóf störf barst bókasöfn- unum tilboð frá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavík- urborgar (Skýrr) um að nota Dobis/Libis sem sam- eiginlegt kerfi fyrir bókasöfn landsins. Eitt af megin- verkefnum stjórnarinnar varð því að láta athuga hvort þetta kerfi hentaði til slíks. Lyktir þessa máls urðu í apríl 1988.Tölvunefnd var þeirrar skoðunar að sem kerfi fyrir samskrá allra bókasafna væri Dobis/Libis hentugt. Háskólabóka- safn og Landsbókasafn ákváðu hins vegar að hafna Dobis/Libis sem samskrárkerfi og bókasafnskerfi og vildu láta kanna nánar önnur kerfi í þessu sambandi. Borgarbókasafn valdi Dobis/Libis kerfið og tók það í notkun 1989 og Háskólabókasafn og Landsbókasafn tóku síðan Libertas kerfið í notkun 1991. Þetta varð til þess að brátt urðu til tvær samskrár bókasafna hér á landi. 1.1 Samskrár / bókasafnskerfi Á íslandi hafa síðastliðinn áratug verið rekin tvö stór bókasafnskerfi, Gegnir og Fengur. Auk þessara kerfa eru nokkur minni kerfi í notkun í landinu. Gegnir Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafn rekur bóka- safnskerfið Gegni sem keyrir á hugbúnaði Libertas kerfis- ins frá SLS í Bristol í Englandi. Auk Landsbókasafns nota 10 önnur háskóla-, rannsóknar- og stofnanasöfn kerfið. Öll söfnin nota skráningar- og leitarþætti kerfisins en færri nota útlána- og aðfangaþætti. Gegnir samanstendur í raun af þremur kerfum sem eru með sér aðgang og gagna- grunna: - Gegnir er bókasafnskerfi 11 bókasafna, þjóðbókaskrá og hýsir ýmsar samskrár eins og t.d. samskrá um erlend tímarit. -Greinir er kerfi þar sem skráðar eru tímaritsgreinar úr völdum íslenskum tíma- ritum og greinar um ísland og íslendinga í erlendum tímaritum. - Gelmir er handritaskrá Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns. Fengur Tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækið Skýrr h/f rekurbóka- safnskerfið Feng fyrir Borgarbókasafn Reykjavíkur og um 70 önnur almennings-, skóla- og rannsóknar- bókasöfn. Fengur keyrir á Dobis/Libis hugbúnaði frá Elias í Belgíu. Öll söfnin nota leitarþátt kerfisins og allflest nota skráningar- og útlánsþátt. Aðeins örfá nota aðfanga- og tímaritaþáttinn. Önnur bókasafnskerfi - Mikromarc er norskt bókasafnskerfi sem notað er í u.þ.b. 30 söfnum. - Bókver er notað í 3 stærri almenningsbókasöfnum landsins. Þetta kerfi er hannað og þróað hérlendis. Skrifarar í spœnsku klaustri. Smámyndfrá 12. öld. 16 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.