Bókasafnið - 01.01.2001, Page 23

Bókasafnið - 01.01.2001, Page 23
þeirra bættust við starfsmenn ýmissa fleiri almenn- ings-, skóla- og sérfræðibókasafna. Einnig voru full- trúar frá söfnum af landsbyggðinni. Um það bil 40 manns voru í rýnihópum og skiptust þeir í aðfanga- og tímaritahóp, leitarhóp, millisafnalánahóp, sam- skrárhóp, skráningarhóp og útlánahóp. Hlutverk rýnihópanna var að leggja faglegt mat á þau þrjú kerfi sem kynnt voru í lokaáfanga valsins. Fyrsti undirbúningsfundur með rýnihópum var haldinn með fjarfundarbúnaði 3. maí 2000. Rýnihóp- unum var þar kynnt í hverju vinnan framundan fæl- ist og jafnframt var reynt að ákveða tímasetningu kerfiskynninga. Rýnihóparnir hittust næst á heils- dags vinnufundi 22. ágúst. Þar var hópunum falið að undirbúa spurningar fyrir framleiðendur kerfanna. Spurningum og dæmum var skilað til nefndarinnar sem setti þau upp þannig að aðgengilegt væri að leggja mat á einstaka þætti. Starfsreglur rýnihópa voru eftirfarandi: Hvert kerfi skal skoðað og metið óháð öðrum kerfum. Nauðsynlegt er að tryggja óvilhallt mat á hverju kerfi. Til að auðvelda það ber að hafa eftir- farandi grundvallarreglur í huga: Einstaklingsskoðun: • Hver fulltrúi í rýnihópi metur hvert atriði/ spurningu í sínum þætti og skilar athuga- semdum ef með þarf. Mat á atriðum / spurningum: a Ófullnægjandi Uppfyllir ekki kröfur útboðslýsingar. b Sæmilegt Uppfyllir ekki að fullu kröfur útboðslýsing- ar en virkar þó. c Gott Uppfyllir að fullu kröfur útboðslýsingar. d Frábært Gerir meira en að uppfylla kröfur útboðs- lýsingar. • Hver fulltrúi í rýnihópi metur notendavið- mót bókasafnskerfisins samkvæmt með- fylgjandi eyðublöðum. Notendaviðmótið skal metið óháð efnisinnihaldi. Skalinn er 1-9 og um huglægt mat er að ræða, svo sem stíft - sveigjanlegt eða hræðilegt - frábært. Mat rýnihóps: • Að lokinni skoðun/prófun skal hver rýni- hópur samræma niðurstöður sínar og gera stutta umsögn um sinn þátt. Einnig þarf að skila samræmdri notendaviðmótskönnun. • Niðurstöðum hvers hóps skal skilað til Kerfisnefndar ekki síðar en um hádegi á þriðja degi hverrar kynningar. • Til að tryggja óvilhallt mat á hverju kerfi skal vinnuplöggum hvers fulltrúa einnig skilað inn til nefndarinnar. 4.6 Kynningar á kerfum Dagana 6. - 16. september 2000 voru kerfin þrjú, Un- corn, Aleph og Horizon, kynnt á Hótel Sögu. Hver kerfissali hafði þrjá daga til umráða. Fyrsta morg- uninn var almenn kynning sem var opin öllum sem áhuga höfðu. Á hverja kynningu komu um 80 manns. Seinni hluta fyrsta dags og allan næsta dag prófuðu rýnihóparnir sína þætti og fengu formlega kynningu á þeim. Þriðji dagurinn var nýttur til fundar með tækniráðgjöfum og formlegum fundi með nefndar- mönnum. Rýnihóparnir skiluðu sjálfstæðri skýrslu um kerfin í lok hverrar kynningar. Nefndin fór síðan yfir niðurstöður rýnihópanna, breytti áliti þeirra í töluleg gildi skv. fyrirfram skil- greindum kvarða og vann úr þeim samanburðar- töflur. Niðurstöðurnar voru kynntar fulltrúum rýni- hópanna á fundi í menntamálaráðuneytinu 6. októ- ber 2000. Við sama tækifæri fór fram óformleg skoð- anakönnun meðal fundarmanna um hvernig þeir vildu raða kerfunum þremur. Formleg og óformleg niðurstaða hópanna var að öllu leyti samhljóða og hljóðaði þannig að Aleph fékk hæstu einkunn, Uni- corn varð í öðru sæti og Horizon í því þriðja. 4.7 Tæknileg högun Við mat á tæknilegri högun kerfanna fékk nefndin til liðs við sig þá Bjarna Júlíusson tölvunarfræðing og Magnús Atla Guðmundsson starfsmann Reiknistofn- unar Háskólans. Þeir sátu fundi með kerfissölum og gerðu grein fyrir niðurstöðum sínum í áliti til nefndarinnar. 4.8 Þjónusta og verð Þegar hér var komið sögu var ákveðið að Horizon kerfið kæmi ekki lengur til álita. Skoðaður var þjón- ustuþáttur hinna tveggja kerfanna, Aleph ogUnicorn, m.a. með heimsókn í þjónustuskrifstofur fyrirtækj- anna í Bretlandi í nóvember 2000. Verð kerfanna reyndist vera í meginatriðum sambærilegt en ná- kvæmur samanburður á verði er torveldur vegna mismunandi útfærslu á ýmsum lausnum. BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001 21

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.