Bókasafnið - 01.01.2001, Qupperneq 27

Bókasafnið - 01.01.2001, Qupperneq 27
stöðvar fyrir minni söfn á sérstökum sviðum og þannig yrðu til nokkurs konar ábyrgðarsöfn innan DEF. Þetta hefur gengið eftir og nú er rætt um DEF sem sameiginlega auðlind allra. Aðildarsöfnunum er skipt í fjóra flokka, þar sem í fyrsta flokki (kategori 1) eru þrjú söfn, Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, Statsbiblioteket í Árósum og Háskólabókasafnið í Óðinsvéum, en öll þessi söfn þurftu að fá sérstakan styrk til að taka upp ný tölvuvædd bókasafnskerfi til þess að þau gætu komið að uppbyggingu DEF. í öðrum flokki eru hin níu stærstu rannsóknar- bókasöfnin, og þetta eru upphaflegu 12 söfnin sem áttu að byggja upp DEF. í þriðja flokki eru 42 lítil og meðalstór rannsóknarbóka- söfn og loks eru í fjórða flokki önnur rannsóknar- bókasöfn og stofnanir sem hafa sérstakra hagsmuna að gæta að vera tengd. Á landsvísu hefur upp- byggingu kerfisins sjálfs verið skipt í þrjú megin- svið: 1. Aðgangur (DEF-portal) 2. Lykill (DEF-npglen) 3. Bókasafnaskrá (DEF- katalog). Vinnuhópur hefur verið settur upp fyrir hvert þró- unarsvið sem skilgreinir og setur markmið fyrir við- komandi svið. Sem dæmi er eitt markmiðið með Að- gangs-suiðinu að fjalla um vef-aðgang notenda að öllum safnkosti DEF þar sem hannað verður eitt kerfi (shareware) sem öll söfnin geta notað. Innan Lyteil-suiðsins hefur verið skrifuð ítarleg skýrsla, DEF-nöglen :/orslag till realisering affœlles brug- erualidering til DEF- tjenester, og eftir henni er svo unn- ið við að skilgreina notendahópana og hvaða kröfur verða gerðar til aðgangs einstakra aðila. Sterdr-suiðinu er ætlað að setja upp samskonar not- endaviðmót fyrir alla sem tengjast DEF og sem byggir á Z39.50 staðlinum og danZIG-profile. Meðal þess sem áætlað er að vinna eru tvenns konar staðlar, annars vegar tæknilegir og hins vegar siðareglur um byggingu og notkun kerfisins. Þróun DEF hefur einnig verið skipt í fimm aðskilda þætti og er hverjum þætti stýrt sérstaklega: 1. Hugtöte og skilgreiningar (konceptudvikling og grundfilosofi) 2. Landskerfið (den nationale infrastruktur) 3. Bókasafnskerfið (biblioteksinfrastruktur) 4. Rafrœnar heimildir (digitale ressourcer) 5. Notendauiðmót (brugerfaciliteter) Hugtöfe og skilgreiningar er efst á listanum þótt það sé tiltölulega nýtilkomið sem sérstakur verkþáttur. Undir þessum lið fjalla menn um hugtakaskilgrein- ingar, langtímaáætlanir og vinnuplön. Þetta hefur orð- ið mjög mikilvægur þáttur þar sem öll þróun DEF er undir því komin hvers kon- ar forgangsröð menn setja. Landskerfið er tölvunetið sem tengir bókasöfnin saman og nettengingar til að flytja gögnin á milli safnanna. Netið sem notað er til gagnaflutninganna er danska rannsóknarnetið sem flest rannsóknarbóka- söfn eru þegar tengd við. Ætlast er til að öll DEF söfnin noti sömu staðla, sams konar notendastjórn- un (aðgangsorð og eftirlit) og þar með sams konar notendaaðgang. Bókasafnskerfið nær til samhæfingar og samræm- ingar milli mismunandi tölvuvæddra bókasafna- kerfa til þess að gögn hvers safns geti orðið hluti af heildarsafninu. Öll söfnin verða að beygja sig undir að nota sama staðal, sem í þessu tilviki er Z39.50. Stefnt er að því að öll söfnin verði svo vel samhæfð í framtíðinni að um verði að ræða eitt rafrænt rann- sóknarbókasafn og að notandinn verði ekki með- vitaður um að baki einnar og sömu leitar geti verið safnkostur fjölda ólíkra, samtengdra safna. Ein mikil- vægasta ákvörðun innan þessa þáttar var sú að stóru söfnin 12, sem eru burðarás rafræna rannsóknar- bókasafnsins, muni þjóna sem móðursöfn fyrir minni söfn. Sem dæmi hefur Danska vísinda og læknisfræðibókasafnið (Danmarks natur- og læge- videnskabelige bibliotek) tekið að sér að vera móður- safn fyrir 18 minni söfn á sviði heilbrigðisvísinda. Svipað mun verða uppi á teningnum hvað varðar t.d. listabókasöfn. Undir fyrirsögnina Rafrcenar heimildir falla þrjú meginsvið, þ.e. aðgangur að tölvuvæddum spjald- Lothar teeisari gefur út tilsteipun. Smámynd ur þýsku telaust- urhandriti/rá 12. öld. BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.