Bókasafnið - 01.01.2001, Side 33

Bókasafnið - 01.01.2001, Side 33
Gróa Finnsdóttir Flutningur bókasafns Þj óðminj asafnsins reglum og því var lögð á það áhersla að framkvæmdin tæki sem allra skemmstan tíma og verklag yrði skipulagt út í hörgul. Þetta gekk eftir, flutningarnir tókust í alla staði ótrúlega vel og má það fyrst og fremst þakka ítarlegri forvinnu og skipulagningu en síðast en ekki síst faglegum metnaði og dugnaði þeirra sem að flutningunum stóðu. Því hagaði þannig til að bókasafnið var sú deild stofnunarinnar sem fyrst flutti, eða í nóvember 1998, og höfðu fyrstu drög að skipulagningu flutn- ings þess legið fyrir í mars sama ár. Leyfi ég mér að birta þetta fyrsta uppkast hér með kostum þess og göllum svo fólk geti frekar glöggvað sig á því hverju beri fyrst að huga að við slíkan flutning. Þessi drög áttu þó eftir að breytast verulega þegar til Greinarhöfundur og aðstoðarmaður hennar glíma uið kassa. 011 þekkjum við það rót sem fylgir í kjölfarið á einföldustu flutningum og alltaf undr- umst við hve mikið rými bækur úr einni lítilli bókahillu geta tekið þegar þarf að pakka þeim niður í kassa. Það gefur því auga leið að þegar flytja þarf bókasafn heillar stofnunar er um afar stórt verkefni að ræða þar sem taka þarf tillit til ýmissa samverkandi þátta. Að flytja stofnanabókasafn er um margt frá- brugðið því að flytja eitt sjálfstætt bókasafn, s.s. al- menningsbókasafn eins bæjarfélags. Þegar heil stór stofnun flytur þarf að samhæfa flutninginn við hinar ýmsu deildir hennar. Það þarf að raða flutningi deild- anna í rétta tímaröð, ákvarða hver flytur fyrst og gera samræmda kostnaðar- og rýmisáætlun með góðum fyrirvara. Þegar Þjóðminjasafn íslands var tæmt og flutt í heild sinni, annars vegar í framtíðargeymsluhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi (munadeild, forvörsludeild og ljósmyndadeild) og hins vegar að Lyngási 7 í Garðabæ (bókasafn, skrifstofur, fornleifadeild, hús- verndardeild, ásamt Húsafriðunarnefnd ríkisins og Örnefnastofnun), hafði undirbúningur flutningsins staðið í meira en ár. Hvers kyns tilfærsla á ómetan- legum safngripum er með flóknari aðgerðum á þessu sviði þar sem fara verður eftir ströngum alþjóðlegum 379 metrar bækur eru á bókasafninu sjálfu 1 kassi (ca. 42x32x24 cm) @ 79 kr. frá Kassagerð Reykjavíkur 1 hillumetri = 2 kassar 1 bílbretti: 120x100 cm 12 bretti komast í hvern bíl 379 m x 2 kassar = 758 kassar 758 kassar @ 79 kr. = 59.882 krónur 6 kassar komast á grunnflöt hvers brettis x 3 hæðir = 18 kassar á bretti 18 kassar x 12 bretti = 216 kassar í bíl (ca. þrjár og hálf ferð) Bókakostur auk þessa í geymslum: ca 75 kassar eldri rita safnsins (skráð og óskráð) ca 50 kassar af óskráðu gjafasafni Þorvaldar Þórarins- sonar og Fríðu Knudsen *Eftir að sjálft bókasafnið verður flutt er eftir að flytja úr geymslum bókasafnsins, þar sem bókum er þegar búið að pakka í alls um 130 kassa, sem eru þó nokkuð stærri en fyrrnefndir kassar frá Kassagerðinni. ‘Eftir að hillur verða tæmdar verða þær jafnóðum teknar niður og settar upp á sínum stað drög að flutningi pr. 23. tnars 1998 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001 31

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.