Bókasafnið - 01.01.2001, Síða 38
Sólveig Þorsteinsdóttir
Um aðgang bókasafna,
stofnana og einstaklinga að
erlendum og innlendum
gagnasöfnum
- Samantekt úr skýrslu nefndar á uegum menntamálaráðuneytisins 1999
Vorið 1998 skipaði menntamálaráðherra nefnd
um aðgangbókasafna, stofnana og einstak-
linga að erlendum og innlendum gagna-
söfnum. Nefndarmenn voru fjórir. Formað-
ur nefndarinnar var Sólveig Þorsteinsdóttir yfirbóka-
safnsfræðingur,
tilnefnd af Ríkis-
spítölunum, en
aðrir í nefndinni
voru Jón Þór Þór-
hallsson fram-
kvæmdastjóri, til-
nefndur af Rann-
sóknarráði íslands,
Andrea Jóhanns-
dóttir forstöðumað-
ur, tilnefnd af Lands-
bókasafni íslands
- Háskólabókasafni
og Sigrún Magn-
úsdóttir yfirbóka-
vörður, tilnefnd af Félagi bókavarða í rannsóknabóka-
söfnum. Nefndin lauk störfum í apríl 1999 og skilaði
skýrslu til menntamálaráðuneytisins þar sem gerð
var grein fyrir niðurstöðum, tillögum og starfi nefnd-
arinnar. (Um aðgang bókasafna... 1999). Grein þessi
er byggð á skýrslunni og lýsir forvinnu þeirri sem innt
var af hendi áður en ráðist var í að semja um lands-
aðgang að gagnasöfnum.
Samkvæmt erindisbréfi var nefndinni „ætlað að
gera yfirlit yfir þau gagnasöfn sem æskilegt væri að
semja um aðgang að ásamt greinargerð um tæknileg-
ar útfærslur varðandi tengingar við viðkomandi
gagnasöfn. Þá átti nefndin að leggja fram tillögur um
hvernig staðið skyldi að samningagerð og gera nokkra
grein fyrir þeim kostnaði sem búast mátti við að yrði
samfara samningunum. Nefndin átti einnig að leggja
fram tillögur um með hvaða hætti mætti standa að
sameiginlegri fjármögnun þeirra aðila sem þörf hafa
fyrir aðgang að gagnasöfnum. Skyldi stefnt að því að
nýta það fjármagn sem þegar var notað til áskrifta á
hagkvæmari hátt.
Markmið nefndar-
innar var að að-
gangur að umrædd-
um gagnasöfnum
yrði sem víðtæk-
astur og nýttist
sem flestum."
Nefndin kann-
aði áhuga bóka-
varða á rannsókna-
og sérfræðibóka-
söfnum og al-
mennings- og skóla-
bókasöfnum á að
sameinast um
samning á landsvísu um aðgang að gagnasöfnum.
Kannað var hversu mörg gagnasöfn þyrfti að semja
um og hver kostnaðurinn væri við slíkar áskriftir.
Nefndin gerði verðkönnun og kynnti sér einnig þjón-
ustu og vöruframboð nokkurra birgja. Eftir að hafa
skoðað gagnasöfn og verðupplýsingar birgja var Ijóst
að mikill hagur var af því að semja á landsvísu. Birgj-
ar vildu semja sérstaklega við einkafyrirtæki. Nefnd-
armenn funduðu með fulltrúum hliðstæðra nefnda á
Norðurlöndunum þar sem Norðurlandabúar voru að
vinna við samskonar verkefni. Ýmislegt var hægt að
gera í samvinnu við þá og læra af reynslu þeirra.
Nefndin lagði til að áskriftum að gagnasöfnum
yrði forgangsraðað í þrjá flokka og samið um áskriftir
í þremur áföngum. Heildarkostnaður við þessa þrjá
Kennslustund í rómuersfeum sfeóla. Lágmynd frá 3. öld.
36
BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001