Bókasafnið - 01.01.2001, Síða 44

Bókasafnið - 01.01.2001, Síða 44
um notkun á einstökum gagnasöfnum svo gera megi viðeigandi breytingar, t.d. á fjölda gagnasafna og um- fangi þeirra, þ.e. til hvaða tímabils þau taka og hvort verið er að fá aðgang að öllum texta þeirra heimilda sem gagnasöfnin hafa að geyma o.s.frv. Verkefni og verkefnisstjórn Nefndin fjallaði um hvernig best mætti standa að frekari framkvæmd eftir að störfum hennar lyki, það er samningagerð, innri markaðsfærslu og þjónustu við viðskiptavini. Hér er ekki um einskiptisverkefni að ræða heldur er verkefnið viðvarandi. Annars staðar á Norðurlöndunum eru sér- stakar stofnanir sem þessi mál heyra undir sbr. Viðauka 2: Staðan d Norðurlöndunum. (Um aðgang bókasafna... 1999, bls. 29) Nefndin telur ekki rétt að rasa um ráð fram og leggur því ekki til að sér- stök stofnun fjalli um þessi mál, a.m.k. ekki að sinni. í stað þess leggur nefndin til að stofnað verði til tíma- bundins verkefnis um fram- kvæmdina, t.d. til 3ja ára. Að þeim tíma liðnum er lagt til að málið verði skoðað á ný í ljósi fenginnar reynslu og með hliðsjón af því hvernig aðgangsmál að gagnasöfn- um eins og hér um ræðir þróast á tímabilinu. Nefndin leggur til að framkvæmdin verði í höndum verktaka og verkefnissþómar sem mennta- málaráðherra skipar. í verkefninu, sem um ræðir, eru 5 áhersluatriði: 1. Almennt kynningarstarf 2. Könnun á þörfum bókasafna, stofnana og einstaklinga 3. Samningagerð 4. Innri markaðsfærsla 5. Þjónusta Hvað varðar val á verktaka vill nefndin benda á að um ýmsa valkosti er að ræða. Verktakinn getur verið stofnun eða fyrirtæki sem hefur nauðsynlega að- stöðu og metnað til að taka verkið að sér. Ennfremur þarf verktakinn ekki nauðsynlega að vera á höfuð- borgarsvæðinu. Verktakinn getur verið hvar sem er á landinu þar sem áhugi, þekking og einhver reynsla er til staðar, auk góðrar fjarskiptatengingar. Nefndin hefur einkum skoðað tvo möguleika, annars vegar Reykjavík og hins vegar Akureyri. í Reykjavík eru ýmsar stofnanir sem geta komið til greina sem verk- takar. Má þar sérstaklega nefna Landsbókasafn ís- lands - Háskólabókasafn, sem uppfyllir öll ofan- greind skilyrði. Það gerir Háskólinn á Akureyri líka. Skólinn hefur yfir að ráða mjög góðri fjarfundaað- stöðu, sem nefndin hefur oft notað í starfi sínu. Leiða má líkur að því að verkefnisstjórnin verði að stórum hluta skipuð fólki af Reykjavíkursvæðinu. Ef við bæt- ist að verktakinn er líka af höfuðborgarsvæðinu er vægi landsbyggðarinnar í verkefninu orðið æði lítið. Með tilliti til þessa og við- horfa í byggðamálum leggur nefndin til að athugað verði hvort unnt er að gera verk- takasamning við Bókasafn Háskólans á Akureyri. Akur- eyri er skólabær með skóla- hefð. í Háskólanum á Akur- eyri er þekking, áhugi og nokkur reynsla til staðar. Akureyri er vel í sveit sett með tilliti til samgangna og fjarskipta. Við háskólann er öll aðstaða góð, t.d. húsnæði og fjarfundaaðstaða. Sigrún Magnúsdóttir, yfir- bókavörður við Háskólann á Akureyri og einn nefndar- manna, hefur tekið mjög virkan þátt í starfi nefndar- innar. Með vali á Háskólan- um á Akureyri sem verktaka er tryggt að allar upplýsing- ar sem nefndin hefur safnað og niðurstöður prófana sem nefndin hefur gengist fyrir séu til staðar og nýtist verktakanum milliliðalaust. Að mati nefndarinnar þarf verktakinn að fá sem samsvarar tveimur nýjum stöðugildum meðan á verkefninu stendur. Hér er annars vegar um að ræða bókasafnsfræðing og hins vegar tölvufræðing. Auk þess þarf að koma til lögfræðiaðstoð við gerð samn- inga. Nefndin telur að slík aðstoð sé best fengin aðkeypt og a.m.k. að hluta til erlendis frá. Nefndin leggur til að verkefnisstjórnina skipi 5 menn: • Menntamálaráðuneytið: 1 fulltrúi án til- nefningar • Bókavarðafélag íslands: 2 fulltrúar • frá rannsóknabókasöfnum: 1 fulltrúi • frá almennings- og skólasöfnum 1 fulltrúi • Samband íslenskra sveitarfélaga: 1 fulltrúi • Rannís: 1 fulltrúi Hildegard von Bingen. Smámyndfrá 12. öld. 42 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.