Bókasafnið - 01.01.2001, Síða 46

Bókasafnið - 01.01.2001, Síða 46
Lagt er til að verkefnisstjórnin starfi í umboði menntamálaráðherra og beri ábyrgð á verkefninu. Lagt er til að verkefnisstjórnin undirbúi samninginn við verktaka og einn fulltrúi verktaka starfi með verk- efnisstjórninni. Lagt er til að árlega skili verkefnis- stjórnin skýrslu til menntamálaráðuneytisins um framgang verkefnisins á liðnu ári og helstu viðfangs- efni og áhersluatriði nýs árs. Lagt er til að verkefnið verði fjármagnað að mestu af menntamálaráðu- neytinu, en þó er gert ráð fyrir að bókasöfnin greiði hluta kostnaðar við aðgang að gagnasöfnum. Starfssvið verktaka Starfssvið verktaka er víðfeðmt og þarf að taka til samninga við seljendur aðgangs að gagnasöfnum, almenns kynningarstarfs og námskeiðahalds fyrir notendur, umsjónar með notkunar- og tölfræðiyfir- litum, umsjónar með greiðslum fýrir aðgang að gagnasöfnum, reksturs á notendaviðmóti og þjón- ustu við notendur bæði af tæknilegum og bókfræði- legum toga. Einnig þarf verktaki að meta gæði vöru og þjónustu sem keypt er og leggja fram tillögur um úr- bætur fyrir stjórn verkefnisins. Nefndin leggur til að aðgangur að gagnasöfnum verði um Internetið þar sem slíkt er til staðar en að öðrum kosti verði samið um kaup á geisladiskum. Tenging við gagnasöfn verður bæði með IP tölum og lykilorðum. Gert er ráð fyrir að nota viðmót hvers og eins seljanda, að minnsta kosti til að byrja með. Á Norðurlöndunum er verið að huga að gerð notenda- viðmóts vegna landssamninga þar og upp hafa kom- ið hugmyndir um norrænt samstarf hvað þetta snert- ir. Telur nefndin sjálfsagt að fylgjast vel með því sem þar gerist og taka þátt í norrænu verkefni ef til þess kemur. Lagt er til að gerð verði heimasíða á íslensku með tenglum í þau gagnasöfn sem í boði verða. Gera þarf þá kröfu til verktaka að hann geti veitt aðstoð við notendur bæði í gegnum síma og með því að tengjast þeim yfir Interetið. Huga þarf vel að tæknibúnaði bókasafna og skóla. Án þess að gerð hafi verið sérstök athugun á því má gera ráð fyrir að nokkuð skorti bæði á tölvubúnað bókasafna og skóla og nægilega góða Internettengingu. Leggja þarf mikla áherslu á að þjálfa starfsfólk bókasafna og skóla svo að það geti leiðbeint um notkun á gagnasöfnum. Þetta er afar mikilvægt því til lítils er að fjárfesta í aðgangi ef síðan skortir tækni- búnað og kunnáttu til að nota gögnin. Samningagerð og kostnaður Markaður fyrir rafrænar upplýsingar vex óðum. Sam- fara þessum vexti hafa orðið þær breytingar að fram- boðið hefur færst á færri hendur en áður. Minni fyrir- tæki eru keypt upp eða ganga til samvinnu við stærri fyrirtæki. Þessi þróun hefur bæði jákvæðar og nei- kvæðar hliðar, sérstaklega fyrir fámennar þjóðir eins og okkur íslendinga. Jákvætt er að stærri einingar eru betur í stakk búnar fjárhagslega til að þróa vöruna og halda henni við. Neikvæða hliðin er að með samein- ingu og uppkaupum á smærri fyrirtækjum færist markaðurinn á hendur færri aðila, samkeppni minnkar og verður í sumum tilfellum engin. Samn- ingsaðstaða kaupenda verður erfið, sérstaklega þegar um litla kaupendur er að ræða. Jafnvel þótt allt ísland sameinist um innkaup eru kaupin samt of lítil til að bæta samningsaðstöðuna að einhverju ráði. Til að vera betur í stakk búin til að meta stöðuna og ráð- leggja um hana gerði nefndin verðkönnun meðal seljenda gagnasafna. Verðið sem í boði er er yfirleitt reiknað út frá tveimur forsendum: fjölda stofnana og skóla eða landinu öllu. íslenskar stofnanir eru litlar og skólar fámennir á heimsmælikvarða og lands- menn afar fáir á sama kvarða. Seljendur eru yfirleitt ekki tilbúnir að taka neitt tillit til stærðar stofnana, skóla eða þjóðar. Einingaverð miðast við miklu stærri einingar en hér er um að ræða. Til að mæta þessu eru einkum tvær leiðir: • Langdregnar samningaviðræður, oft á æðstu stöðum, þar sem ekki er fyrst og fremst skírskotað til viðskiptalegra sjónarmiða heldur t.d. menningarlegs arðs, menningar- sögulegs gildis o.s.frv. Slíkar viðræður geta verið afar erfiðar og leiða ekki í öllum tilfell- um til sigurs. • Að slást í hóp með öðrum og gera sameigin- lega samninga. Liggur þá beinast við að slást í hópinn með öðrum Norðurlöndum. Þau lönd hafa líka lent í erfiðleikum með samninga við birgja gagnasafna, sbr. Við- aufea 2: Staðan á Norðurlöndunum. (Um að- gang bókasafna...l999, bls. 29) Á fundum, sem nefndarmenn hafa sótt með fulltrúum Norðurlandanna, hefur komið fram vilji til samvinnu og það af sömu ástæðum og að ofan er getið enda þótt Noregur skeri sig þar nokkuð úr. Það gerir samvinnu við Norðurlöndin einkar fýsilega að þörfin í öllum þessum löndum er mjög svipuð, það er verið að tala um sömu gagnasöfnin og við sömu birgjana. Ástæðan er mjög öflugt norrænt samstarf á mörgum sviðum sem endurspeglast í svipuðum þörf- um og óskum um aðgang. Hér er því greinilega um samnorrænt málefni að ræða. Norrænt samstarf á sviði bókasafna hefur lengi verið við lýði. Nefna má NORDINFO, stofnun á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar til stuðnings rannsókna- og sérfræði- bókasöfnum og NORDBOK-verkefnið fyrir almenn- ingsbókasöfn, en hvorutveggja er fjármagnað af 44 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.