Bókasafnið - 01.01.2001, Síða 47
Norðurlöndunum sameiginlega. í nýlegri úttekt á
NORDINFO er sérstök áhersla lögð á hlutverk NORD-
INFO í sambandi við breytingarnar sem eru að verða
á safnkosti rannsóknabókasafna frá því að vera
prentuð gögn yfir í aðgang að rafrænum gagnasöfn-
um. Því eru það augljósir samnorrænir hagsmunir að
rafrænn aðgangur að gagnasöfnum fyrir bókasöfn,
skóla og einstaklinga sé sem greiðastur og að hann
strandi ekki á því að ekki náist viðunandi samningar
við birgja vegna smæðar einstakra landa. Þetta mál er
mjög mikilvægt og þess eðlis að rík ástæða væri fyrir
fulltrúa íslands í norrænu samstarfi, eins og t.d.
NORDINFO, að taka málið upp á þeim vettvangi og
leita hófanna á æðstu stöðum um virkt samstarf
Norðurlandanna um val og innkaup á aðgangi að
gagnasöfnum. Eins er full ástæða til að þjóðirnar ræði
hvernig staðið hefur verið að fjármögnun slíks að-
gangs í löndunum. Norræna ráðherranefndin um
upplýsingasamfélagið er einnig mjög ákjósanlegur
vettvangur fyrir umræðu af þessu tagi þar sem málið
snertir öll Norðurlöndin og „NORDISK NYTTE" blasir
við í þessu máli öllu.
Mikilvægt er að fram komi að hvað fjármögnum
varðar skiptast Norðurlandaþjóðirnar í tvo hópa.
Finnar og Danir hafa valið þá leið að fjármagna að-
gang að gagnasöfnum og þjónustu honum tengda
sérstaklega og alfarið af hinu opinbera en Norðmenn
og Svíar hafa valið að nýta það fjármagn sem veitt er
til bókasafna og skóla jafnframt ríkisframlagi til að
opna aðgang að gagnasöfnum.
Nefndin leggur til að málið verði tekið upp í nor-
rænu samstarfi, sem brýnt samnorrænt viðfangsefni.
Jafnframt er lagt til að á sama tíma verði farið út í
íslenskt tilraunaverkefni sem verði fjármagnað sér-
staklega. í tilraunaverkefninu er lagt til að leitað verði
eftir norrænu samstarfi eins og kostur er.
Nefndin leggur til að áskriftum að gagnasöfnum
verði forgangsraðað í þrjá flokka og samið um
áskriftir í þremur áföngum.
1. Áskriftir að gagnasöfnum sem samkvæmt
þarfagreiningu nefndarinnar voru mikil-
vægust og ná jafnframt yfir flest fræðasvið.
2. Hagstæðir samningar um dýr gagnasöfn
sem nýtast þröngum hópi, t.d. í læknavís-
indum og raungreinum. Einnig verði samið
um aðgang að rafrænum tímaritum.
3. Áskriftir að gagnasöfnum sem minni þörf
er fyrir.
Heildarkostnaður við þessa þrjá áfanga gæti orðið
um það bil 50 milljónir króna meðan á tilraunaverk-
efninu stendur. Þessi kostnaður er eingöngu vegna
áskrifta að gagnasöfnunum.
Kostnaður við aðgang að gagnasöfnunum í fyrsta
áfanga er áætlaður 10,8 milljónir króna á ári. Nefndin
leggur til að við fjármögnun hans verði valin finnska-
/danska leiðin og kostnaður verði fjármagnaður
alfarið með fjárveitingum frá hinu opinbera.
í öðrum áfanga er kostnaður við aðgang að nauð-
synlegum gagnagrunnum áætlaður 7 milljónir króna
á ári. Hér leggur nefndin til að látið verði reyna á
norsk/sænsku leiðina og söfnin greiði fyrir aðganginn
sjálf. Einnig telur nefndin rétt að kanna aðgang bóka-
safna að rafrænum tímaritum, en í því sambandi
bendir nefndin á að áætlað er að um þessar mundir
séu keyptar áskriftir að prentuðum tímaritum fyrir
um 75 til 100 milljónir króna. Hér er tækifæri sem
þarf að kanna nánar til hagræðingar og sparnaðar
með rafrænum áskriftum .
Þriðji áfangi er framtíðarverkefni sem þarf að
skoða nánar en lauslega áætlaður kostnaður við
hann er um 10 milljónir króna á ári.
Lagt er til að stofnað verði til tímabundins verk-
efnis um framkvæmdina, t.d. til 3ja ára, og að þeim
tíma liðnum verði málið endurskoðað.
Kostnaðaráætlun
Áfangi 1: Gagnasöfn sem fyrir eru ásamt viðbótum:
Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna fyrsta áfanga
verði alfarið fjármagnaður með fjárveitingum frá
hinu opinbera. Markmiðið er að gera gagnasöfnin og
aðganginn að þeim sýnilegan og festa notkun þeirra í
sessi. Einnig er óhjákvæmilegt að gefa verkefnis-
stjórninni og verktakanum fjárhagslegt bolmagn til
að semja við birgja. Að hluta til er hér um markaðs-
kostnað að ræða. Hér er um nauðsynlegar viðbætur
við þau gagnasöfn sem fyrir eru að ræða, sbr. niður-
stöður þarfagreiningar nefndarinnar.
Viðbætur:
Svið Birgir Millj. kr Samningur
Alfræðaorðabók EB 1,1 Allt landið
Sj ávarútvegsmál Tækni og tölvumál Heilbrigðismál Fræðslumál Félagsmál Tækni og tölvumál CSA Ei Village 2,8 0,5 Norrænn
Landbúnaður Líffræði og lífeðlisfræði Matvælaiðnaður Silver Platter 6,4 (tilboð til 1.9.99)
Samtals 10,8
BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
45