Bókasafnið - 01.01.2001, Page 51

Bókasafnið - 01.01.2001, Page 51
Erna G. Árnadóttir Landsaðgangur að rafrænum tímaritum - Könnun á viðhorfi bókasafna • Haukur Ingibergsson, formaður, tilnefndur af menntamálaráðherra, • Eydís Arnviðardóttir, tilnefnd af Rannsókna- ráði íslands (RANNÍS), • Gísli Sverrir Árnason, tilnefndur af Sam- bandi íslenskra sveita- félaga, • Sólveig Þorsteinsdótt- ir, tilnefnd af Upplýs- ingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræða, • Þorsteinn Hallgríms- son, tilnefndur af Lands- bókasafni Íslands-Há- skólabókasafni. Verkefnisstjórninni er m.a. ætlað að kanna tilboð um 1. Inngangur í janúar 2000 skipaði menntamálaráðherra fimm full- trúa í verkefnisstjórn um aðgang að gagnasöfnum. Verkefnisstjórnina skipa: Meðal þess sem nefndin lagði til var að könnuð yrði þörf bókasafna fyrir aðgang að rafrænum tímaritum og samið um hann á landsvísu. Nefndin lagði einnig til að skipuð yrði verkefnis- stjórn. aðgang að gagnasöfnum og koma með tillögur til menntamálaráðuneytis um kaup á aðgangi á landsvísu, tilhögun aðgangs og fjármögnun. Ennfremur er lagt til að stjórnin leiti eftir samvinnu við önnur Norðurlönd um sameigin- legan aðgang að gagnasöfnum. Aðdragandinn að því að verkefnisstjórnin var skipuð var sá að vorið 1998 skipaði menntamálaráð- herra nefnd um aðgang bókasafna, stofnana og ein- staklinga að erlendum og innlendum gagnasöfnum. í þeirri nefnd voru Sólveig Þorsteinsdóttir, formaður, Andrea Jóhannsdóttir, Jón Þór Þórhallsson og Sigrún Magnúsdóttir og skiluðu þau skýrslu í apríl 1999. 2. Landsaðgangur að rafrænum tímaritum Fljótlega eftir að verkefnis- stjóm um aðgang að gagna- söfnum tók til starfa var farið að kanna möguleika á að semja um aðgang að rafrænum tímaritum á landsvísu. Á ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Stafræna bókasafnið - aðgangur bókasafna að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum“ og haldin var í Háskól- anum á Akureyri 10. mars 2000, komu nokkrir fulltrú- ar gagnagrunna og helstu birgja s.s. Swets og Ebsco. Verkefnisstjórnin fundaði með þessum aðilum og í þeim viðræðum kom fram að ýmsar upplýsingar yrðu að liggja fyrir áður en hægt væri að hefja viðræður um landssamning um aðgang að rafrænum tímaritum. Þær upplýsingar sem m.a. þurfti að hafa voru: fjöldi notenda, hvaða tímarit væru keypt frá hverjum útgefanda og hvaða tímarit eru nú keypt í prentaðri áskrift frá helstu útgefendum. Þessar upplýsingar voru ekki allar tiltækar í þeim kerfum sem í notkun eru. Erna G. Árnadóttir bókasafns- og upplýsingafræð- ingur var ráðin til að gera skrá yfir helstu erlendu tímaritin sem nú eru keypt í áskrift hjá hinum ýmsu Skrifari gœgist gegnum gat á Gregoríus 5. páfa. Smámynd frá 10. öld. BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001 49

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.