Bókasafnið - 01.01.2001, Page 58
Yfirlit um bókasöfn í Slóueníu
Háskólabókasöfn
Heildarsafnkosturinn í Landsbókasafni Slóveníu -
Háskólabókasafni nemur um 2.2. milljónum safn-
gagna, en í spjaldskrárskápum safnsins eru yfir 8
milljónir bókfræðifærslna og auk þess um 300.000
bókfræðifærslur í bókasafnskerfi safnsins, beinlínu-
gagnagrunni, þar með talin Samskrá Slóveníu. Heim-
sóknir í safnið voru 235.000 árið 1996, þar af eru um
11.400 skráðir lánþegar, en 65% þeirra eru stúdentar.
Þjóðarbókhlöðunni var ætlað að rúma hið mesta
210.000 bindi á 8.110 m2 miðað við 236 lessæti.
Síðan Háskólinn í Ljubljana var stofnaður 1919 eru
stofnanir hans orðnar á þriðja tug og háskóladeildir
hátt á annan tug. Á þriðja þúsund kennarar og rann-
sóknafólk starfa við háskólann og yfir 25 þúsund
stúdentar innritast árlega. Þarna er auk aðalsafnsins
í um stórt miðsafn á sviði tækni að ræða. Auk þess
eru starfrækt um 60 deildabókasöfn og eru sum
þeirra fyrst og fremst rannsóknabókasöfn.
Annað háskólabókasafn er í Maribor. Safnið í
Maribor var stofnað fyrir rúmum áratug. Deildabóka-
söfn eru 6. Við háskólann starfa um 700 háskólakenn-
arar og hálfur annar tugur þúsunda stúdenta stundar
þar nám. Háskólabókasöfnin og deildabókasöfn þeirra
heyra undir háskólasafnakerfið á hvorum stað og
einnig eru þau hluti af bókasafnakerfi Slóveníu.
Bókasöfnin em misstór og áherslur mismunandi.
Safnkostur deildabókasafna er mjög fjölbreytilegur og
endurspeglar þarfir deilda og rannsóknasviða. í þjóðar-
bókhlöðunni í Ljubljana starfar tengiliður sem fer með
ráðgjafar- og eftirlitshutverk og gerir einnig skýrslur um
safnstarfsemina í háskólageiranum. Samkvæmt skýrsl-
um frá 1996 er safnkostur háskólabókasafna og deilda-
bókasafna alls um 3.180.000 eintök og tímarit í áskrift
nema 10.500 titlum. Safngestir vom alls 1.130.000
(105.000 með lánþegaskírteini) og fagmenntað starfslið
285 manns. Lánuð vom 2.900.000 eintök. Auk safndeilda
á vegum háskólanna tveggja, í Ljubljana og Maribor,
tengjast sérfræðisöfn í Slóveníu háskólunum á einn eða
annan hátt. Öll miða þau að því að uppfylla upplýsinga-
þarfir vísinda- og rannsóknarmanna auk stúdenta í öll-
um greinum. Samvinna safnanna er sérstaklega mikil-
væg á sviði vísinda og tækni, þar sem efnið berst þeim
alls staðar að úr heiminum. Upplýsingar um það sem til
er í slóvenskum söfnum og hvaða safn á það og hvar það
er staðsett, þarf að setja inn í bókfræðibankana með for-
gangshraða. Áherslur í efnisöflun em mismunandi eftir
söfnum og safndeildum.
Sérfræðisöfn
Miklar og hraðar breytingar hafa átt sér stað í sér-
safnageiranum í Slóveníu, flestar jákvæðar en einnig
sumar í neikvæða átt. í langflestum tilvikum eru sér-
söfnin ósjálfstæðar deildir eða svið innan stærri
stofnana eða fyrirtækja, bæði opinberra og í einka-
geiranum, og þar af leiðandi eru þau um flest háð
ákvörðunum og örlögum þeirra stofnana sem þau eru
hluti af. Pólitískar og efnahagslegar breytingar hafa
iðulega afdrifarík áhrif og á síðustu árum hefa mörg
sérsöfn lagt upp laupana en önnur ný orðið til á sama
tíma. Sérsöfn teljast skv. nýjustu aðgengilegum yfir-
litum vera hátt í 170. Skv. yfirliti frá 1994 var safnkost-
ur í sérsöfnum samtals 873.000 eintök og tímarit í
áskrift nema 11.450 titlum. Gestir í þessum söfnum
voru um 90.000 (14.200 með lánþegaskírteini) og sér-
fræðingar á söfnum um 180.
Almenningsbókasöfn
Það sem einkennir einkum almenningsbókasöfn í
Slóveníu er hversu opin þau eru almenningi. Þetta
má skýra með uppruna þeirra, en hann má rekja
aftur til ársins 1569 þegar fyrsta almenna safnið var
stofnað í héraðinu Carniola. Frumkvöðull að stofnun
þess var Primoz Trubar og er hann talinn upphafs-
maður slóvenskrar safnahefðar. Á millistríðsárunum
fjölgaði mjög almenningsbókasöfnum og stóðu ýmist
stjórnmálaflokkar, sveitar- og/eða borgarstjórnir eða
þá skólar að stofnun þeirra. Fyrir 1940 hafði þessum
söfnum fjölgað upp í 850 og samtals áttu þau 580.000
eintök. Borgarbókasöfn voru samt í raun einu söfnin
sem voru rekin í samræmi við þær faglegu forsendur
sem voru í gildi á þeim tíma. Eftir heimsstyrjöldina
síðari voru almenningsbókasöfn opinberlega viður-
kennd sem þjónusta við almenning og var sú staða
þeirra staðfest 1961 með fyrstu slóvensku lögunum
um bókasöfn. Samhliða þeim voru rekin bókasöfn
sem skipulögð voru á vegum stéttasamtaka og stofn-
ana og áttu að þjóna lestrarþörf almennings. í byggða-
miðstöðvum og félagsheimilum voru sett á stofn al-
menningsbókasöfn þar sem nokkur handbókakostur
var til og starfræktar voru átthagadeildir. Þarna var
hægt að rannsaka héraðs- og byggðasögu. Þessi bóka-
söfn gengu undir sameiginlegu heiti sem á íslensku
mætti útleggja sem rannsóknarvinnusöfn.
Á árinu 1971 var komið á bókasafnssamvinnuneti,
sem allar tegundir safna tóku þátt í. Var þetta gert til
að mæta mennta- og upplýsingaþörf hins almenna
notanda, menningarstarfsemi og skemmtun í senn. í
bókasafnslögum frá 1982 eru skilyrðisbundin ákvæði
um samvinnu almenningsbókasafna við aðrar teg-
undir safna og var ætlunin að byggja upp með þess-
um hætti einstakt upplýsingakerfi í Slóveníu. Árið
1985 voru samþykktar reglur um stjórnun þeirra, starf-
semi og þjónustu.
Samkvæmt skýrslum frá 1996 voru miðsöfn í
Slóveníu 60 með tilheyrandi 229 fastaþjónustustöðv-
ar og 656 bókabílastöðvar fyrir 8 bókabíla, ennfremur
nutu nokkrar byggðir fastaþjónustu bókabíla. Samt
sem áður voru þá 88 byggðir enn án nokkurs konar
56
BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001