Bókasafnið - 01.01.2001, Qupperneq 58

Bókasafnið - 01.01.2001, Qupperneq 58
Yfirlit um bókasöfn í Slóueníu Háskólabókasöfn Heildarsafnkosturinn í Landsbókasafni Slóveníu - Háskólabókasafni nemur um 2.2. milljónum safn- gagna, en í spjaldskrárskápum safnsins eru yfir 8 milljónir bókfræðifærslna og auk þess um 300.000 bókfræðifærslur í bókasafnskerfi safnsins, beinlínu- gagnagrunni, þar með talin Samskrá Slóveníu. Heim- sóknir í safnið voru 235.000 árið 1996, þar af eru um 11.400 skráðir lánþegar, en 65% þeirra eru stúdentar. Þjóðarbókhlöðunni var ætlað að rúma hið mesta 210.000 bindi á 8.110 m2 miðað við 236 lessæti. Síðan Háskólinn í Ljubljana var stofnaður 1919 eru stofnanir hans orðnar á þriðja tug og háskóladeildir hátt á annan tug. Á þriðja þúsund kennarar og rann- sóknafólk starfa við háskólann og yfir 25 þúsund stúdentar innritast árlega. Þarna er auk aðalsafnsins í um stórt miðsafn á sviði tækni að ræða. Auk þess eru starfrækt um 60 deildabókasöfn og eru sum þeirra fyrst og fremst rannsóknabókasöfn. Annað háskólabókasafn er í Maribor. Safnið í Maribor var stofnað fyrir rúmum áratug. Deildabóka- söfn eru 6. Við háskólann starfa um 700 háskólakenn- arar og hálfur annar tugur þúsunda stúdenta stundar þar nám. Háskólabókasöfnin og deildabókasöfn þeirra heyra undir háskólasafnakerfið á hvorum stað og einnig eru þau hluti af bókasafnakerfi Slóveníu. Bókasöfnin em misstór og áherslur mismunandi. Safnkostur deildabókasafna er mjög fjölbreytilegur og endurspeglar þarfir deilda og rannsóknasviða. í þjóðar- bókhlöðunni í Ljubljana starfar tengiliður sem fer með ráðgjafar- og eftirlitshutverk og gerir einnig skýrslur um safnstarfsemina í háskólageiranum. Samkvæmt skýrsl- um frá 1996 er safnkostur háskólabókasafna og deilda- bókasafna alls um 3.180.000 eintök og tímarit í áskrift nema 10.500 titlum. Safngestir vom alls 1.130.000 (105.000 með lánþegaskírteini) og fagmenntað starfslið 285 manns. Lánuð vom 2.900.000 eintök. Auk safndeilda á vegum háskólanna tveggja, í Ljubljana og Maribor, tengjast sérfræðisöfn í Slóveníu háskólunum á einn eða annan hátt. Öll miða þau að því að uppfylla upplýsinga- þarfir vísinda- og rannsóknarmanna auk stúdenta í öll- um greinum. Samvinna safnanna er sérstaklega mikil- væg á sviði vísinda og tækni, þar sem efnið berst þeim alls staðar að úr heiminum. Upplýsingar um það sem til er í slóvenskum söfnum og hvaða safn á það og hvar það er staðsett, þarf að setja inn í bókfræðibankana með for- gangshraða. Áherslur í efnisöflun em mismunandi eftir söfnum og safndeildum. Sérfræðisöfn Miklar og hraðar breytingar hafa átt sér stað í sér- safnageiranum í Slóveníu, flestar jákvæðar en einnig sumar í neikvæða átt. í langflestum tilvikum eru sér- söfnin ósjálfstæðar deildir eða svið innan stærri stofnana eða fyrirtækja, bæði opinberra og í einka- geiranum, og þar af leiðandi eru þau um flest háð ákvörðunum og örlögum þeirra stofnana sem þau eru hluti af. Pólitískar og efnahagslegar breytingar hafa iðulega afdrifarík áhrif og á síðustu árum hefa mörg sérsöfn lagt upp laupana en önnur ný orðið til á sama tíma. Sérsöfn teljast skv. nýjustu aðgengilegum yfir- litum vera hátt í 170. Skv. yfirliti frá 1994 var safnkost- ur í sérsöfnum samtals 873.000 eintök og tímarit í áskrift nema 11.450 titlum. Gestir í þessum söfnum voru um 90.000 (14.200 með lánþegaskírteini) og sér- fræðingar á söfnum um 180. Almenningsbókasöfn Það sem einkennir einkum almenningsbókasöfn í Slóveníu er hversu opin þau eru almenningi. Þetta má skýra með uppruna þeirra, en hann má rekja aftur til ársins 1569 þegar fyrsta almenna safnið var stofnað í héraðinu Carniola. Frumkvöðull að stofnun þess var Primoz Trubar og er hann talinn upphafs- maður slóvenskrar safnahefðar. Á millistríðsárunum fjölgaði mjög almenningsbókasöfnum og stóðu ýmist stjórnmálaflokkar, sveitar- og/eða borgarstjórnir eða þá skólar að stofnun þeirra. Fyrir 1940 hafði þessum söfnum fjölgað upp í 850 og samtals áttu þau 580.000 eintök. Borgarbókasöfn voru samt í raun einu söfnin sem voru rekin í samræmi við þær faglegu forsendur sem voru í gildi á þeim tíma. Eftir heimsstyrjöldina síðari voru almenningsbókasöfn opinberlega viður- kennd sem þjónusta við almenning og var sú staða þeirra staðfest 1961 með fyrstu slóvensku lögunum um bókasöfn. Samhliða þeim voru rekin bókasöfn sem skipulögð voru á vegum stéttasamtaka og stofn- ana og áttu að þjóna lestrarþörf almennings. í byggða- miðstöðvum og félagsheimilum voru sett á stofn al- menningsbókasöfn þar sem nokkur handbókakostur var til og starfræktar voru átthagadeildir. Þarna var hægt að rannsaka héraðs- og byggðasögu. Þessi bóka- söfn gengu undir sameiginlegu heiti sem á íslensku mætti útleggja sem rannsóknarvinnusöfn. Á árinu 1971 var komið á bókasafnssamvinnuneti, sem allar tegundir safna tóku þátt í. Var þetta gert til að mæta mennta- og upplýsingaþörf hins almenna notanda, menningarstarfsemi og skemmtun í senn. í bókasafnslögum frá 1982 eru skilyrðisbundin ákvæði um samvinnu almenningsbókasafna við aðrar teg- undir safna og var ætlunin að byggja upp með þess- um hætti einstakt upplýsingakerfi í Slóveníu. Árið 1985 voru samþykktar reglur um stjórnun þeirra, starf- semi og þjónustu. Samkvæmt skýrslum frá 1996 voru miðsöfn í Slóveníu 60 með tilheyrandi 229 fastaþjónustustöðv- ar og 656 bókabílastöðvar fyrir 8 bókabíla, ennfremur nutu nokkrar byggðir fastaþjónustu bókabíla. Samt sem áður voru þá 88 byggðir enn án nokkurs konar 56 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.