Bókasafnið - 01.01.2001, Síða 59

Bókasafnið - 01.01.2001, Síða 59
bókasafnsþjónustu. Miðbókasöfn í hverri byggð hafa umsjón með samhæfingu í bókasafnsmálum og fram- þróun á þessu sviði hvert í sínu byggðarlagi. Þar með telsf upplýsinga- og fréttaþjónusta á sviði bókasafns- og upplýsingafræði, stuðningur við menntun bókasafns- og upplýsingafræðinga, ásamt ráðgjafarþjónustu á sviði skipulagningar bókasafna, flokkunar og skráningar í umboði Landsbókasafns Slóveníu - Háskólabókasafns. Miðsöfnin eru jafnframt upplýsinga- ogbyggðasögumið- stöðvar. Eftir því sem byggðimar em fólksfleiri er þetta hlutverk safnanna umfangsmeira og em þau flokkuð eftir því. Bókasöfn I og II em í byggðum með fleiri en 50.000 íbúum og þau hafa skyldum að gegna við minni almenningsbókasöfnin og einnig skyldur við Lands- bókasafn Slóveníu - Háskólabókasafn, sem hefur yfir- umsjón með slóvenska safnakerfinu í heild. Komið hefur verið á vel skipulagðri sérþjónustu fyrir fullorðna alls staðar innan slóvenska bókasafna- kerfisins og sérstök áhersla verið lögð á þjónustu við börn og unglinga undir 15 ára aldri. Mörg almenn- ingsbókasöfn hafa sérdeildir fyrir börn (listaverk, leikföng, tónlist, átthagaefni) og sum þeirra eru að leita nýrra aðferða til að ná betur til tiltekinna mark- hópa, eins og t.d. ungs fólks, aldraðra, sjúklinga o.fl. Ráðgjafi í Landsbókasafni Slóveníu - Háskóla- bókasafni sér um að rétt sé staðið að faglegum mál- um í þeim almenningabókasöfnum (I og II) sem veita minni söfnum þjónustu og hafa eftirlit með þeim í umboði Landsbókasafnsins. Safnkostur almennings- bókasafna af þessari gráðu ver 6.504.000 bindi og sér- fræðingar safnanna um 770. Þjónusta var veitt 5.780.000 safngestum (þar af 426.000 korthöfum, en það jafngildir 21% af þjóðinni), en um 37% barna og unglinga nota almenningsbókasöfnin. Öll miðsöfn, að meðtöldum 37 útibúum, hafa aðgang að Samskrá Slóveníu og Interneti. Skólabókasöfn Tölulegt yfirlit fyrir árið 1996 sýnir að skólabókasöfn voru þá 646 en skólabörn um 312.000. Safnkostur er mjög mismunandi eftir stærð og skólastigum, en heildareintakafjöldi var rúmlega 6 milljón bindi. Oft er um minna en heilt stöðugildi að ræða í skólabóka- safni. Meiri hluti safnanna notar einkatölvur (PC) fyrir safnstarfið en mörg taka þó einnig þátt í Sam- skrá Slóveníu. Sameiginlegt bókasafnskerfi, skráningarsamvinna og bókfræðiþjónusta (COBISS) Skráningarsniðið UNIMARC var samþykkt af þjóð- bókasafnaráði fyrrum Júgóslavíu árið 1987 til sam- skráningar og samnýtingar færslna í bókasafnskerfi. Upplýsingafræðistofnuninni í Maribor, Slóveníu, var þá fengið það hlutverk að hýsa kerfið og bera ábyrgð á þróun hugbúnaðar sem hentugur væri fyrir dreifða gagnavinnslu í stóru netkerfi. Vísinda- og tækniráðu- neyti sambandsríkja Júgóslavíu veitti fé fyrir vél- búnaði, hugbúnaði og tengibúnaði sem nýttist þeim söfnum sem tóku þátt í kerfisþróuninni. Gegnum þessa skráningarsamvinnu hafa verið byggðir upp staðbundnir gagnabankar í heimakerfum sam- vinnusafnanna og á sama tíma miðlæg samskrá sem margir leggja saman í. Árangurinn er samræmd bók- fræðilýsing annars vegar og hins vegar lýsing á safn- gagni sem aðeins eitt safn á. Eintakstengingar eru eftir þörfum. Skrásetjarar í hinum ýmsu söfnum skrá sjálfstætt hver fyrir sitt safn, en jafnframt verða upp- lýsingarnar hluti af sameiginlegu skránni. Samskráin (sameiginlegi gagnabankinn) hefur í reynd fram- kvæmdavald yfir nafnmyndum í færslum samskrár- innar og býður upp á góðar upplýsingaheimtur hvar sem er í netkerfinu. Helstu kerfisþættir eru skráning- arþáttur, almenningsaðgangur (OPAC), aðföng, tíma- ritahald, útlánaþáttur, millisafnalán og upplýsinga- heimt úr öðrum kerfum. Staðbundnar skrár / Bein- línuaðgangur er fyrir alla notendur að staðbundnum skrám, þ.e. skrám einstakra safna og einnig að sam- skránni án nokkurra sérstakra takmarkana. Öllum stofnunum er heimilt að gerast þátttakendur í skrán- ingarsamvinnunni að því tilskildu að þau uppfylli þau skilyrði sem sett eru, þ.e. upplýsingagæði og VAX/VMS-samhæfðan tölvubúnað. Ákvarðanavaldið er í höndum Landsbókasafnsins og þess sem rekur kerfið, en áður en ákvörðun er tekin fer fram ná- kvæm athugun á gagnasafninu sem um er að ræða hverju sinni. Heimildir og netföng: Guðrún Karlsdóttir: The Icelandic Perspective on Library Terminology - Some Reflections on How a Small Language Can Survive in the Global Village of Today. - Útdráttur í: Dictionaries of Library Terminology - Selection, Arrange- ment and Presentation of Lexicographic Material - Inter- national Conference. Kanic, Ivan (mynd og æviágrip) http://www2.arnes.si/~ljnuk4/index_eng.html Kanic, Ivan: Library Information System of Slovenia http://www2.arnes.si/~ljnuk4/slo-sys.html Landsbókasafn Slóveníu - Háskólabókasafn Aðallestrarsalur Landsbókasafns Slóveníu - Háskólabóka- safns http://www2.arnes.si/~ljnuk4/citalnica.jpg Landsbókasafn Slóveníu - Háskólabókasafn Núverandi Þjóðarbókhlaða http://www.nuk.uni-lj.si/ Landsbókasafn Slóveníu - Háskólabókasafn Nýja þjóðarbókhlöðubyggingin, skv. teikningu http://www.mzt.si/mzt/images/ukl.gif Lyceum bókasafnið http://www2.ames.si/~ljnuk4/licejka.jpg BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001 57

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.