Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 65

Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 65
Lestur Lestur er ein dýrðlegasta leiðin til að efla and- ann, hjartans mennt og góðan smekk. Hann veitir dægradvöl, ánægju, huggun, uppörvun, upphafningu sálarinnar, útvíkkun þekkingar, fágun og göfgun tungutaksins. Við lestur kynnumst við hugsun viturra manna, tilfmningum fagurra sálna, kenningum og dáðum göfugmenna, og við gerum okkur ljóst hvernig slíkir hugsa og breyta. Lesturinn er jafn menntandi og sú umgengni við fólk sem hann kann að koma í staðinn fyrir. Lestur- inn hefur það fram yfir félagsskap við aðra að auð- veldara er að losa sig við vondan rithöfund en vondan félaga. Lesið samt ekki aðeins þær bækur sem koma hug- arfluginu af stað, heldur fyrst og fremst þær sem veita hugsun yðar, skilningi og anda heilbrigða næringu; ekki aðeins frásagnir af fegraðri veröld, heldur af hinni raunverulegu veröld; ekki aðeins skáldsög- ur, heldur einnig ferða- lýsingar, ævisögur, sagnfræðirit og trú- arleg fræðslurit; les- ið bestu verk hinna bestu skálda; verk sem með anda sínum skerpa anda yðar, eða opna augu yðar fyrir hamingju og verð- ugum verkefnum heimilislífsins. Alvarlegar bækur eru eins og undir- stöðufæða okkar, skemmtilestur er eins og krydd eða ábætir. Forðist alla andlausa, lítilþörlega eða vonda lesningu; sneiðið umfram allt hjá sérhverri þeirri ósiðlegu skáld- sögu sem eitrar hjartað, sem virðist keppa vísvitandi að því að æsa upp ímyndunaraflið með glannalegum myndum og svívirðilegum hugmyndum, svo að ekki vakni með yður ótímabærar ástríður, sem grafa undan hugarró yðar og sakleysi; og hneppa í fjötra heilsu yðar, hamingju og líf. Haldið yður ávallt við það besta og hreinasta, það innihaldsríkasta og verðmætasta. Margar eru skáldsögurnar en fáar þeirra eru óskaðlegar með öllu hvað siðsemi varðar. Öruggast væri því að lesa alls engar. Ef þér getið hins vegar ekki neitað yður alveg um þessa nautn, þá veljið þær óskaðlegustu, t.d. sögur eftir kynsystur yðar eða sög- ur sem skynsamar og göfugar konur hafa mælt með við yður. Siðlátar skáldsögur af betra taginu geta hresst andann að loknu dagsverki eða eftir lestur erfiðra bóka. Hófleg ást á skáldsögum, þó svo að þær séu af bestu tegund, gæti hins vegar auðveldlega vakið upp með yður kröfur um rómantískt líf, leitt yður út í hugaróra og gert venjuleg viðfangsefni lífsins viður- styggileg í yðar augum. Lesið ekki heldur of mikið af öðrum ritum svo lestrarhneigð yðar snúist ekki í lestraræði og iðju- leysi. Af of miklum lestri dofnar hugurinn fremur en hressist, og næringin sem þér veitið honum meltist jafn illa ogfræ það sprettur sem of þétt er sáð, jafnvel í frjóustu jörð. Einnig í þessu skulið þér því tileinka yður hóf- semi, og gerið það ekki að lífsviðurværi sem aðeins á að vera krydd. Lesið þá heldur lítið, en lesið vandlega, þ.e.a.s. með athygli og umhugsun. Látið allt sem þér lesið verða yður til mennt- unar, merkið við feg- urstu staði góðra bóka, gerið útdrætti úr þeim og lesið oft eða lærið utanað. Notið það sem þér lesið avinlega sem um- hugsunarefni og sem leið til þess að göfga hjarta yðar, þannig að það verði skynsamara og betra, því aðeins þannig verð- ur lestur fyllilega menntandi og frjósamur fyrir anda og hjarta. Að lesa án gagns fyrir hjarta og sál er það sama og að sá en vilja ekki uppskera. Lestur góðra rita er einnig besta, ef til vill eina, leiðin til þess að móta góðan ritstíl. Líkið því eftir þeim rithöfundum, sem til fyrirmyndar eru, og lærið að skrifa eins og þeir hafa skrifað. Gefið sérstakan gaum orðatiltækjum, stílbrigðum og fágun málsins í góðum ritverkum. Reynið sem oftast að greina hugs- anir höfundarins frá orðalaginu, og leitist síðan við að setja þær fram í nýjum búningi, í eigin orðum. Hugs- un yðar mun þá af sjálfu sér blandast þeirri sem framandi er og samtvinnast henni. Þér munið ekki aðeins njóta þeirrar ánægju að skrifa, heldur einnig að hugsa, þannig að sómi sé að. Úr bófeinni Wie soll sich eine Jungfrau tuúrdig bildenP Lehren der Moral und Lebensfelugheit als sicherer Fuhrer beim Eintritt in der Welt e/tir dr. Carl Ludtuig Renner, útg. af F. Campe í Núrnberg 1822. Þýðing: S.E. BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.