Bókatíðindi - 01.12.2014, Qupperneq 3
1
EfnisyfirlitB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
Kæru bókakaupendur,
Í slenskur bókamarkaður er einstakur og það er
ekki að ástæðulausu sem við viljum kalla okkur
bókaþjóð. Á Íslandi gefa fleiri en 100 aðilar út bækur
á hverju ári og í ár eru skráðar yfir 600 nýjar bækur í
Bókatíðindin. Sjaldan eða aldrei hafa verið gefnar út
fleiri íslenskar skáldsögur og í ár, og enn meiri ánægju
vekur mikill fjöldi barna- og unglingabóka, en á árinu
eru gefnar út tæplega 200 nýjar í þeim flokki.
Eitt af því sem gerir íslenskan bókamarkað svo ein-
stakan eru Bókatíðindin sem þú heldur nú á, en hvergi
í heiminum eru borin út tíðindi nánast allrar útgáfu
ársins, inn á hvert heimili. Að fá Bókatíðindin í hendur
markar í hugum margra upphaf jólahaldsins, enda jóla-
bókaflóðið afar skemmtilegur hluti hátíðanna. Sú ríka
hefð okkar að gefa bækur til jólagjafa er hornsteinn
íslenskrar bókaútgáfu og það sem gerir það litla krafta-
verk sem bókaútgáfa á Íslandi er mögulega.
Í ár er nokkur útlitsbreyting gerð á Bókatíðindunum,
með það að markmiði að bæta framsetningu og
aðgengi. Nú má finna táknmyndir undir kápumyndum
allra bóka sem segja til um fáanleg útgáfuform, hvort
sem um er að ræða prentaða bók, rafbók eða hljóðbók
og samhliða eru felldir niður sérstakir kaflar um ein-
stök útgáfuform.
Tveir nýir kaflar eru einnig kynntir til sögunnar í
Bókatíðindum ársins, íslenskar og þýddar ungmenna-
bækur. Þarna eru á ferðinni bækur fyrir stálpaða ung-
linga og ungt fólk sem áður voru flokkaðar ýmist með
barnabókum eða skáldverkum fyrir fullorðna.
Framundan eru frábær bókajól!
Egill Örn Jóhannsson
Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda
BÓK ATÍÐ INDI 2014
Útgef andi: Félag íslenskra bóka út gef enda
Bar óns stíg 5
101 Reykja vík
Sími: 511 8020
Netf.: fibut@fibut.is
Vef ur: www.fibut.is
Hönn un kápu: Gunnar Karlsson og Ámundi Sigurðsson
Ábm.: Benedikt Kristjánsson
Upp lag: 125.000
Umbrot, prent un Oddi,
og bók band: umhverfisvottuð prentsmiðja
Dreifing: Íslandspóstur hf.
ISSN 1028-6748
Barna- og unglingabækur
Íslenskar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2
Þýddar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16
Ungmennabækur
Íslenskar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32
Þýddar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33
Skáld verk
Íslensk. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36
Þýdd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50
Ljóð og leikrit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 59
Listir og ljósmyndir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 66
Saga, ættfræði og héraðslýsingar . . . . . . . . . . . . 70
Ævi sög ur og end ur minn ing ar. . . . . . . . . . . . . . . . 73
Matur og drykkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78
Fræði og bækur almenns efnis . . . . . . . . . . . . . . 82
Útivist, tómstundir og íþróttir . . . . . . . . . . . . . . . 114
Höf unda skrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 125
Útgef end askrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 133
Bók sal askrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 136
Titl askrá. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 138
Skrá yfir raf- og hljóðbækur . . . . . . . . . . . . . . . . . 144
Undir kápumyndum allra bóka
má nú finna tákn sem vísa til
útgáfuforms. Táknskýringar
má finna neðst á öllum
kynningarblaðsíðum.
A Gormabók
B Harðspjalda bók – allar blaðsíður
úr hörðum pappír
C Hljóðbók
D Innbundin bók – kápuspjöld
úr hörðum pappír
E Kilja
F Rafbók
G Sveigjanleg kápa – líkt og kilja
en í annarri stærð
Nýjung í Bókatíðindum