Bókatíðindi - 01.12.2014, Page 5
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa 3
Barnabækur ÍSLENSKAR B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
D
Dimmuþríleikurinn 2
Ljósin í Dimmuborg
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Myndskr.: Högni Sigurþórsson
Myrkur og drungi hafa lagst yfir
Dimmuborg í Mángalíu og íbúarnir
óttast hið versta. Draumar og dular-
fullt kort ásamt leiðsögn um gamlar
ferðaleiðir eru meðal þess sem vöðl-
ungarnir snjöllu, Míría, Kraki og Pói,
geta notfært sér við leitina að ljós-
orkusteininum.
239 bls.
Dimma
Endur
útgáfa
D
Dimmuþríleikurinn 3
Dimmubókin
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Myndskr.: Högni Sigurþórsson
Addi verður þess áskynja í skemmti-
ferð til Írlands að til er ævafornt hand-
rit sem heitir Dimmubókin. Hann
telur víst að það tengist sögunum
um vöðlunga og Mángalíu. Allsendis
óvænt lendir hann á framandi slóðum
og upplifir töframátt orða. Ævintýra-
heimur vöðlunga í nýju ljósi.
222 bls.
Dimma
D
Draugagangur á Skuggaskeri
Sigrún Eldjárn
Strokubörnin eru fundin en neita að
snúa heim. Sumarið er fram undan og
Skuggasker er heimsins besti staður.
Eða hvað? Getur verið að hér sé eitt-
hvað hættulegt á sveimi? Spennandi
og ríkulega myndskreytt framhald
sögunnar Strokubörnin á Skuggaskeri.
206 bls.
Forlagið – Mál og menning
D
Ekki á vísan að róa
Egill Eðvarðsson
Í þessari líflegu vísnabók mætir til
leiks fjöldinn allur af sérlega áhuga-
verðum persónum en það er deg-
inum ljósara að það er engan veginn á
vísan að róa! Sjónvarpsmaðurinn Egill
Eðvarðsson sýnir hér á sér nýja og
óvænta hlið í máli og myndum í bók
sem bætir, hressir og kætir.
48 bls.
Veröld
E
Benjamín dúfa
Friðrik Erlingsson
Sagan um Benjamín dúfu og vini hans
er ein vinsælasta barnabók síðari tíma
og hefur skilið eftir sig djúp spor hjá
nokkrum kynslóðum íslenskra les-
enda. Nú fáanleg í kilju!
134 bls.
Veröld
Endur
útgáfa
E
Bestu barnabrandararnir
Frábærlega fyndnir
Ýmsir höfundar
Stútfull bók af frábærum bröndurum
sem henta fyrir alla aldurshópa og
ætti hún án nokkurs vafa að vera til
hvar sem er.
80 bls.
Bókaútgáfan Hólar
D
Blómin á þakinu
Blómin á þakinu
Die grüne Großmutter
Flowers on the roof
Les fleures sur le toit
Ingibjörg Sigurðardóttir
Myndir: Brian Pilkington
Sagan um ömmuna sem flutti sveitina
með sér í borgina kom fyrst út 1985
og er löngu orðin sígild. Þessi glæsi-
lega endurútgáfa af bókinni kemur út
á íslensku, ensku, þýsku og frönsku.
27 bls.
Forlagið – Mál og menning
Endur
útgáfa
D
Dimmuþríleikurinn 1
Brúin yfir Dimmu
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Myndskr.: Högni Sigurþórsson
Á bökkum hinnar illúðlegu Dimmu
hafa vöðlungar búið um langan aldur.
Friðsöm fjölskyldan í Stöpli er þar
engin undantekning, en dag einn
verða óvæntir atburðir og Kraki,
Míría og Pói litli komast að leyndar-
dómi sem leiðir þau út í óvissuna.
196 bls.
DimmaEndur
útgáfa