Bókatíðindi - 01.12.2014, Page 10
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa8
Barnabækur ÍSLENSKAR B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
G
Krummahöllin, Puti í
kexinu og Strandið í ánni
Björn Daníelsson
Björn Daníelsson (1920–1974) var
rithöfundur og skólastjóri á Sauðár-
króki. Hér eru endurútgefnar þrjár
af barnabókum hans, tvær ætlaðar
byrjendum í lestri með upphaflegum
myndskreytingum Sigrid Valtingojer
og ein falleg saga fyrir lesendur á
öllum aldri með nýjum myndum eftir
Lindu Ólafsdóttur.
1826 bls.
Bókabeitan
Endur
útgáfa
G
Kuggur 11 og 12
Ferðaflækjur
Listahátíð
Sigrún Eldjárn
Tvær nýjar sögur um Kugg, Mosa og
skemmtilegu mæðgurnar. Í annarri
láta þau til sín taka á Listahátíð í
Reykjavík en í hinni flakka þau um
landið og lesandinn þarf að hjálpa
Kuggi að leysa ýmsar þrautir sem
verða á vegi hans.
32 bls.
Forlagið – Mál og menning
G
Leikjabók Latabæjar
Magnús Scheving
Tómstundabók sem spriklar af fjöri
eins og allt sem frá Íþróttaálfinum
kemur! Alls konar þrautir og verkefni
sem börnin geta unað við og sprellað
yfir. Yfir 50 límmiðar af Glanna glæp,
Sollu stirðu og félögum.
64 bls.
Sögur útgáfa
D
Ótrúleg ævintýri afa
Leitin að Blóðey
Guðni Líndal Benediktsson
Myndir: Ivan Capelli
Kvöld eitt ákveður afi gamli að trúa
Kristjáni fyrir æsilegri sögu um
galdramenn og ninjur, ljónhesta og
dreka, ófreskjur og tröll. Afi segir að
sagan sé sönn en þó er hún ótrúlegri
en nokkuð sem Kristján hefur heyrt.
Bókin hlaut Íslensku barnabókaverð-
launin 2014.
184 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
D F
Kamilla Vindmylla
og svikamillurnar
Hilmar Örn Óskarsson
Hin málglaða Kamilla Vindmylla er
mætt aftur og þarf að kljást við algjör-
lega nýtt vandamál. Vandamál sem er
furðulegt og framandi þótt hún þekki
það jafn rækilega og sína eigin spegil-
mynd. Vinir hennar eru þó ekki langt
undan þegar gamall andstæðingur
mætir með liðsauka sem er engu líkur
– og þó …
142 bls.
Bókabeitan
D
Kanínan sem fékk
ALDREI nóg
Huginn Þór Grétarsson
Myndskr.: Brad D. Nault
Hér er á ferð gamansöm en jafnframt
beinskeytt gagnrýni á græðgi; ásókn
í að eignast alltaf meira og meira og
gefa sér aldrei tíma til að njóta ávaxta
lífsins. Lesandinn lærir að sá er sæll
er sínu ann og allt er gott í hófi. Bók
fyrir börn og fullorðna á öllum aldri.
40 bls.
Óðinsauga ÚtgáfaEndur
útgáfa
D
Knúsbókin
Jóna Valborg Árnadóttir
Myndir: Elsa Nielsen
Í heimsókn hjá ömmu opnast Sólu
heill heimur ævintýra sem virðist í
fyrstu alls ekki hættulaus. Hrífandi
samtímaævintýri sem hvetur bæði
börn og fullorðna til forvitnilegra
heilabrota. Sjálfstætt framhald Bros-
bókarinnar sem var tilnefnd til Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna
2013.
41 bls.
Forlagið – Mál og menning
D
Kroppurinn er kraftaverk
Sigrún Daníelsdóttir
Myndir: Björk Bjarkadóttir
Þessi fallega bók kennir börnum að
þykja vænt um líkama sinn, hugsa
vel um hann og bera virðingu fyrir
líkömum annarra. Það er mikilvægt
veganesti sem öll börn ættu að fá að
taka með sér út í lífið.
34 bls.
Forlagið – Mál og menning