Bókatíðindi - 01.12.2014, Síða 16
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa14
Barnabækur ÍSLENSKAR B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
D
Tröllastrákurinn eignast vini
Sigríður Arnardóttir
Myndskr.: Freydís Kristjánsdóttir
Sérlega skemmtileg og þroskandi
saga eftir Sigríði Arnardóttur – Sirrý
– með gullfallegum og líflegum
myndum Freydísar Kristjánsdóttur.
Bókinni fylgir geisladiskur með lestri
Kristjáns Franklíns Magnús leikara á
sögunni.
32 bls.
Veröld
G
Umhverfis Ísland í
30 tilraunum
Ævar Þór Benediktsson
Hér setur Ævar vísindamaður Ísland
undir smásjána og rannsakar allt sem
fyrir augu ber. Skrítin, skemmtileg,
fyndin og forvitnileg bók fyrir krakka
á öllum aldri, stútfull af fróðleik, sög-
um, þjóðsögum og fjölbreyttum til-
raunum sem hægt er að gera á ferða-
lagi eða heima.
288 bls.
Forlagið – Mál og menning
D
Vinur minn, vindurinn
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Rok, gola eða logn? Amma segir að
það sé gluggaveður og afi horfir á
veðurspána. Kisa finnst hins vegar
skemmtilegast að elta laufblöðin
þegar hvessir. Í þessari undurfallegu
barnabók er umfjöllunarefnið uppá-
haldsumræðuefni Íslendinga á öllum
aldri – veðrið.
32 bls.
Töfraland
D
Vísindabók Villa 2
Vilhelm Anton Jónsson
Vísindabók Villa sló rækilega í gegn
í fyrra og hér heldur Villi áfram að
fjalla á skemmtilegan og einfaldan
hátt um undur alheimsins og vís-
indanna, meðal annars dínamít, loft-
hjúpinn, andefni, steingervinga og
snjókorn. Bókin geymir auk þess
fjölda skemmtilegra tilrauna.
97 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
E
Spurningabókin 2014
Hver eru grimmustu farartækin?
Bjarni Þór Guðjónsson og
Guðjón Ingi Eiríksson
Hvaða stjörnumerki er hvorki dýr
né maður? Hverrar þjóðar er knatt-
spyrnumaðurinn Radamel Falcao?
Hvað verða blóðsugur eftir að hafa
orðið 100 ára? Hvaða ávöxt borðuðu
goðin til að halda sér ungum? Þetta
og margar fleiri spurningar um allt
milli himins og jarðar.
80 bls.
Bókaútgáfan Hólar
D
Stafaleikurinn
Huginn Þór Grétarsson
Myndskr.: Michael D. Perez
Frábær bók til að læra að þekkja
stafi og orð. Hentar vel til að kenna
börnum að lesa. Bókin er í raun leik-
ur sem gengur út á að þátttakendur
láta sér detta í hug orð sem byrja á
ákveðnum staf. Þannig æfir lesandinn
sig í að hlusta eftir því hvernig orðin
eru skrifuð. Að lokum geta börn lesið
orðin.
56 bls.
Óðinsauga Útgáfa
D
Sögur úr Biblíunni handa
börnum á Norðurlöndum
Hér fá 15 myndskreytar og 15 rit-
höfundar á Norðurlöndum að túlka
sögur Biblíunnar í myndum og máli
út frá sjónarhóli barna. Hér ríkir
gleði og kímni í fræðandi sögum
Biblíunnar og gerð áhugaverð tilraun
til að færa biblíusögurnar til þeirra,
endursegja þær út frá hugarheimi
norrænna barna. Fjörleg frásögn fyrir
sex ára og eldri.
154 bls.
Skálholtsútgáfan
G
Söngur snáksins
Eyrún Ósk Jónsdóttir og
Helgi Sverrisson
Lára á sér marga drauma. Hana lang-
ar til að eignast kærasta, ganga eftir
Kínamúrnum, læra leiklist, fljúga í
loftbelg, borða krókódíl, stofna minn-
ingarsjóð um litla bróður ofl.
En hlutir geta farið úr skorðum og
Lára á auðvelt með að rata í vand-
ræði. Er rétt að ræna banka til að
hjálpa nauðstöddum börnum?
250 bls.
Jófríðarstaðir