Bókatíðindi - 01.12.2014, Page 31
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa 29
Barnabækur ÞÝDDAR B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
D
Víkingarnir
Norrænir sæfarar og vígamenn
Robert Macleod
Þýð.: Jón Yngvi Jóhannsson
Hér geta lesendur ferðast aftur í tím-
ann á vit rúna, ránsferða og fornra
sagna um víkinga! Þessi stóra og
glæsilega bók segir sögu víkinganna í
máli og myndum fyrir börn frá 8 ára
aldri og alla fjölskylduna.
80 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
E
Óvættaför 14
Vængjaði hesturinn Skor
Adam Blade
Þýð.: Árni Árnason
Fjórtánda bókin í ævintýraflokknum
Óvættaför. Galdrakarlinn svarti hefur
látið sex hryllilega óvætti handsama
verndarvætti Avantíu og er þeim
haldið föngnum í Myrkraríkinu. Tom
og Elenna takast á hendur hættulegt
ferðalag í von um að sigrast á einum
óvættanna.
128 bls.
IÐNÚ útgáfa
D
Yngismeyjar
Louisa May Alcott
Ein vinsælasta skáldsaga síðari tíma.
Bókin segir uppvaxtarsögu fjögurra
systra – hinnar fögru og dygðugu
Möggu, strákastelpunnar Jóu, hinnar
blíðlyndu Betu og ofdekruðu Önnu
litlu. Einstaklega hugljúf og skemmti-
leg saga sem hefur heillað kynslóðir
lesenda.
200 bls.
Ugla
D
Trolls islandeses
Brian Pilkington
Þýð.: Fabio Teixidó
Sígild bók Brians Pilkingtons um ís-
lensku tröllin kemur nú í fyrsta sinn
út á spænsku en er einnig fáanleg á
ensku, þýsku, frönsku og íslensku.
27 bls.
Forlagið – Mál og menning
D
Tommi Teits
Undraheimurinn minn
Liz Pichon
Þýð.: Gerður Kristný
Tommi Teits er með fjörugasta
ímyndunarafl sem sögur fara af og
nýtir það yfirleitt í að falsa bréf til
skólans eða hrekkja stóru systur sína.
Sögurnar um Tomma eru frábær
blanda af skemmtilegum texta og
flottum myndum sem hafa heillað
krakka um allan heim.
249 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
B
Velkominn í heiminn,
ungi litli
Hristibók með hljóði andarungans
Þýð.: Berglind Kristjánsdóttir
Við tjörnina er lítill ungi að skoða
umhverfið sitt í fyrsta skipti.
Hristu bókina til að heyra í litla
unganum og gera söguna meira
spennandi.
Góð bók fyrir börn frá tveggja ára
aldri.
20 bls.
Setberg bókaútgáfa
G
Verum vinir
Vinnubók handa börnum
til að efla félagsfærni
Dr. Lawrence E Shapiro og Julia Holmes
Þýð.: Helga Arnfríður Haraldsdóttir
Verkefnin í þessari bók eru skemmti-
leg, fræðandi og mjög gagnleg. Bókin
er ætluð börnum á grunnskólaaldri,
en nýtist öllum sem vilja efla félags-
hæfni sína.
140 bls.
Áhrifarík ráð
www.penninn.is | www.eymundsson.is
KÖTTUR ÚT Í
MÝRI...