Bókatíðindi - 01.12.2014, Síða 46
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa44
Skáldverk ÍSLENSK B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
E
Of mörg orð
Þroskasaga tiltölulega
ungrar konu í góðæri
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
Höfundur veltir fyrir sér íslensku
samfélagi, þunglyndi, barneignum ofl.
„Það er dauður maður sem ekki
hlær hundrað sinnum upphátt er hann
les þessa bók í hljóði.“ Guðmundur
Brynjólfsson, Facebook, 5. maí 2014.
„Kalt mat. Fín bók.“ Þorgeir
Tryggvason, Facebook, 14. apríl 2014.
178 bls.
Snotra ehf
D F
Ókyrrð
Jón Óttar Ólafsson
Lögreglumaðurinn Davíð fær tor-
kennileg skilaboð um að koma til
Cambridge. Morguninn eftir berst
lögreglunni í Reykjavík hjálparbeiðni
vegna morðs á íslenskum eðlisfræði-
stúdent sem var að rannsaka ókyrrð
í lofti – við Cambridge-háskóla.
Hlustað (2013) hefur þegar komið út í
Noregi og Frakklandi.
292 bls.
Bjartur
G
Popular Hits 3
Hugleikur Dagsson
Þriðja og jafnframt seinasta bókin í
þessari vinsælu ritröð. Eins og í fyrri
bókum skoðar teiknarinn Hugleikur
Dagsson hér fjölda þekktra dægur-
laga (sem eru bara góðra gjalda verð)
í nýju ljósi. Útkoman er trú þeirri ís-
köldu, flugbeittu fyndni sem Hug-
leikur er þekktur fyrir um víða veröld.
Á ensku.
72 bls.
Forlagið – Ókeibæ
D
Rogastanz
Ingibjörg Reynisdóttir
Frábærlega fjörug og skemmtileg saga
frá metsöluhöfundinum Ingjibjörgu
Reynisdóttur um ótrúlega karaktera í
Reykjavík. Frásögnin er byggð á sönn-
um atburðum! Nútímakona reynir að
fóta sig í tilverunni, en annars staðar
er maður sem hefur – að því er virð-
ist – atvinnu af því að stunda kynlíf.
Eða hvað?
320 bls.
Sögur útgáfa
E
Mýrin
Arnaldur Indriðason
Ný útgáfa á þekktustu og vinsælustu
bók Arnaldar; fyrstu metsölubókinni
um Erlend og félaga. Mýrin hefur
komið út á um fjörutíu tungumálum,
hlotið virt verðlaun víða um heim
og verið kvikmynduð. ★★★★★ De
Telegraaf „… dýpri en flestar glæpa-
sögur …“ The Independent
280 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
Endur
útgáfa
D E
Mörður
Bjarni Harðarson
Bókin er skrifuð í orðastað Marðar
Valgarðssonar. Í bókinni gengur höf-
undur á hólm við hefðbundna sýn Ís-
lendinga á Njálssögu sem og kristni-
tökunni árið 1000. „Bráðskemmtileg
aflestrar.“ (Einar Falur, Mbl. 23. sept.
2014). Kemur út í kilju og innbundin.
80 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
D F C
Hljóðbók frá Skynjun
Þorvaldur Davíð Kristjánsson les
Náttblinda
Ragnar Jónasson
Lögreglumaður á Siglufirði er skotinn
með haglabyssu af stuttu færi um
miðja nótt. Ung kona flýr þangað
norður undan ofbeldisfullum sam-
býlismanni. Og sjúklingur er lagður
inn á geðdeild í Reykjavík gegn vilja
sínum. Mögnuð glæpasaga sem þegar
hefur verið seld til Bretlands!
279 bls. / Hljóðbókarútgáfa óstytt
Veröld
E
Of Icelandic Nobles
& Idiot Savants
Þórbergur Þórðarson
Þýð.: Hallberg Hallmundsson og
Julian Meldon D’Arcy
Sýnisbók á ensku: kaflar úr þekktustu
skrifum Þórbergs; það fyndnasta en
einnig það hugdjarfasta, samanber
bréf hans til nazista.
213 bls.
Brú – Forlag
Dreifing: Forlagið – JPV útgafa