Bókatíðindi - 01.12.2014, Blaðsíða 51
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa 49
Skáldverk ÍSLENSK B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
D
Þrír sneru aftur
Guðbergur Bergsson
Á einangraðan stað suður með sjó,
þar sem aldrei gerist neitt, berast
fregnir af átökum heimsstyrjaldar-
innar. Höfundur dregur upp hárbeitta
mynd af samfélagi á tímamótum, af
eilífri baráttu manneskjunnar fyrir
tilveru sinni, glímu við fáfræði og
fásinni, sannleika og lygi, heimsku og
græðgi.
214 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
D F
Öræfi
Ófeigur Sigurðsson
Hálf íslenskur örnefnafræðingur kem-
ur til landsins frá Austurríki í rann-
sóknarleiðangur inn á Vatnajökul
og ætlar einnig að vitja um vettvang
hroðalegs glæps sem framinn var
fyrir tuttugu árum í Öræfasveit og
bitnaði á móður hans. Þetta er magn-
aður óður um öræfi íslenskrar nátt-
úru og menningar.
352 bls.
Forlagið – Mál og menning
G
You are Nothing
Hugleikur Dagsson
Nýtt safnrit með drepfyndnum en
einstaklega óviðeigandi skopmyndum
Hugleiks Dagssonar. Efnistökin eru
kunnugleg; meðal annars er tæpt á
tímaflakki, firringu, líkamsvessum,
sifjaspelli, appelsínuhúð og auðvitað
krúttlegum höfrungum – allt með
hæfilegum skammti af notalegri kald-
hæðni. Á ensku.
224 bls.
Forlagið – Ókeibæ
E
Þessi týpa
Björg Magnúsdóttir
Líf fjögurra vinkvenna snýst ekki um
strákaleit. Vináttan er teygð og toguð,
kynhneigðir endurskilgreindar, prin-
sipp brotin, sjálfsmyndir styrktar og
farið á sveitaball. Stundum er grenjað
en oftar veinað af hlátri. Sjálfstætt
framhald skáldsögunnar Ekki þessi
týpa sem kom út 2013.
261 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
heimkaup.is
Allar bækurnar
í Bókatíðindum ...í einum smelli
Frí heimsending ef pantað er fyrir meira en 4.000 krónur. Afhendum sama kvöld á höfuðborgarsvæðinu og daginn eftir víðast hvar annarsstaðar!