Bókatíðindi - 01.12.2014, Blaðsíða 52
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa50
S
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
ÞÝDD
Skáldverk
E F
Að gæta bróður míns
Antti Tuomainen
Þýð.: Sigurður Karlsson
Fyndin og átakanleg saga um feður og
syni. Klaus Haapala hefur alltaf haldið
sig á mjóum vegi dyggðarinnar, öfugt
við föður sinn og afa. En einn dag-
inn hrynur veröld hans til grunna ...
Frábær saga eftir höfund verðlauna-
bókarinnar Græðarans.
213 bls.
Forlagið – Mál og menning
E C
Hljóðbók frá Hljóðbók.is
Þórunn Hjartardóttir les
Amma biður að heilsa
Fredrik Backman
Þýð.: Jón Daníelsson
Ein vinsælasta bók ársins 2014! Ein-
stök saga um ofurhetjur úr hvers-
dagslífinu sem eiga erfitt með að fóta
sig í veruleikanum. Ný saga eftir höf-
und metsölubókarinnar Maður sem
heitir Ove. „Bækur sem fá mig bæði
til að hlæja og gráta verðskulda hæstu
einkunn.“ Expressen Söndag
486 bls./900 mín.
Veröld
E
Basil fursti 8. hefti
Raunir Stellu
Niels Gustav Meyn (Óþekktur höf.)
Í Basil fursta koma fyrir reglulega
fagrar glæpadrósir og það eru sko
engar dúkkulísur! En ungu, saklausu,
fallegu og viðfelldnu stúlkurnar koma
einnig við sögu.
Engar verðlaunabókmenntir en
merkilegt að söguhetjurnar þérast
með furstann í fararbroddi.
Hafið þér lesið Basil fursta?
80 bls.
Vestfirska forlagið
Endur
útgáfa
E
Beðið fyrir brottnumdum
Jennifer Clement
Þýð.: Ingunn Snædal
Áhrifamikil saga úr smáþorpi í
Mexíkó þar sem það er stórhættu-
legt að vera stúlka og mæður dulbúa
dætur sem syni. „Eldfjörug skáldsaga
en um leið afar áhrifamikill óður til
kvenpersóna bókarinnar, um lífsgleði
þeirra og tryggð, vináttu, ástríður og
ást – en líka um mátt skáldskaparins.“
NEON
216 bls.
Bjartur
F
Bókaþjófurinn
Markus Zusak
Þýð.: Ísak Harðarson
Í Þýskalandi nasismans er dauðinn
sífellt nálægur. Lísella litla er send í
fóstur og byrjar að lesa fyrir sjálfa sig
og aðra – en hún verður að stela bók-
unum sem hún les. Hrífandi saga um
hugrekki, manngæsku, ást, ótta og
ótrúlega grimmd, sem var í 240 vikur
á metsölulista New York Times.
Forlagið – JPV útgáfa
Endur
útgáfa
E
[Buzz]
Anders de la Motte
Þýð.: Jón Daníelsson
Henrik Petterson hefur það gott í
Dubai eftir að hafa sloppið úr „Leikn-
um“ með fullar hendur fjár. En nú
dregst hann á ný inn í ógnandi að-
stæður þar sem erfitt er að henda
reiður á því hvað er sýndarveruleiki
og hvað rammasta alvara. Æsispenn-
andi framhald af bókinni [geim].
438 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell