Bókatíðindi - 01.12.2014, Side 61
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa 59
L
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
Ljóð og leikrit
E
A Potpourri of Icelandic
Poetry Through Eleven
Centuries
Egill Skallagrímsson, Kolbeinn
Tumason, Hallgrímur Pétursson, Jónas
Hallgrímsson, ofl. ofl.; alls 34 skáld.
Þýð.: Hallberg Hallmundsson
Bókin fannst í tölvu Hallbergs Hall-
mundssonar þegar hann dó árið 2011.
Snilldarþýðingar allt frá Agli Skalla-
grímssyni til Jónasar Þorbergssonar.
243 bls.
Brú – Forlag
Dreifing: Forlagið – JPV útgafa
E
Afmælisbréf
Ted Hughes
Þýð.: Hallberg Hallmundsson
og Árni Blandon
Verðlaunað uppgjör breska lárviðar-
skáldsins við hjónaband sitt og banda-
rísku skáldkonunnar Sylviu Plath. Það
tók Ted 30 ár að safna kjarki til að gefa
bókina; hjónabandið endaði með að-
skilnaði og sjálfsvígi Sylviu frá tveimur
ungum börnum þeirra.
198 bls.
Brú – Forlag
Dreifing: Forlagið – JPV útgafa
D
Árleysi árs og alda
Bjarki Karlsson
Myndskr.: Matthildur Margrét
Árnadóttir
Viðhafnarútgáfa sem inniheldur bæði
kveðskapinn úr hinni vinsælu bók
Árleysi alda sem út kom í fyrra og
annað eins af nýju efni. Kemur í öskju
ásamt hljóðbók og 21 lags hljómdiski
með ljóðum úr bókinni. Skálmöld,
Megas, Erpur, helstu óperusöngvarar
okkar og fl. fara þar á kostum.
128 bls.
Almenna bókafélagið (BF-útgáfa)
G
Bláar hýasintur
Adelaide Crapsey
Þýð.: Magnús Sigurðsson
Bandaríska skáldkonan Adelaide
Crapsey (1878–1914) lést ung úr
berklum og orti ekki nema tæplega
100 ljóð á stuttri ævi. Í ljóðum hennar
má þó greina ein fyrstu merki þeirra
miklu breytinga sem urðu á ensku-
mælandi ljóðlist í upphafi 20. aldar,
líkt og þýðandi rekur í inngangi.
64 bls.
Dimma
G
Brennur
Stefán Bogi Sveinsson
Brennur býður upp á heitar tilfinn-
ingar, kerskni, háð og jafnvel ádeilu í
bland. Höfundurinn opnar sig inn að
hjartarótum og býður lesandanum að
deila með sér djúpri sorg og efa, en
líka ást, þrá og von. Stefán Bogi hefur
vakið athygli fyrir vasklega fram-
göngu í spurningakeppninni Útsvari.
Brennur er hans fyrsta ljóðabók.
56 bls.
Hási kisi/ Hrafnkell Lárusson
G
Dagar og nætur í Buenos Aires
Ólöf Ingólfsdóttir
Leiftrandi textabrot mynda ferðasögu
frá Buenos Aires þar sem höfundur
lagði drög að dansverki, kynnti sér
tangólífið og iðandi mannlíf borgar-
innar.
Ólöf er dansari og danshöfundur
og hefur einkum starfað á því sviði
síðastliðin 20 ár. Dagar og nætur í
Buenos Aires er hennar fyrsta bók.
54 bls.
Nikka forlag