Bókatíðindi - 01.12.2014, Page 63
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa 61
Ljóð og leikritB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
G
Kátt skinn (og gloría)
Sigurbjörg Þrastardóttir
Myndir: Birta Fróðadóttir
Sigurbjörg Þrastardóttir hlaut Bók-
menntaverðlaun Tómasar Guð-
mundssonar fyrir skáldsöguna Sólar
sögu og tilnefningu til Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs fyrir
ljóðsöguna Blysfarir. Kátt skinn (og
gloría) er áttunda ljóðabók hennar.
82 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
G
Kisan Leonardó og önnur ljóð
Vésteinn Lúðvíksson
Ekkert yrkisefni er of smátt eða of
stórt í þessum fáguðu ljóðum sem
vitna um áhrif frá austrænni speki.
Hér er ort um skáldskapinn og nátt-
úruna en líka um flug hrossaflug-
unnar og jafnvel ropann. Sum ljóðin
fjalla um íslenska náttúru og mann-
líf, önnur gerast í Taílandi þar sem
skáldið býr.
60 bls.
Forlagið – Mál og menning
G
Kok
Kristín Eiríksdóttir
Kristín Eiríksdóttir hefur unnið
jöfnum höndum að ritstörfum og
við myndlist en hér nýtir hún hvort
tveggja í einu í fyrsta sinn; tvinnar
saman ljóðaflokk og teikningar svo
að úr verður beinskeytt bókverk um
samband og sambandsleysi, ást og
andúð, þrá og skeytingarleysi.
118 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
E
Kráka
Ted Hughes
Þýð.: Hallberg Hallmundsson
Krákuljóð Ted Hughes komu út árið
1970. Brú gaf út þýðingu Hallbergs
Hallmundssonar árið 2012.
88 bls.
Brú – Forlag
Dreifing: Forlagið – JPV útgafa
Endur
útgáfa
G
Hverafuglar
Einar Georg Einarsson
Myndir: Ásgeir Trausti
Fólk þekkir vandaða söngtexta Einars
Georgs fyrir syni hans Ásgeir Trausta
og Þorstein í Hjálmum en í þessari
bók birtast ýmis önnur ljóð þessa
kunna skálds. Hann yrkir um leynd-
ardóma náttúrunnar og ógnir sem að
henni steðja en líka um ást og gleði,
söknuð og sorgir og mannlífið í ótal
myndum.
95 bls.
Forlagið – Mál og menning
G
Innri rödd úr annars höfði
Ásdís Óladóttir
„Rödd Ásdísar Óladóttur er einstök í
ljóðaheiminum, hún er bæði frumleg,
heit og litrík.“ Vigdís Grímsdóttir.
48 bls.
Veröld
D
Í fjörunni
Helga Jóhannsdóttir
Safn tilfinningaþrunginna ljóða sem
lýsa vegferð höfundar, sigrum og
ósigrum. Hér er á ferðinni óður til
lífsins með einstakri tengingu við ís-
lenska náttúru. Ljóðin sem hér birtast
hafa mörg hver birst áður en eru nú
tekin saman í eina bók og spanna
hartnær 30 ára tímabil.
71 bls.
Guðbergur Aðalsteinsson
E
Í landi hinna ófleygu fugla
Kristian Guttesen
Í landi hinna ófleygu fugla er átt-
unda ljóðabók höfundar, en meðal
fyrri bóka eru Litbrigðamygla (2005),
Glæpaljóð (2007) og Vegurinn um
Dimmuheiði (2012). Verk Kristians
hafa verið þýdd á albönsku, dönsku,
ensku, frönsku, indversku, norsku og
spænsku. Í landi hinna ófleygu fugla
geymir fjörutíu og tvö frumort ljóð
og eitt þýtt.
105 bls.
Deus