Bókatíðindi - 01.12.2014, Page 73
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa 71
Saga, ættfræði og héraðslýsingarB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
G
Króníka úr Biskupstungum
Bjarni Harðarson
Í bókinni er rakin 100 ára ættarsaga
mektarfólks frá Vatnsleysu. Sauða-
gull, heimskreppa og braskarar;
harmrænar og rómantískar sögur.
Bókin dregur upp hvernig nútíma-
samfélag verður til þar sem þeir
íhaldssömu leiða byltingu nýrra tíma.
192 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
D
Náttúrugæði í hundrað ár
Saga veitnanna á Akureyri
Gísli Jónsson og Jón Hjaltason
Saga vatnsskömmtunar, rafmagns-
leysis og örvæntingarfullrar leitar
að heitu vatni. En líka saga sigra. Á
fjórða hundrað ljósmyndir prýða
þessa fróðlegu bók. Saga veitnanna
á Akureyri veitir einstæða sýn á hið
„sjálfsagða“ í veröld mannsins.
392 bls.
Völuspá, útgáfa ehf
D
Saga Garðabæjar – I-IV
Steinar J. Lúðvíksson
Hér er saga þessa sveitarfélags rakin
allt frá landnámsöld. Álftaneshreppur
hinn forni var öflugur en eftir að
honum var skipt upp og Hafnar-
fjörður öðlaðist kaupstaðarréttindi
stóð Garðahreppur eftir sem fátækur
og fámennur sveitahreppur. Á undra-
skömmum tíma hefur hann orðið að
einu blómlegasta bæjarfélagi lands-
ins.
1.900 bls.
Garðabær
D
Háski í hafi II,
haf ís grandar Kong Trygve
Illugi Jökulsson
Annað bindi um sjóslys og björgun-
arafrek við Ísland í upphafi 20. aldar.
Magnaðar frásagnir og mannlíf á ystu
nöf. Í þessari nýju bók er athyglinni
sérstaklega beint að því er farþega-
skip fórst í haf ís 1907 og ótrúlegri
björgun nokkurra skipverja.
300 bls.
Sögur útgáfa
E
Hornstrandir og
Jökulfirðir 3. bók
Samant.: Hallgrímur Sveinsson
Margar voru hetjurnar sem bjuggu
á Hornströndum. En það er eins og
fyrri daginn: Hlutur kvenhetjanna
gleymist alltof oft! Í þessari bók
reynum við að draga fram hlut Horn-
strandakonunnar.
Hornstrandir heilla. Við þurfum að
rifja upp frásagnir af því fólki sem þar
lifði og hrærðist.
112 bls.
Vestfirska forlagið
D
Húsið á Eyrarbakka
Lýður Pálsson
Í bókinni er rakin saga Hússins á Eyr-
arbakka sem er eitt elsta hús landsins,
byggt árið 1765. Þar bjuggu kaup-
menn Eyrarbakkaverslunar um aldir
og áhrifa frá því gætti víða.
80 bls.
Byggðasafn Árnesinga
Dreifing: Bókaútgáfan Sæmundur
STEINALDARVEISLAN
Mögnuð frásögn sem spinnur þræði um fjölskyldur og landslag í Höfðahverfi, á Látraströnd
og í Fjörðum með stórbrotnum mannlýsingum og hetjusögum af baráttu fólks í harðneskjulegu
umhverfi að fornu og nýju. Frásögnin ber með sér ríka tilfinningu fyrir öllum ríkjum náttúrunnar
og samleik þeirra frá upphafi lífsins; hún er rakin eftir genunum til samtíma – og uppistaðan í
þessum fjölþætta vef er lífssaga Valgarðs. Hann gengur nærri sjálfum sér og miðlar næmri sýn
á samferðafólk, skepnur, land og gróður þannig að úr verður margradda hljómkviða sem tekst
á við áleitnar spurningar um lífið á jörðinni og ábyrgð okkar á því. Sannarlega áhrifamikið verk
langreynds vísindamanns sem hefur lokað dyrum
rannsóknastofunnar á eftir sér og gerir hér upp erindi
fræða sinna við mannlífið. Flokagata 65 – 105 Reykjavik • Sími: 552-8989
www.sagaforlag.is • vinland@centrum.is
Valgarður Egilsson