Bókatíðindi - 01.12.2014, Side 90
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa88
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
E
Ég er
- ertu sá sem þú heldur að þú sért?
Linda Baldvinsdóttir og
Theodór Francis Birgisson
Bókinni er ætlað að vekja einstakling-
inn til umhugsunar um það hversu
dýrmætur, skapandi og frábær hann
sé, nákvæmlega eins og hann er. Það
er einstök og friðsæl tilfinning að upp-
lifa það frelsi sem fæst með því að slíta
sig frá takmörkum hugans, svífa upp á
vit nýrra uppgötvana um sjálfan sig.
105 bls.
Óðinsauga Útgáfa
G
Fjögur skáld
Upphaf nútímaljóðlistar á íslensku
Þorsteinn Þorsteinsson
Íslensk nútímaljóðlist rekur upphaf
sitt til fyrri hluta síðustu aldar en þá
komu fram skáld sem ruddu nýjung-
um braut. Hér er fjallað af þekkingu
og næmi um þá Jóhann Sigurjónsson,
Jóhann Jónsson, Halldór Kiljan Lax-
ness og Stein Steinar; í brennidepli
eru þau ljóð þeirra sem mestum tíð-
indum sættu.
240 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
E
Fléttur III
Jafnrétti, menning, samfélag
Ritstj.: Irma Erlingsdóttir o.fl.
Fjallað um áhrif misréttis á aðstæður
kynjanna í samfélagi, s.s. átök femín-
ista af ólíkum skólum á Íslandi, mis-
notkun valds og andóf í kristinni
trúarhefð, stöðu kvenna í bókmennt-
um og kvikmyndum, skörun fötlunar
og kyngervis. Ofríki karllægrar hug-
myndafræði skoðað í fjármálakreppu
2008 o.m.fl.
218 bls.
Háskólaútgáfan
D
Flugvélar í máli og myndum
Ritstj.: Sam Atkinson og Jemima Dunne
Þýð.: Friðrik Friðriksson
Hér erum við leidd á myndrænan
hátt í gegnum magnaða sögu mann-
aðra flugferða. Fjallað er um rúmlega
800 flugvélar, merkilegustu hreyfl-
ana, þekktustu flugvélasmiðina og
tæknina á bak við fullkomnustu
vélarnar. Þetta er einstakt safnrit um
sögu flugsins og fullkomin gjöf handa
flugáhugamanninum.
320 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
E
Dagbók 2015
Árið með heimspekingum
Sigríður Þorgeirsdóttir
Hér birtist á ný dagbók með stuttri
umfjöllun um marga helstu kven-
heimspekinga fyrri tíma og sam-
tímans, endurprentaðir nú með daga-
tali/dagbók fyrir árið 2015. Fallega
hönnuð bók sem geymir visku – sem
oft er á skjön við ráðandi visku karl-
heimspekinga – og er veganesti fyrir
hverja viku ársins.
110 bls.
Háskólaútgáfan
D
Draumaráðningar
Frá a-ö
Símon Jón Jóhannsson
Nýtt og aðgengilegt uppflettirit um
efni sem allir hafa áhuga á og leiða
hugann að. Bókin er í senn fræðandi
og skemmtileg og höfðar jafnt til
yngri sem eldri lesenda er áhuga hafa
á draumspeki. Hér eru ráðningar á
hátt í fjögur þúsund draumtáknum
sem raðað er í stafrófsröð. Ómiss-
andi bók!
379 bls.
Veröld
D
Íslenzk fornrit
Eddukvæði I og II
Ritstj.: Þórður Ingi Guðjónsson
Umsj.: Jónas Kristjánsson og
Vésteinn Ólason
Ný og vönduð útgáfa eddukvæða í
tveimur bindum með rækilegum skýr-
ingum og yfirgripsmiklum formála.
Kvæðin eru 36 að tölu. Í þeim birtast
skáldlegar sýnir, stórbrotin tilfinninga-
átök, djúp speki og hárbeitt skop.
935 bls.
Hið íslenzka fornritafélag
Dreifing: Hið ísl. bókamenntafélag
D
Elska þig, mamma
Helen Exley
Dálítill þakklætisvottur handa
mömmu, fyrir alla umhyggju hennar
og ást og hamingjuríka bernskudaga.
240 bls.
Steinegg ehf
Ævisaga
Sigursveins
Gunnlaugur
Halldórsson
Sigursveinn D. Kristinsson (1911-1990) var
tápmikill, tónelskur og bókhneigður krakki, en
þrettán ára gamall lamaðist hann og var bundinn
við hjólastól alla tíð síðan. Hann bjó yfir miklum
viljastyrk og tókst að ryðja úr vegi flestum
hindrunum sem á vegi hans urðu. Sigursveinn
vildi auka hlut alþýðufólks í menningariðkun og
barðist ötullega fyrir jafnréttismálum fatlaðra.
Hann ruddi nýjar brautir í tónmenntamálum og
kom jafnframt rækilega að stofnun Sjálfsbjargar.
Höfundur er Árni Björnsson.
Gunnlaugur Halldórsson arkitekt (1909–1986)
hefur réttilega verið nefndur fyrsti módernisti
íslenskra sjónlista. Starfsferill hans spannar öll
skeið stefnunnar. Saga hans er rakin í bókinni
og hana prýðir fjöldi ljósmynda og teikninga af
verkum arkitektsins auk verkaskrár og útdráttar
á ensku. Höfundur og ritstjóri er Pétur H.
Ármannsson.