Bókatíðindi - 01.12.2014, Page 102
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa100
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
E
Íslendingaþættir
Saga hugmyndar
Ármann Jakobsson
Íslendingaþættir var algengt hugtak í
rannsóknum og kennslu á íslenskum
bókmenntum á 20. öld. Hér er saga
hugmyndarinnar rakin og tekist á
gagnrýninn hátt við hana. Sýnt er
fram á að hinar vísindalegu niður-
stöður eru grundvallaðar á forsend-
um sem alþýðuútgáfur höfðu skapað í
upphafi aldarinnar.
170 bls.
Háskólaútgáfan
G
Íslenska fjögur
Ragnhildur Richter, Sigríður
Stefánsdóttir og Steingrímur
Þórðarson
Íslenska fjögur er hvort tveggja í senn,
kennslubók í íslensku fyrir fram-
haldsskóla og sýnisbók. Fjallað er um
lærdómsöld, upplýsingu, rómantík og
raunsæi og mikilvæg skáld á hverjum
tíma fyrir sig. Eftir sömu höfunda
hafa einnig komið út bækurnar Ís-
lenska eitt, tvö og þrjú.
330 bls.
Forlagið – Mál og menning
D
Íslenskar þjóðsögur
Ritstj.: Benedikt Jóhannesson og
Jóhannes Benediktsson
Íslenskar þjóðsögur er úrval af öllum
bestu sögunum úr safni Jóns Árna-
sonar í handhægri og fallegri bók. Þær
koma nú loksins út að nýju eftir að
hafa verið með öllu ófáanlegar. Klass-
ískar myndir Freydísar Kristjánsdótt-
ur gera bókina enn eigulegri en ella.
Allir þurfa að þekkja þjóðsögurnar.
Góð jólagjöf sem endist alla ævi.
256 bls.
Útgáfufélagið Heimur hf.
D
Í kjölfar jarla og konunga
Þorgrímur Gestsson
Þorgrímur Gestsson ferðaðist um
fornsagnaslóðir Orkneyja og Hjalt-
lands með Orkneyinga sögu í fartesk-
inu og fléttar saman með athyglis-
verðum hætti sögu, sem skrifuð var
á Íslandi á 13. öld, og ferðasögu sína.
Hann lýsir heimsóknum sínum á
forna sögustaði eyjanna og kynnum
af sögufróðu fólki.
200 bls.
Óðinsauga Útgáfa
D
Í köldu stríði
Barátta og vinátta á átakatímum
Styrmir Gunnarsson
Óvissa, ótti og tortryggni á tímum
kalda stríðsins. Afhjúpun á leyni-
skýrslum og aðgerðum sem þóttu
réttlætanlegar en eru eldfimar í
umræðunni í dag. Pólitískar rætur
Styrmis, Flokkur þjóðernissinna og
vinátta sem lifði kalda stríðið af, þrátt
fyrir allt. Hreinskiptin lýsing á veröld
sem var.
285 bls.
Veröld
E
Í lok dags
Vinnubók
Birna Björgvinsdóttir
Hér getur notandinn gert upp daginn
til að finna hvað hann getur bætt í
fari sínu og umgengni við aðra. Bókin
stuðlar að uppbyggilegri sjálfsgagn-
rýni, bætir lífsgæði, afköst, sköpunar-
gleði og þroska.
232 bls.
Salka
„Virkilega vel gerð
og þörf bók fyrir
íþróttafólk og
aðra sem stunda
hreyfingu.“
Geir Gunnar Markússon,
næringarfræðingur
„Mæli hiklaust
með þessari bók.“
Kári Steinn Karlsson, afreksmaður
og maraþonhlaupari
„Þetta er mjög
þörf bók ... ég mun
nota hana við uppeldi
á mínum börnum.“
Hrefna Sætran,
matreiðslumeistari
„Þarft uppflettirit
fyrir alla foreldra.“
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir,
dagskrárgerðarmaður
Brautarholti 8 / 105 Reykjavík
sími 517 7210 / fax 552 6793 / www.idnu.is
mán-fim9–17
9–16
föstudaga
Opið
Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR HELGINA 22.-23. NÓV. 2014
Dagskrá hátíðarinnar má finna á www.bokmenntaborgin.is