Bókatíðindi - 01.12.2014, Síða 106
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa104
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
G
Latína er list mæt
Um latneskar menntir á Íslandi
Sigurður Pétursson
Úrval greina eftir Sigurð Pétursson
um latínumenntir Íslendinga eftir
siðaskipti. Hér er fjallað um nám í
latneskri málfræði, latínulærðar kon-
ur á Íslandi og skrif áhrifamanna á
borð við Arngrím lærða og Brynjólf
biskup. Bókinni fylgir skrá yfir latínu-
kvæði íslenskra skálda í aldanna rás.
390 bls.
Háskólaútgáfan
G
Litla hugsanabókin
100 léttar hugsanir fyrir
allan almenning
Guðbergur Bergsson
Hinn sífrjói Guðbergur fjallar í smá-
myndum og hugleiðingum um lífið
og tilveruna eins og honum einum er
lagið. Guðbergi er ekkert óviðkom-
andi og hann hlífir engu og engum.
48 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
E
Litróf einhverfunnar
Ritstj.: Sigríður Lóa Jónsdóttir og
Evald Sæmundsen
Einhverfa er heilkenni sem felst í
óvenjulegri heilastarfsemi og birtist
í takmarkaðri félagsfærni, sérstakri
skynjun, endurtekningarsamri hegð-
un og þröngu áhugasviði. Fjallað er
um greiningu hennar, orsakir, með-
raskanir, framvindu, horfur, meðferð,
þjónustu, fjölskyldur, líf og reynslu
einhverfra.
418 bls.
Háskólaútgáfan
D
Lífríki Íslands
Vistkerfi lands og sjávar
Snorri Baldursson
Gríðarlega falleg, fræðandi og efnis-
mikil bók um náttúru Íslands. Fjallað
er um vistkerfi lands og sjávar, þróun
lífríkisins og mismunandi búsvæði
lífvera á og við landið, breytingar í
tímans rás og framtíðarhorfur. Tíma-
mótaverk prýtt fjölda glæsilegra skýr-
ingarmynda og ljósmynda. Gefið út í
samstarfi við Opnu.
408 bls.
Forlagið
D
Króm og hvítir hringir
Klassískir bílar í máli og myndum
Örn Sigurðsson
Glæsileg bók með yfir 700 myndum
þar sem rakin er saga helstu bílateg-
unda liðinnar aldar. Allir finna eitt-
hvað við sitt hæfi, hvort sem þeir
aðhyllast glæsikerrur kreppuáranna,
litskrúðuga krómvagna eftirstríðsár-
anna eða kraftabíla sjöunda áratugar-
ins. Kærkomin jólagjöf handa öllum
bílaáhugamönnum.
440 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
E F
Kynlíf – já, takk
Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir
Þegar Ragga situr fyrir svörum um
kynlíf streyma spurningarnar inn
enda eru svörin hennar greinargóð,
heiðarleg og passlega sexí. Kynlíf –
já, takk er fróðleg og upplýsandi bók
fyrir alla sem eru forvitnir um kynlíf
og kynhegðun, byrjendur og lengra
komna.
208 bls.
Forlagið – Mál og menning
D
Landshagir 2014
Hagstofa Íslands
Árbók Hagstofu Íslands, Landshagir,
kemur nú út í 24. sinn með nýjum
hagtölum um flesta þætti íslensks
samfélags. Í bókinni eru yfir 300 töfl-
ur, 50 gröf og fjöldi skýringarmynda
og ljósmynda. Bókin er bæði á ís-
lensku og ensku og hentar vel til gjafa
innanlands sem utan.
470 bls.
Hagstofa Íslands
www.penninn.is | www.eymundsson.is
ÞEGAR MAÐUR
Á LÍFSBLÓM
BYGGIR MAÐUR HÚS.
EDDUKVÆÐI
Hjá Hinu íslenzka fornritafélagi var að koma út ný og vönduð útgáfa eddukvæða
í tveimur bindum með rækilegum skýringum og yfirgripsmiklum formála.
Kvæðin eru 36 að tölu. Eddukvæðin hafa lengi verið talin meðal gersema
heimsbókmenntanna. Í þeim birtast skáldlegar sýnir, stórbrotin tilfinningaátök,
djúp speki og hárbeitt skop í hnitmiðuðu en þó frjálslegu formi. Jónas Kristjánsson
og Vésteinn Ólason sáu um útgáfuna og rituðu inngang og skýringar.