Bókatíðindi - 01.12.2014, Page 111
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa 109
Fræði og bækur almenns efnisB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
E
Skagfirskar skemmtisögur
Miklu meira fjör!
Björn Jóhann Björnsson
Snillingar stíga hér á stokk: Hilmir Jó-
hannesson, Maron vörubílstjóri og
Haukur Páls., Böddi á Gili, Bjarni Har,
Biggi Rafns, Mundi í Tungu, Friðrik
á Höfða, Tryggvi í Lónkoti, Árni á
Brúnastöðum, Agnar á Miklabæ, Villi
Egils, Gulla í Gröf, Helga frá Frosta-
stöðum, Didda í Litlu-Brekku og Ása
Öfjörð, svo nokkrir skemmtilegir
Skagfirðingar séu nefndir.
Bókaútgáfan Hólar
G
Skaraðu fram úr
Markþjálfun
Erik Bertrand Larssen
Þýð.: Jakob S. Jónsson
Hvernig geturðu náð betri árangri
– skarað fram úr? Höfundur bókar-
innar er norskur markþjálfi sem
hefur aðstoðað forkólfa atvinnulífs-
ins, afreksfólk í íþróttum og venjulega
einstaklinga við að ná markmiðum
sínum. Mögnuð bók sem hjálpar þér
að brjótast úr viðjum vanans.
247 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
G
Skírnir – Tímarit HÍB
vor & haust 2014, 188. árg.
Ritstj.: Páll Valsson
Fjölbreytt og vandað efni m.a. um ís-
lenskar bókmenntir, náttúru, sögu og
þjóðerni, heimspeki, vísindi, myndlist
og stjórnmál og önnur fræði í sögu og
samtíð. Skírnir er eitt allra vandaðasta
fræðatímarit Íslendinga. Nýir áskrif-
endur velkomnir; Sími 588-9060.
555 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
G F
Sköpunarkjarkur
Að leysa úr læðingi sköpunarmáttinn
innra með okkur öllum
Tom Kelley og David Kelley
Þýð.: Bergsteinn Sigurðsson
Nýsköpun og skapandi hugsun er
lykillinn að árangri fyrirtækja og
einstaklinga. Skapandi hugsun er
hugarfar sem hægt er að rækta eins
og brautryðjendurnir David og Tom
Kelley sýna í þessari fróðlegu bók.
272 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
E
Ritið:2/2014
Mannslíkaminn
Ritstj.: Björn Þ. Vilhjálmsson og
Eyja M. Brynjarsdóttir
Í þessu hefti Ritsins um mannslíkam-
ann birtast fimm greinar sem spanna
meðal annars flokkun á fólki eftir
líkamseinkennum, hvað sé leyfilegt
eða viðurkennt að gera við líkama
sinn eða með honum og það hvernig
líkaminn og ummerki hans eru notuð
til tjáningar.
232 bls.
Háskólaútgáfan
G
Saga
Tímarit Sögufélags.
LII: 1 2014 og LII: 2 2014
Ritstj.: Sigrún Pálsdóttir
Tímaritið Saga kemur út tvisvar á
ári, vor og haust. Efni þess er fjöl-
breytt og tengist sögu og menningu
landsins í víðum skilningi. Þar birtast
m.a. greinar, viðtöl og umfjallanir um
bækur, sýningar, heimildamyndir og
kvikmyndir. Ómissandi öllum þeim
sem áhuga hafa á sögu Íslands.
244 bls.
Sögufélag
E
Saga fyrirbænamiðils
Sigríður M. Örnólfsdóttir
Höfundurinn, lýsir í þessari bók
áhrifum dulrænnar skynjunar á líf
sitt. Hún lýsir skynjunum sínum
og hvernig þeim er háttað. Erfiðri
reynslu og dásamlegri reynslu. Einnig
er fjallað um mátt bænarinnar, kær-
leikann og varpað fram spurningunni
um endurholgun.
64 bls.
Bókaforlagið Bifröst
D
Saga Pelópseyjarstríðsins
Þúkýdídes
Þýð.: Sigurjón Björnsson
Saga Pelópseyjarstríðsins er sígilt rit
um átök, vald og frásögn. Skrásetjar-
inn Þúkýdídes lýsir hinum hörðu bar-
dögum Aþeninga, Spartverja og ann-
arra sem komu við sögu þegar stríðið
geisaði á fimmtu öld fyrir Kristsburð.
640 bls.
Sögufélag