Bókatíðindi - 01.12.2014, Page 117
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa 115
Útivist, tómstundir og íþróttirB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 4
G
Betri sagnir,
betri spilamennska
Dorothy Hayden Truscott
Þýð.: Jörundur Þórðarson
Megináhersla er á Standard sagna-
kerfið ásamt vörninni. Lesendum er
kennt að hugsa eins og góður spilari
og lesturinn auðveldar þátttöku í
spilamennsku á netinu. Bókin kemur
að góðum notum fyrir alla sem vilja
bæta sig í brids, byrjendur og lengra
komna. Hún hefur hlotið framúrskar-
andi umsagnir erlendis.
Jörundur Þórðarson
A
ÍSLAND
Ferðakortabók
með þéttbýliskortum
Ferðakortabók í handhægu broti með
þéttbýliskortum (mælikv. 1:500:000).
Upplýsingar um vegakerfi landsins,
vegalengdir og vegnúmer, en einnig
um bensínstöðvar, gistingu, tjald-
svæði, sundlaugar, söfn o.fl. Jafnframt
eru í bókinni gróður- og jarðfræði-
kort og ítarleg örnefnaskrá. Ómiss-
andi ferðafélagi!
96 bls.
IÐNÚ útgáfa
G
Átta gönguleiðir
í nágrenni Reykjavíkur
Einar Skúlason
Göngugarpurinn Einar Skúlason leið-
ir gönguglaða lesendur um einstæðar
leiðir í nágrenni höfuðborgarinnar.
Farið er um fjöll og dali, yfir úfin
hraun, jarðhitasvæði og gróðurvinjar.
Gömlum þjóðleiðum er fylgt og
staldrað við á slóðum drauga og forn-
kappa. Stórskemmtilegur ferðafélagi.
192 bls.
Forlagið – Mál og menning
D
Flottu fótboltabækurnar
Balotelli
Ítalski villingurinn
Illugi Jökulsson
Hann var annálaður vandræðagemsi
en er nú ætlað stórt hlutverk við að
koma Liverpool aftur í fremstu röð.
Litrík og fjörug frásögn um þennan
umdeilda ítalska snilling.
64 bls.
Sögur útgáfa
Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR HELGINA 22.-23. NÓV. 2014
Dagskrá hátíðarinnar má finna á www.bokmenntaborgin.is
kynntu þér úrvalið
hvað er nýtt í útivist,
tómstundum og íþróttum?