Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Page 18

Heima er bezt - 01.07.2001, Page 18
Göngufélagar hjá skála Ferðafélags Islands í Hvítárnesi. standa nú, undir grænni brekku með ána á aðra hönd en stóran snjóskafl á hina, hvíldinni fegnir. Um nóttina var frost, því morguninn eftir var komið um sentimeters þykkt íslag á vatnið í skaftpottinum. „Klukkan 12 á hádegi erum við svo ferðbúnir og vöðum til að byrja með Arskarðsá, göngum upp á Sjónarhól og svo niður í mýrardal einn, sem er á milli Kerlingarfjalla og Hofsjökuls. Var þar víða snjór og leysingar, svo dalur- inn var eitt fen og kölluðum við hann ,,Súpudiskinn“ okkar á milli. “ Við fórum þrisvar upp á jökulinn í ferðinni til þess að losna við leirinn og árnar sunnan hans og það gekk bara vel. Við höfðum hvorki sólgleraugu né sólaráburð með- ferðis og það kom okkur heldur betur í koll þegar leið á ferðina. „ Og fram á milli þessara sanddyngja, þar sem við urðum að vaóa aurinn upp fyrir ökkla, braust beljandi á fram undan jöklinum og veltist áfram kolmórauð og straum- hörð. Leist okkur ekki betur á hana en það, að við kusum heldur að ganga upp með henni og fara á jökli, það sem eftir var til næsta áfanga. 2 gráðu hiti var þá kl. hálf tíu á jöklinum og sæmilega bjart veður og stillt. Var ætlunin að fara í Nauthaga og gista þar. Tókum við stefnu á Söð- ulfell og komumst ofan af jöklinum og vorum búnir að tjalda og borða kl 1 um nóttina. Hugðum við þá að við værum í námunda við Nauthaga og þóttumst þekkja hœð- irnar og sjá gufuna upp af laugunum, en svo mun ekki hafa verió. En hver er sæll í sinni trú, og þessa nótt vor- um við sœlir í þeirri trú að við svœfum í Nauthaga. “ Þarna á þriðja degi tjölduðum við líklega við eða í Jökul- krika milli Söðulfells og Olafsfells en þar rétt neðar eru heitar lindir. Eitthvað vorum við seinir af stað daginn eft- ir en þá fórum við aftur upp á jökul og gengum hann þvert yfir í Arnarfellin, fyrst í þéttri hundslappadrífu en svo í þoku. Þarna í þokunni uppgötvuðum við að áttavit- inn hafði gleymst heima. „ Við höfum nú gengið nokkuð lengi og förum brátt að verða hrœddir um, hvort ráðlegt sé að halda lengur áfram í þokunni, því líklega munum við vera komnir fram hjá Arnarfellshnjúkunum. Þrátt fyrir að við erum allir blautir í fœturna, er okkur samt nœgilega heitt, og á með- an við fáum okkur að drekka úr vatnsbrúsanum, sem við berum alltaf með okkur, og gœðum okkur á súkkulaðibita, er forsjónin okkur svo velviljuð, að þokunni léttir af. Hún rennur burtu eins og teppi, sem dregið er fram af jöklin- um, og brátt sjáum við við kolsvarta hnjúka stinga í stúf við umhverfið. Það eru Arnarfellshnjúkarnir, og eru nú heldur fyrir aftan okkur en framan. Við breytum stefnunni strax og hverfum til baka. “ Undir Arnarfelli hinu mikla tjölduðum við svo og nutum lífsins í blíðskaparveðri. Kiddi fékk hælsæri á fyrsta eða öðrum degi og því var gott að geta þurrkað sokkaplöggin áður en lagt yrði aftur á jökulinn. Eitthvað fóru skórnir mínir illa í ferðinni og reyndi ég að bæta annan hælinn með blikki úr niðursuðudós en ekki man ég hve vel það dugði. Þarna undir Arnarfelli sváfum við svo vært vel fram á næsta morgunn. „ Við flatmögum í grasinu meðan einn okkar sýður soð- kökur I hafragrautnum, en að ajloknu áti tökum við upp tjaldið og tínum saman pjöggur okkar og leggjum svo af stað I yndislegu veðri og œ meiri hita. Hvönn, lyng og gras vefst um fœtur okkar, og við erum eins og börn og söknum staðarins með öllu sínu gróanda lífi. “ A jökulgöngu með bensínbrúsa í tjaldstöng. Á leiðinni að Arnarfelli litla óðum við marga læki sem runnu niður um sandana í átt að Þjórsá. Upp á jökulinn fórum við svo austan fellsins og var það tiltölulega auð- velt. „Ferðin gengur leikandi létt og við höfum aldrei fyrr í ferðalaginu gengið jafn hratt, því jökullinn er laus við alla hálku og annan snjó, og sprungurnar sem á leið okkar verða, tefja okkur ekki að öðru leyti en því, að við getum varla annað en numið staða til að athuga undur þeirra og fegurð, þar sem þœr skarta með hreina, bláhvíta ísveggi og eru svo djúpar, að hvergi sér til botns, - en víðast hvar heyrist niður beljandi vatnsflaums upp úrþeim... 258 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.