Heima er bezt - 01.07.2001, Qupperneq 23
~)íún s/óð uiancJ(j/ra ocj síarói úí 1 soriann
Það mun hafa verið 1 des. 1941 að dansleikur var
haldinn í samkomuhúsinu að Múla í Álftafirði. Eða
eins og í daglegu tali var sagt, haldið ball. Á þess-
um árstíma var farið gangandi á þessi böll. Bílar ekki
komnir í sveitina og hestar ekki við hendina, við vissum
varla hvar þeir héldu sig.
Faðir minn átti bát sem stóð í nausti út á Skipsnesi við
Áiftafjörð. Bátur þessi var stundum notaður til að fara á
honurn í kaupstað á Djúpavog, ef eitthvað smávegis vant-
aði. Þá var stundum farið með hann suður í Styrmishöfn
á Þvottá og hann gerður þaðan út í nokkra róðra á vorin,
ef fiskur var þar grunnslóð.
En nú stóð hann semsagt í nausti á Skipsnesi og beið
þess að komast í einhverja ævintýra ferð.
Svo vildi til að ungur Qárbóndi á næsta bæ, Ásbjörn
Pálsson í Stekkatúni, hafði fengið einn 200 kílóa síldar-
mjölspoka suður í Flærukollsnesi, í daglegu tali kallað
Nes, með báti þangað um haustið. Nú datt honum í hug
að nálgast pokana. Hann vissi af fólki sem ætlaði á ballið
og bað föður minn um að lána sér bátinn. Ekki stóð á því,
bátinn fékk hann, og ákváðu níu ungmenni að fara með
bátnurn. Ég fór ekki og ekki Leifur bróðir minn.
Rétt fyrir rökkrið þennan desemberdag sáum við ung-
mennin hlaupa niður Krangann og í einum spretti út á
Skipsnes. Vissum við svo ekki meira um þess ferðalag en
í svona blíðu veðri hafði enginn áhyggjur af bátnum
þennan spöl yfir í Hærukollsnes.
Daginn eftir er við komum á fætur, var ballfólkið
ókomið, enda stóðu böllin venjulega alla nóttina og fram
á morgun, oft sex til sjö á morgnana. í þessu tilfelli var
fólkið á báti og varð að sæta sjávarföllum til að komast á
Skipsnesið og flóð mundi ekki vera fyrr en klukkan um
þrjú eftir hádegi. Ég var sendur út á Starmýrarteiga til að
snrala fé frá flóðum, eins og það var kallað. Rölti ég um
flóðlöndin í þokumistri, því mjög dimmt var yfir þennan
dag en logn og Álftatjörðurinn spegilsléttur.
Er ég var á heimleið datt mér í hug að koma við á
Skipsnesi og fylgjast með er báturinn kæmi með ballfólk-
ið og hjálpa til við að koma bátnum í naust. Hjálpsemina
vantaði ekki.
Er ég kom austur á Skipsnes var báturinn ókominn
enda lítið farið að flæða að. Ég fór nú upp á háan klett
vestan við naustið og settist þar, ákveðinn í að bíða eftir
bátnum.
Egill Guðmundsson
frá Þvottá
Þarna af klettinum blöstu Nesbjörgin ekki vel við því
þokumistur var á og því vont að greina er báturinn skriði
fram með björgunum frá Hæru-Kollsnesi.
Jörðin Hærukollsnes er vestan við Álftfjörðinn og
skerst nesið dálítið út í hann og síðan tekur við hár kletta-
rani er nefnast Nesbjörg og skaga talsvert út í fjörðinn.
Er ég hafði setið um stund þarna upp á klettinum, þá
allt í einu, eins og hendi væri veifað, rokhvessti og einnig
var komið rigningarslitringur. Svo var rokið mikið að ég
flúði ofan af klettinum. Stóð um stund og starði á Nes-
björgin, til að athuga hvort ég sæi ekki bátinn koma.
Mér fanst þetta undarlegt. Nú var komið talsvert flóð
að Nesinu og báturinn hefði átt að lenda þar en ekkert
bólaði á honum enda sást nú stutt frá landi vegna sjóroks.
Er ég hafði beðið þarna enn um stund og ekkert sást til
bátsins ákvað ég að fara heim, hafði hér ekkert að gera.
Kannski hafði fólkið hætt við að koma á bátnum og væri
komið gangandi í Starmýri. Hefði báturinn ekki verið far-
inn er veðrið skall á mundi hann hvergi fara þennan dag-
inn.
Ferðin heim sóttist seint móti roki og regni. Stundum
varð ég að leggjast niður í verstu rokunum.
Er heim kom var ballfólkið ókomið og fólkið orðið
mjög uggandi. Ég sagðist ekkert hafa séð til bátsins af
Skipsnesinu og verið þar er veðrið skall á. Allir vonuðu
að báturinn hefði ekki verið farinn frá Nesi er veðurofs-
inn skall á, og fólkið kæmi gangandi heim. En tíminn leið
enginn frétti neitt.
Það var kominn sími á tvo bæi í sveitinni á þessum
árum, Starmýri og Geithellum. Þórfinnur bóndi á Geit-
hellum var mikill röskleika maður, og bauðst hann strax
til að skreppa í Nes og fá fréttir þaðan.
Að stundu liðinni kom hann aftur heim til sín og til-
kynnti okkur á Starmýri að báturinn hefði verið nýfarinn
frá Nesi er veðrið skall á. Annað vissu hjónin þar ekki.
Þetta voru slæmar íféttir.
Þegar Þórarinn bóndi Nesi frétti að báturinn hefði ekki
Heima er bezt 263