Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 53

Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 53
sem látið hafa mikið til sín taka í stjórnmálum, fræði- mennsku og skáldskap. Þegar Kristján var fjögurra ára fluttust foreldrar hans að Auðbjargarstöðum í Keldu- hverfi, en ári seinna missti hann föður sinn. Móðir hans giftist aftur manni þeim er Helgi hét Sigurðsson. Skipti þá mjög um fyrir drengnum. Var Kristján viðkvæmur og örgeðja, en stjúpfaðir hans harðlyndur, þóttafullur og hrottafenginn. Sætti drengurinn oft barsmíð og misþyrm- ingum af hendi stjúpföður síns, en móðir hans fékk ekki við ráðið af ótta við mann sinn. Einn bróður átti Kristján, sem Björn hét, og var hann þremur árum eldri. Var mikið ástríki með þeim bræðrum, svo að hvorugur mátti af hinurn sjá. Björn fór á unga aldri til Ameríku og var hinn ágætasti maður, vandaður og vel gefinn. Hann hefur vikið að bernskuminningum sínum um samvistarár þeirra bræðr- anna í eftirmála við útgáfu sonar síns, Björns B. Jónsson- ar, af ljóðmælum Kristjáns árið 1907. Kveður hann þá bræður hafa átt „við allharðan kost að búa,“ eftir að stjúpfaðir þeirra kom til sögunnar, og hefur það ekki hvað síst bitnað á Kristjáni, sem þoldi illa að vera órétti beittur og kunni þá ekki alltaf að hemja skapsmuni sína. „Hann elskaði móður sína en hataði stjúpföður sinn, því að hann var honum vondur," segir Björn. Reiddist hann oft fyrir mína hönd er mér var misboðið, og sást þá ekki fyrir í orði og hlaut svo illt fyrir sjálfur. I fyrsta kafla þessrar stuttu ritgerðar, fer ég nokkrum orðum um alveg óvenjulegan þroska Kristjáns, bæði and- legan og líkamlegan, samkvæmt heimildum mínum, og að hann hafi verið vinnumaður á ýmsum heimilum í sýsl- unni, frá 12. ári og fram yfir tvítugt. En annað vakti líka mikla athygli og undrun í fari þessa unga og bráðgáfaða skálds. Hann varð fljótt mikill áfeng- isdrykkjumaður og því með öllu óvíst hvernig fara mundi þar. Þeir, sem ungir temja sér slíkan óheilla vímudrykk, eiga oftast óhægt með að losa sig við hann, og jafnan krefst hann fleiri og stærri sopa, og svo reyndist líka með þennan unga mann. Þegar Kristján var að alast upp í Kelduhverfi, var þar mikil drykkjuskaparöld og drengurinn leiddist út í þessa óheillavenju með hinum fullorðnu. Sannaðist þar, eins og oft fyrr, talshátturinn forni og kunni: „Svo læra börnin það, sem fyrir þeim er haft.“ Kristján gat aldrei losnað við þetta mikla böl, fremur en margir ágætir landar okkar fyrr og síðar. Hann varð fljótt ofdrykkjumaður, þessi frábæri ljóðsnillingur, og dó af völdum þess kornungur, aðeins 26 ára gamall. Og ætíð er það tilfinnanlegt og sárgrætilegt, þegar þessi djöfullegi vímudrykkur nær fullu valdi á ýmsum okkar gáfuðust mönnum og stundum stórskáldum eins og Fjallaskáldinu, og dregur þá unga til dauða. Enginn veit hve þjóð okkar tapar þá óhemjumiklum verðmætum og listaverkum. En þótt alls staðar þar sem hann var, bæri mikið á margvíslegum gáfum hans umfram aðra unglinga, og þá ekki síst fljúgandi hagmælsku og vísnagerð, buðust aldrei neinir til að hjálpa honum til aukinna mennta. Hann var ijögur síðustu vinnumannsár sín á Uólsfjöll- um, þá kominn nærri tvítugu. Þar undi hann sér mjög vel, fólkinu þótti vænt um hann, því hann var alltaf svo spaugsamur og skemmtilega hagmæltur, og öruggt er að þar þroskast skáldskapargáfa hans mjög mikið. Þá fyrst birtast nokkur fyrstu kvæði hans í norðanblöðunum, kvæði, sem allir dáðust að og urðu jafnóðum hvers manns eign. Þrátt fyrir það vekst enginn maður upp til þess að greiða götu Fjallaskáldsins til meiri mennta og þroska. Það er þá fyrst er blað í Reykjavík, íslendingur, birtir tvö kvæði hans og Páll Melsteð, sagnfræðingur, skrifar með þeim til að vekja athygli á skáldinu og kjör- um þeim sem það á við að búa, að menn taka að ranka við sér. III Vorið 1863 tekst Kristján ferð á hendur til Reykjavíkur, til náms í Latínuskólanum, að ráði frænda sinna og vina fyrir norðan. Verður hann samferða frænda sínum, Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum, og fara þeir Sprengisand. Má fullvíst telja að í þeirri ferð hafi í fyrsta sinn heyrst sú vísa, sem síðan mun hafa verið sungin og höfð yfir á ís- landi oftar en nokkur önnur: Yfir kaldan eyðisand, einn um nótt ég sveima. Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima. Þessi ferð leiðir til þess að hann dvelur í Reykjavík næsta vetur, til undirbúnings skólagöngu. Nýtur hann til þess styrks góðra manna. Þau hjón, Helgi biskup Thordarsen og kona hans, taka að sér að fæða hann og klæða, og þrír kennarar Latínuskólans kenna honum kauplaust undir skóla. Tók Kristján inntökupróf um vorið og var hann síðan viðloðandi skólann næstu fjóra vetur. Kristján gat sér strax miklar vinsældir meðal skóla- bræðra sinna og urðu margir þeirra nánir vinir hans. Þar voru meðal annarra Valdimar Briem, síðar prestur og skáld, Björn Jónsson, síðar ritstjóri og ráðherra, Kristján Eldjárn Þórarinsson, síðar prestur, Björn M. Ólsen, fnd- riði Einarsson, Jón Ólafsson skáld og fleiri. Tók hann mikinn þátt í félagslífi pilta, samdi skólaleik- rit og orti hin svonefndu skólaminni, sem flutt voru á af- mælisdegi konungs. Gátu þau orðið allt að því sex í einu, en það voru minni konungs, minni íslands, minni stiftsyf- irvalda, minni rektors, kennara o.fl. Þótti jafnan mikill heiður ger þeim pilti er falið var að yrkja þessi minni, en skáldleg eftirtekja sjaldnast mark- verð að sama skapi. Samt hefur a.m.k. eitt af þessum ljóðum Kristjáns alloft verið sungið. Það er minni Is- lands, árið 1866: Norður við heimskaut í svalköldum sævi, svífandi heimsglaumi langt skilin frá, Heima er bezt 293

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.