Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 19

Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 19
Svo leggjum við af stað aftur, en nú fer að hitna svo óþyrmilega, að við verðum að reyta eins mikið af fötum af okkur og við getum. Jökullinn tekur að bráðna, og eftir svo sem stundarfjórðung er allt yfirborð jökulsins eitt beljandi vatnsrennsli. Nú eru ekki framar neinar smá- sprungur, sem vatnið leitar eftir, heldur er allur ísinn orðinn að krapi, sem stöðugt bráðnar og rennur... “ „Petit súkkulaðiauglýsing. “ Kiddi, Jón Dan og Guðmundur A. Það voru mikil viðbrigði að koma af hvítum ,,vatnsósa“ jöklinum niður á svartan sandinn við Klakk (1008 nt) en þangað komum við á fimmta degi. Minnugir gróðursins við Arnarfellið leituðum við „með logandi ljósi“ að gras- bletti og við fyrstu sýn sáum við ekki eitt einasta sting- andi strá. Enginn hóll sást og enginn klettur til þess að tjalda í skjóli við og enga steina fundum við til þess að setja ofan á tjaldhælana. Loks rákumst við á nokkrar harðar mosaþúfur og þar hentum við tjaldinu upp með hraði. „ Við sofnuðum útfrá urri vindsins og duni rigningarinn- ar, grúfðum okkur niður í svefnpokana, svo að ekki einu sinni nefið stóð út úr. En þegar líður á nóttu vakna ég og finnst mér sem eldur leiki um andlit mitt.... Eg glað- vakna og þreifa fyrir mér og veit strax, að ég er svona hroðalega sólbrenndur. Eg svifti pokanum opnum og finn ofurlitla fróun í að láta kaldan gust undan tjaldskörinni leika um andlit mitt, en þó er sem sami eldur brenni inni fyrir. “ Eins og Jón Dan segir var nóttin við Klakk okkur erfið vegna sólbruna en mig minnir að þeir bræður hafi farið verst út úr honum. Um morguninn lögðum við tiltölulega snemma upp og stefndum á Fjórðungsöldu. Á Sprengisandi sáum við hjólfor eftir fyrsta bílinn sem fór norður yfir árið 1933 og svo rákumst við líka á for eftir reiðhjól og mig minnir að þýska konan sem fór þarna um árið áður hafi verið á hjóli. Hvíld á Hofsjökli. „Allt í einu blasir við okkur grasi vaxin hlíð og við heyr- um léttan lœkjarnið, sem verður þyngri og þyngri eftir því sem nær dregur. Svo stöndum við svo að segja allt í einu á gilbarminum og horfum niður í Kiðagilsá, sem rennur þarna í sinni eigin gröf til Skjálfandafljóts. “ Það rigndi á meðan við tjölduðum og loks skriðum við blautir og þreyttir inn í tjaldið eftir um það bil 14 tíma göngu yfir sandinn. Vistin í Kiðagili varð löng og leiðin- leg enda blotnaði allt sem blotnað gat og primusinn dynt- óttur i ofanálag. Þarna urðunr við veðurtepptir heilan dag í hvassri norðanátt og rigningu. „Þessi dagur varð okkur óheilladagur, og gekk allt á aft- urlöppunum með þeim endemum, að varla verður frá skýrt. Rigningin hamaðist jafnt og þétt og lak tjaldið stöðugt þrátt fyrir allar okkar aðgerðir. Þar ofan á bœtt- ist að megnasta ólag var á eldunartækinu. Skipti það engum togum að ég sat á eggjafötunni frammi við dyrnar og bograðiyfir prímusskrattanum frá því kl. 10 um morg- uninn til kl. 9 um kvöldið. “ Um kvöldið gáfumst við upp á Kiðagilsvistinni og ákváðum að ganga um nóttina niður að Mýri, efsta bæn- um í Bárðardal, því allt dótið var hvort sem orðið renn- andi blautt. „ Við sneiddum niður það sem eftir var af brauðinu, smurðum það með leifum smjörsins og lögðum ofan á það mjólkurost. Harðfiskinum var vandlega skipt í flóra hluta og ofurlítið smjörstykki látið með, flögur seinustu eggin voru soðin, því nú var prímusinn kominn í lag, síð- an var öllu raðað ofan í eggjafötuna og haft þannig, að sem fljótlegast vœri að taka það upp. “ í upphafi þessarar 11 tíma næturgöngu lentum við í slyddu en þegar við komum í Mjóadal, en hann liggur vestan íshólsvatns, hlýnaði og birti upp. Heima er bezt 259

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.