Heima er bezt - 01.07.2001, Qupperneq 8
Bræðurnir i Skáleyjum ásamt Kristbjörgu Magnúsdóttur, sambýliskonu
Jóhannesar, og tengdasyni hans, Alfreð Þórólfssyni.
Börn Eysteins, talið f.v.: Andrés
Gísli, Ingibjörg og Egill Teitur.
Við veisluborð í Skáleyjum.
Brœðurnir Eysteinn og Jóhannes og
Egill sonur Eysteins.
I miðju alheimsins á góðum degi.
Hugað að æðarkollu.
unnu ýmislegt fyrir þá í staðinn.
Fengu einnig slægjur og heyjuðu fyr-
ir kindum sínum. Allt var þetta
áhugavert fyrir okkur unga fólkið
og ýmislegt fluttu húsmennirnir með
sér heim, nýstárlegt og framandi,
jafnvel frá útlöndum þeir sem voru á
togurum.
Oft var hérna töluverður hópur af
krökkum og ungu fólki, og það var
siður að þessi hópur kæmi saman í
rökkrinu á vetrum og færi í leiki.
Þetta mun hafa verið allgamall siður
og ýmsir leikir iðkaðir. Þar má nefna
útilegumannaleik og bæjarleik, stór-
fiskaleik og fallin spýtan, síðasta
leik, yfir „sto“ og slagbolta, eitt par
fram, hausinn - löppina - eða klóna,
svo eitthvað sé nefnt. Sumt af þessu
voru reyndar sumarleikir sem Kristín
frænka innleiddi í sumarfríum sín-
um. Reyndar kenndi hún okkur
fleira. Til dæmis kenndi hún mér að
lesa svo ungum að ég man varla eftir
því.
Heimsreisa að fara í Svefneyj-
ar
Þá var skólamálum svo háttað að
fastur skóli hafði starfað um hríð í
Flatey en farkennsla oftast í öðrum
eyjum hreppsins.
248 Heima er bezt