Heima er bezt - 01.07.2001, Qupperneq 22
Sjálfsmynd af Ríkarði Jónssyni
ungum.
tekt, einstakur ljúflingur og efnis-
maður á alla grein.
Árið 1929 keyptu þau hjón húsið Grundarstíg 15, af
Helga Valtýssyni og þar var heimili þeirra upp frá því.
Ríkarður Jónsson var, eins og áður getur, gæddur ákaf-
lega ljölþættum gáfum. Hann gat haslað sér völl á ýms-
um sviðunr og hefði alls staðar komist í fremstu röð.
Hann gat orðið félagsmálaleiðtogi. Hann var ágætlega
skáldmæltur og málhagur mjög. Hann bjó yfir miklum
söng- og tónlistarhæfileikum. Hann hafði rödd úr hvers
manns barka og hefði getað orðið afbragðs leikari. Hann
hafði fágæta frásagnarhæfileika og var hafsjór af hvers
konar sögum og sögnum.
Sú hætta er ávallt búin ungum mönnum með fjölþætta
hæfileika að þeir eigi erfitt með að velja sér ævistarf.
Þeir sjá vegi liggja til allra átta. En Ríkarði tókst ungum
að velja sér veg. Ef til vill hefur hin einstæða undraveröld
æskustöðvanna átt sinn þátt í því vali. Að minnsta kosti
er víst að þangað átti hann eftir að sækja marga fyrir-
myndina að listaverkum sínum.
En hvert var svo ævistarf þessa manns? Hver er sá arfur
sem hann færði þjóð sinni? Hann arfleiddi hana að þús-
undum fágætra listaverka og eru mörg þeirra dreifð um
víða vegu.
Segja má að hann hafi jöfnum höndum stundað mynd-
skurð, höggmyndalist og teikningar. Hann skar út af
rniklu listfengi ótölulegan grúa alls konar muna, smærri
og stærri, sem ýmist eru í eigu einstaklinga, stofnana eða
ríkisins. Hann mótaði brjóstmyndir af miklum fjölda
manna, hárra sem lágra. Þær munu um langan aldur gera
hvort tveggja í senn: geyma svipmót viðkomandi einstak-
lings og það, sem speglar og vitnar um snilli listamanns-
ins.
Til hans var gjarnan leitað um gerð minnisvarða, svo
sem af Torfa í Ólafsdal og konu hans og Stephani G.
Stephanssyni á Arnarstapa á Vatnsskarði. Teikningar
hans eru fleiri en tölu verði á komið. Hann kenndi fjölda
manna teikningu og tréskurð. Hann efndi til sýninga á
verkum sínum, bæði hér heima og erlendis, m.a. austur í
Rússlandi á vegum MIR.
Ummæli gagnrýnenda voru yfirleitt á þá leið að „verk-
ið lofi meistarann, enda fór þar saman hugkvæmni og
handbragð.
Hann safnaði santan höfðaletri og greindi og skrifaði
um það merkilega grein í fyrra bindi Iðnsögu Islands
1943. Hann skrifaði dagbók og stundaði í því sambandi
orðasöfnun.
List hans sameinaði með sjaldgæfunt hætti að vera
bæði þjóðleg og alþjóðleg.
Afköst Ríkarðs Jónssonar voru með ólíkindunt, enda
mátti segja að á langri starfsævi félli honum aldrei verk
úr hendi. Og þó var eins og hann hefði alltaf tíma til alls.
Gestagangur var jafnan mikill á Grundarstígnum og hús-
ráðendur kunnu öllum betur að taka á móti gestum og
skemmta þeim. Þarna komu saman ýmsir andans menn,
listamenn, furðufuglar og umkomuleysingjar. Allir voru
jafn velkomnir. Manngreinarálit þekktist ekki á þessum
bæ.
Ríkarður Jónsson skrifaði fjölda blaðageina, enda rit-
fær í besta lagi. Stundum tók hann sig til og orti heilar
drápur og lausavísur lágu honum létt á tungu. Eitt sinn á
góðri stundu, varpaði hann þessari vísu að vini sínum,
Þórbergi Þórðarsyni:
Furðumaður fágætur,
friðar aldrei baðst né vægðar.
Undraþundur ágœtur,
íhaldinu lítt til þægðar.
Sigvaldi Kaldalóns, tónskáld og Ríkarður voru aldavinir.
Er Sigvaldi andaðist 28. júlí 1946, rnælti Ríkarður svo
eftir hann:
Vinirnir hverfa einn og einn,
óðfluga leið til grafar.
Fellur úr bergi steinn og steinn,
styrkur er dauðans mistilteinn,
stend ég að lokum eftir einn
við endastöð hinstu nafar.
Ríkarður tók ekki opinberlega mikinn þátt í þjóðmálabar-
áttu samtíðar sinnar en fylgdist þó vel með henni og hafði
þar sínar fastmótuðu skoðanir. Þeir Jónas frá Hriflu og
Ríkarður voru miklirvinir. Sumarið 1916 fékk Jónas Rík-
arð í fundaferð með sér um Norður- og Austurland.
„En ég er enginn ræðumaður,“ sagði Ríkarður við
Jónas.
„Það gerir ekkert til,“ svaraði Jónas, „ég tala, þú syngur
og stjórnar söngnum.“
Þjóðmálaskoðanir Ríkarðs Jónssonar voru mótaðar af
viðhorfum gömlu ungmennafélaganna, sem höfðu að
kjörorði „íslandi allt.“ Þess vegna var hann róttækur í
skoðunum og alla stund ákveðinn andstæðingur erlendrar
hersetu. Því varð honum eitt sinn að orði:
Enn er þjökuð Islands byggð,
alheimskunnar viðurstyggð.
Mín er von að viskuhyggð,
verndi frónska þjóðardyggð.
Listaverk hans og ævistarf allt er lofsöngur til þessa lands
og þessarar þjóðar.
262 Heima er bezt