Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Qupperneq 36

Heima er bezt - 01.07.2001, Qupperneq 36
aði af öðrum megin. Upp úr pokanum dró hann regnhlíf og teppi. Hann spennti regnhlífina og stakk enda hennar niður í jörðina, dustaði teppið; lagði það yfir fætur sér. Þar hafði hann skjól fyrir regninu og fljótlega myndi byrja að lægja. Hann hallaði sér upp að hjólastólnum, hélt báðum höndum um köflótta pokann. Mamma hans hafði saumað þennan poka úr gamalli regnkápu sem hafði gleymst heima hjá þeim einhvern tíma fyrir löngu; eigandinn aldrei gefið sig fram. Þessi kápa hafði hangið frammi í gangi árum saman, öllum til ama, það var ekki svo mikið pláss á snögunum að hægt væri að taka það upp fyrir ókunnuga regnkápu, kannske meira segja af vandalaus- um. Að lokum hafði mamma hans tekið af skarið og til- kynnt að nú ætti þessi kápa að gera gagn. Mátti nú ekki minna vera til greiðslu fyrir plássið sem hún hafði tekið í öll þessi ár. Pabbi hans hafði verið í vafa, hvað nú ef eigandinn kemur, gæti verið flokksfélagi, sem vantaði kápuna einmitt núna. En mömmu hans varð ekki haggað. „Eg ætla að sauma poka fyrir hann Karl úr þessari kápu, hann getur hengt hann á stólinn sinn.“ Karl Karlsson yngri lagði ekkert til málanna, hafði enga skoðun á því hvort saumaður yrði poki úr þessari ókunnu regnkápu eða ekki. Hann sat í stólnum sínum og virti foreldra sína fyrir sér. Föður sinn, lágvaxinn, horað- an, veðurbarinn í andliti, hárið að mestu horfið, grátt það litla sem eftir var, stóð út í loftið í vöngunum, nefið í ætt við hyrnuna í fjallinu, augun ljósgrá en aðallega litlaus, munnurinn skeifulaga með munnvikin niður á við, hrukk- urnar á enninu og undir augunum lágu allar í sömu átt og munnvikin. Móðir hans, stór, þybbin og rúmlega það, fæturnir eins og stoðir undir trébrú, hárið kolsvart, farið að grána í vöngunum, augun svört og stingandi, nefið bogið, andlit- ið rautt, æðaslit á kinnunum, stór varta hægra megin á hökunni; það óx stórt hár út úr vörtunni, hefði litið betur út ef þau hefðu verið fleiri, þetta var eitthvað svo ein- manalegt þarna, eithvað svo áberandi. Rödd hennar var þrungin ergelsi þegar hún færði rök fyrir því hvers vegna hún væri ákveðin í að sauma poka fyrir son sinn úr þess- ari köflóttu kápu. Pabbi hans kinkaði að lokum kolli og gaf þar með samþykki sitt. Þægindi til handa einkasyni hans og alnafna urðu náttúrulega að ganga fyrir. Karl Karlsson eldri setti sig aldrei úr færi gæti hann hlynnt eitthvað að syni sínum, þó vonir hans hefðu brugðist varðandi þennan einkason sem hafði átt að taka við jörðinni. Jörð sem hafði verið í eign ijölskyldunnar ættlið fram af ættlið. Honum fannst stundum að hann sjálfur hefði brugðist, vissi þó ekki almennilega hvemig, en varð af öllu þessu einrænn og Iagði kapp á að vera sem minnst innan um fólk. Þess vegna átti hann skjólið sitt innst í stóru hlöð- unni. Enginn vissi um þetta skjól. Hann hafði byggt lítinn kofa þarna í horninu, falið útveggi hans með heyböggum, svo að utanaðkomandi datt ekki í hug að þarna væri ann- að en hey. Hann hafði komið sér upp þessu skjóli þegar ljóst var að Karl Karlsson yngri yrði aldrei framar heill heilsu. Myndi ekki taka við jörðinni. Karli Karlssyni eldra fannst þetta hálfgerð svik við forfeðurna. Brot á lögmáli bændastéttarinnar, brestur í keðju hinnar eilífu hringrásar. Og stundum, þegar Karl Karlsson eldri sat í skjólinu sínu og saup stórum á brennivínsflöskunni, sem annars var vandlega falin í brúnum bréfpoka undir gömlum epla- kassa - lét hann sig dreyma um að sonur hans myndi kannske losna við hjólastólinn. Allt í einu myndi krafta- verkið gerast; drengurinn rísa á fætur, þrífa til skóflu, demba sér út í fjós og fara að moka flórinn. Fjórar dætur Karls Karlssonar eldri voru ekki líklegar til að vilja verða bændur. Enda engin lausn. Konur taka ekki við arfleifð, þær fylgja með arfleifð. Karl Karlsson eldri var gramur út í tilveruna. Var nokkur meining með að eignast fjórar dætur, stólpa kvenmenn - og síðan einn son, rindil sem aldrei hafði farið frá pilsum móður sinnar. Hann hafði ætlast til að drengurinn gengi menntaveginn, færi í bændaskóla, yrði leiðandi afl í hreppnum, tæki við hreppstjóraembættinu og settist í sýslunefnd. Enginn gat álasað Karli Karlssyni eldri fyrir að vera gamaldags. Menntun af einhverju tagi skyldu allir hafa. Annars var ekki tekið mark á þeim. Þannig var nútíminn. Prófskírteini. Nútíminn byggist á prófskírteinum. Karl Karlsson yngri vafði teppinu þéttar um fætur sér, dró rúgbrauðssneið með rúllupylsu upp úr köflótta pok- anum og fékk sér vænan bit. Hann var þess meðvitaður að það var asnalegt að taka með sér nesti í svona ferð, þegar meður ætlar niður í fjöru til að verða úti, en hann hafði ekki getað stillt sig enda þessi rúllupylsa afbragðs góð, skömm að meiri parturinn skyldi fara í hundana. En elsta systir hans hafði alltaf verið mesti hirðuleysingi og jarðvöðull - hugsa sér að gleyma að loka skúrnum, móðir þeirra verið langt fram á nótt að gera rúllupylsu, lagt alla framleiðsluna út í skúr; auðvitað höfðu glorsoltnir hundar nágrannans þefað uppi kræsingarnar. Bölvaðir hundarnir. Bölvaður nágranninn. Hirti oddvitastöðuna sem Karl Karlsson eldri hafði talið sína. Bjó samt á niðurníddu jarðarkríli niður undir þorpinu, Kvalamararkoti; bar nafn með rentu og rúmlega það. Þessi leiðindi með oddvita- stöðuna höfðu átt sér stað á þeim tíma þegar þrír bæir voru í byggð í hreppnum. Nú voru bara tveir eftir. Heið- arbýlið komið í eyði. Strax og brúin var vígð, flutti fólkið frá Heiðarbýli, inn í þorpið. Vildi heldur plokka rækjur í afdankaðri verksmiðju en yrkja iðgrænt landið. Það hafði þó haft eitt gott í för með sér. Hreppstjóra- stöðuna. Karl Karlsson eldri hafði ekki verið sáttur við að taka þessa stöðu, hann var að eigin áliti allavega, stórbóndinn á Bágindastöðum, lagði vænar fúlgur í kosningasjóð flokksbræðra sinna, sinnti kalli hvenær sem var, svo að 276 Heima er bezt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.