Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 52

Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 52
Sigurður Gunnarsson Kristján i Skömmu eftir miðja 19. öld fæddist af góðu foreldri í Norður-Þingeyjarsýslu, óvenju efnilegur drengur á marg- an hátt, svo mjög fátítt var. Þótti það „með undrum,“ eins og komist var að orði um hann í óprentaðri frásögn. Hann var óvenju bráðþroska í æsku, andlega og líkam- lega. Hann gekk og talaði ársgamall, 5 eða 6 ára var hann allvel læs og kunni þá þegar mikið af sögum, vísum og versum, sem hann þuldi oft hratt upp úr sér. Atta ára gamall var hann jafn stór og sterkur og margir 10 til 12 ára drengir, og andlegur þroski hans var tiltölulega engu minni. En það sem vakti mesta athygli þeirra er þekktu hann, var að hann varð óvenju snemma hagorður og orti athygl- isverðar vísur frá 8 ára aldri. Og hann var aðeins rúmlega fermdur þegar farið var að leita til hans um erfiljóð og jafnvel heldri menn úr öðrum héruðum töldu sig fúll- sæmda af slíkri fyrirgreiðslu fátæks vinnupilts, sem þá bjó norður á Hólsljöllum. Hann hafði verið vinnumaður frá 12 ára aldri hér og þar í sýslunni, m.a. eitt ár á æskuheimili mínu, Skógum í Öx- arfirði, en var um og eftir tvítugt 4 ár að Hóli á Möðru- dalsöræfúm. Þar mun honum hafa liðið vel og þar þróast skáldgáfa hans svo frábærlega eða hann sendir frá sér þaðan nokkur kvæði, sem allir urðu hrifnir af og lærðu jafnóðum. Má þar t.d. nefna kvæðið Haust, sem birtist í norðanblaði, þegar hann var 19 ára gamall: Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumars blíða. Fölna grös, en blikna blóm, af björkum laufin detta. Dauðalegum drynur óm dröfn við farðarkletta. Allt er kalt og allt er dautt, eilífur ríkir vetur. Berst mér negg í brjósti snautt en brostið ekki getur. JónssoUf CJj alIasÁáícI Áreiðanlega hafa þessar vísur oft verið raulaðar og sungnar á Grímsstöðum og öðrum Hólsljallabæjum og þar kunni hver maður kvæðið Dettifoss, sem hann orti urn svipað leyti: Þar sem aldrei á grjóti gráu gullin mót sólu hljœja blóm og ginnhvítar öldur gljúfrin háu grimmefldum nísta heljarklóm. Kveður þú, foss, minn forni vinur með fimbulrómi sí og œ. Undir þér bergið sterka stynur, sem strá í nætur kuldablæ. Blunda vil ég í bárum þínum, þá bleikur loksins hníg ég nár, þar sem að enginn yfir mínu önduðu líki fellir tár. Og þegar sveit með sorgarhljóði syngur döpur of ann 'ra ná, í jörmunefldum íturmóði yfir mér skaltu hlæja þá. Ur þessu stórbrotna kvæði eru hér aðeins birt tvö erindi, það fyrsta og síðasta. Það var ort af umkomulitlum vinnupilti, norður á Hólsfjöllum og skipaði höfundi sín- um tvítugum strax í röð stórskálda. Þarf þá ekki ffamar vitnanna við, að hér hefur verið á ferðinni Kristján Jóns- son, kallaður manna á meðal, Fjallaskáld. Verður nú dregið hér fram stutt ágrip af sögu Fjalla- skáldsins. II Kristján Jónsson er fæddur að Krossdal í Kelduhverfi, 13. júní 1842. Foreldrar hans voru Jón Kristjánsson hreppstjóri og Guðný Sveinsdóttir, kona hans. Var hún talin vel gefin og hagmælt, en Jóni svo lýst að hann hafi verið „góður maður og guðhræddur, fáskiptinn um ann- arra málefni, en mjög ástríkur heimilisfaðir.“ I ættum þeirra beggja er margt þjóðkunnra gáfumanna, 292 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.